Vikan - 19.05.1966, Side 14
Þessi mynd var tekin af Wills seytján ára gömlum.
er hann hafði lokið herþjálfun og var að hefja fer-
il sinn í hernum. Hann varð síður en svo hrifinn,
þegar hann frétti að það ætti að senda hann á víg-
vellina í Kóreu, því hann hafði gengið í herinn til
þess eins að sleppa úr tilbreytingaleysinu í sveit-
inni heima hjá sér.
Heila-
bveoinn í
kínversku
fanoelsi
Þessi mynd var tekin í janúar 1954 í Panmún- £
djomm. Kóreu. af tuttugu og einum Bandaríkja-
manni og cinum Breta, sem gengiö höfðu Kínverj-
um á hönd í stríðsfangavist hjá þeim og neituðu að
hverfa til föðurlanda sinna og geröu vopnahléi. En
flestir fengu sig fljótlega fullsadda af vistinni í
Kína. Aðeins þrír eru þar ennþá; þeir eru merktir
með stjörnum á myndinni. Sá með hringinn utan
um höfuðið er Morris Wills.
Morris Wills er einn örfárra Bandaríkjamanna,
sem gengið hafa gegnum „hugþjálfun“ Kínverja og
náð fullri andlegri heilbrigði á ný.
hikandi þó, og þann tuttugasta óg sjöunda
júlí, 1950, sór ég mig inn í herinn.
Það var skrýtið, að jafnskjótt og ég fór
að heiman, var astminn farinn úr mér veg
allrar veraldar. í janúar, 1951, komum við
Jimmy til Kóreu. Það var nálægt tveimur
mánuðum eftir að kínversku kommúnistarn-
ir hófu þáttöku í styrjöldinni. Skömmu síðar
varð Jimmy fyrir gusu úr kínverskri vél-
byssu, og þurfti að ganga undir tuttugu og
sex uppskurði, áður en öllu væri lokið fyrir
honum.
Ég var settur í vélbyssuriðil í fyTstu plat-
ónu. Ég var skotfæraberi og bar riffil til
að hlífa vélbyssuskyttunni með. Morgun
einn, þegar ég hafði verið með riðlinum í
fjóra eða fimm daga, var okkur sagt að
halda af stað. Ég bar skotfæri, auðvitað.
Það snjóaði, og við gengum og gengum.
Skotfærin voru orðin þung, þegar maður
hafði borið þau tíu mílur, það veit guð.
Að lokum urðum við að klifra upp á fjall
og grafa okkur þar niður. Gegnum allan
þennan snjó. Við hírðumst alla nóttina í
þessum holum. Við vorum nærri gegnfrosn-
ir og höfðum auðvitað ekki hugmynd um
úr hvaða átt helzt mætti búast við óvin-
unum, ef þeir þá kæmu. Við vorum full-
komlega ruglaðir. Höfðum ekki minnstu hug-
mynd um aðstæðurnar, hvað okkur væri
ætlað að gera, hvert við værum að fara,
hvað væri framundan eða nokkuð annað.
Við vorum bara algerlega ruglaðir. Þannig
var allt þetta stríð.
í marz var ég með í hernaðaraðgerð, sem
kölluð var Operation Killer (Aðgerð Dráp-
ari). Þá varð okkur ljóst, að okkur var ekki
ætlað að taka stríðsfanga. Einu sinni höfð-
um við tekið tvo Kínverja til fanga — þeir
voru allir rifnir þvers og kruss af skotum,
en gengu þó. Liðþjálfinn litaðist um og sagði:
„Jæja, hver ætlar að gera það?“ Enginn
c Vi !'
.. ÍÆj . J
verið háð, svo fremi Bandaríkin hafi tekið
þátt í þeim. Einn forfeðra minna barðist í
frelsisstríði okkar og særðist við að verja
New London í Connecticut fyrir Benedict
Arnold; það var 1781. Faðir minn þjónaði
í fyrri heimsstyrjöldinni og fimm frændur
mípir í þeirri síðari.
Þegar ég var drengur, var ég með astma
og mjór og aumingjalegur. Ég sótti skóla
mjög takmarkað og náði ekki fyrsta skyldu-
prófi. Vegna þess hve heilsutæpur ég var,
hafði móðir mín alltaf hyglað mér meira
en hinum krökkunum. Hún dó þegar ég var
tólf ára. Sumar fyrstu minninga minna eru
bundnar henni. Ég man að hún hafði mjög
sítt hár, svart. Að loknum hádegisverði
var hún vