Vikan


Vikan - 19.05.1966, Qupperneq 9

Vikan - 19.05.1966, Qupperneq 9
/ BAHCO lega hefur hann farið að vera með stúlku, sem er fáeinum ár- um eldri en við. Þetta er svo sem bezta stelpa, en í sannleika sagt dálítið fjöllynd og laus á kostun- um. Það er mér — og mörgum öðrum — kunnugt um af eigin reynslu, en ég geri ráð fyrir, að kunningi minn viti sáralítið um fortíð hennar. Þetta hefði svo sem getað verið allt í lagi, en núna nýverið frétti ég, að þau væru í þann veginn að opinbera. Þetta blessast kannski ágætlega hjá þeim, því hún virðist vera skotin í honum, ekki síður en hann í henni. En samt finnst mér hann svolítið blindandi í þessu. Ætti ég ekki að segja honum, það sem ég veit um hana? Hvað finnst þér, H.S. Akranesi. Nei, í guðanna bænum láttu það vera. Hvað heldurðu að þær séu margar, íslenzku nútímastúlkurn- ar, sem varðveita meydóminn þangað til í hjónasængina er komið? Það er langbezt að láta þau sjálf um að ráða fram úr sín- um vandamálum; geti þau það ekki sjálf, tekst öðrum það varla betur. HVAÐ ER EFTIR AF ANGELIQUE? Kæri Póstur! Beztu þakkir fyrir allt gamalt og gott. Nú langar mig að spyrja þig svolítið út úr, og vona þú viljir svara. Hvað heita Angelique-bækurn- ar sem eftir eru? Er það satt að það sé enginn eiginlegur endir kominn, eða er langt síðan síð- asta bókin kom út? f Morgun- blðainu fyrir nokkru var skýrt frá því að hafinn væri undirbún- ingur að töku þriðju Angelique- myndarinnar, eftir sögunni Ang- elique og kóngurinn, þar sem Joffrey de Peyrac kæmi aftur til sögunnar en í þeirri bók kemur hann ekkert við sögu, og eftir því sem mér skilst, ekki í Angel- ique og soldáninn heldur, tekur myndin yfir margar bækur eða hvernig liggur í þessu, vitið þið það? Ykkur finnst nú líklega nóg komið en þar sem ég veit að svo margir hafa áhuga á þessu vona ég að þið gefið einhverja úrlausn. Allir hafa gaman að lesa Angel- ique, en sumir hafa áhyggjur út af hvað hún verður orðin gömul þegar hún finnur ástina sína, eít- ir þessum bókafjölda að dæma. Fyrirgefið ónæðið. Virðinarfyllst, íris. Okkur er kunnugt um þrjár Ang- elique-bækur, sem enn hafa ekki komið í Vikunni: Angelique í byltingunni, Angelique verður ástfangin og Angelique í Amer- íku. Svo höfum við pata af einni í viðbót. Eiginlegur endir sagnabálksins um Angelique er sem sagt ókom- inn enn, og höfundarnir hafa lát- ið í veðri vaka, að þegar Ange- lique detti upp af klakknum, taki dóttir hennar við. Þau segjast muni halda áfram að skrifa þess- ar bækur, svo lengi sem lesendur kunni að meta þær. Eftir þeim upplýsingum, sem við höfum fengið um þriðju Ang- elique-myndina, er mjög óljóst yfir hvaða svið hún spannar, jafnvel ekki öruggt hvaða nafn hún hlýtur. Hinsvegar kemur Robert Hossein þar í aðalhlut- verki, og hann lék, sem kunnugt er, Joffrey de Peyrac í fyrstu kvikmyndinni um Angelique. BIcOM mtTNNAR 1 Amman var komin á heimilið og hafði fengið herbergi út af fyrir sig. Dótturdóttir hennar sat oft hjá gömlu konunni og fylgd- ist vel og vandlega með því, hvað hún liafðist að og fannst margt nýstárlegt. Einn morgun kemur hún inn til ömmu sinnar, sem þá var ný- búin að taka upp rokkinn sinn og farin að spinna. „Hvað er þetta“? spurði sú litla og benti á rokkinn. „Þetta heitir rokkur, væna mín“, svaraði amma. Sú stutta horfði litla stund stór- um augum á ömmu sína, en tekur því næst á rás fram í eldhús til móður sinnar og hrópar: „Mamma, mamma. Hún amma er farin að rokka“! Jón á Bergi. VIFTAN YFIR ELDAVÉLINA Hreinf og hressandi! Það 'cr gaman að matreiða f nýtízku eldhúsi, þar sem loftið er hreint og ferskt. Það skapar létta lund, vinnugleði og vellíðan, hvetur hug- myndaflugið — og matarlykt og gufa setjast ekki í nýlagt h&rið né óhrelnka fðt og gluggatjöld; málning og heimilistæki gulna ekki og hreingerningum fækkar. Raunveruleg loftræsting! Með Bahco Bankett fáið J>ér raunverulega loftræstingu, J>ví auk þcss að soga að sér og blása út gufu og matarlykt, sér hún um eðlilega og heilnæma endurnýjun andrúmsloftsins i eldhúsinu og næstu herbergjum. Sog- getan er ein af ástæðunum fyrir vinsæídum Bahco Bankett. Hljóð! Þrátt fyrir soggetuna heyrist varla í viftunni. Bahco Bankett er sennUega hljóðasta viftan á markaðinum. Engin endurnýjun á síum! Athugið sérstaklega, að Bahco Bankett þarfnast engrar endurnýjunar á lykt- og gufueyðandi sfum, sem dofna mcð tfmanum. Bahco Bank- ctt hcfur engar slfkar, en heldur alltaf fullum afköstum — kostnaðarlaust. Fitusíur úr ryðfríu stáli! Bahco Bankett hefur hins vegar 2 stórar, varanlegar fltu- síur úr ryðfríu stálf, sem ekki cinungis varna því, að fita setjist innan í úthlásturs- stokkinn, hcldur halda viftunni sjálfri hreinni að innan, því að loftið fer fyrst gegnum sfurnar. Fitusíurnar cru losaðar með einu handtaki og einfaldlega skolaðar úr heitu vatni stöku sinnum. Rétt vinnuhæð, innbyggt ljós og rofar. Lögun Bahco Bankctt skapar éþvingað svigrúm og sýn yfir eldavélina. Xnnhyggt ljós veitir þægilega lýsingu og rofarnfr fyrir ljós og viftu eru vel og fallega staðsettir. Falleg, stilhrein og vönduð — fer alls staðar vel! Bahco Bankett er teiknuð af hinum fræga Sigvard Bcrnadotte, eins og mörg fallcgustu hcimilistækin f dag, og er sænsk úrvalsframlelðsla frá einum stærstu, reyndustu og nýtízkulegustu loft- ræstitækjaverksmiðjum álfunnar. BAHCO ER BETRI. Það er einróma álit neytendasamtaka og reynslustofnana ná- grannaríkjanna, að úthlástursviftur einar veiti raunverulega loftræstingu. Hagsýnlr húsbyggjendur gera þvf ráð fyrir útblástursgati eða sérstökum loftháfi. Þeir, s#m endurnýja eldri eldhús, brjóta einfaldlega gat á útvegg eða ónotaðan reykháf. Sú fyrirhöfn marghorgar sig. NÝJUNG: Bahco raðstokkar. Við höfum nú á hoðstólum létta og sterka, hvlta plaststokka með beygjum og öðru tilheyrandi, sem hver og einn getur raðað saman, án minnsta erfiðis eða sérstakra verkfæra. Veljið því rétt, veljið viftu, sem veitlr raunvcrulega loftræstingu og heldur allt- af fullum afköstum — kostnaðarlaust. Veljið BAHCO BANKETT. Komið, skrifið eða útfyllið úrklipp- una og fáið allar upplýsingar um Bahco Bankett, stokka, uppsetningu, verð og greiðsluskilmála. SÍMI 24420. SUÐURGÖTU 10. RVlK. Sendið undirrit. BahcxD Bankett myndalista með öllum upplýsingum: Nafn:...................................................................... Heimilisfang:.............................................................. Til Fönix s.f., pósthðlf 1421, Rfeykjavfk. V-16 VIKAN 20. tbl. 0

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.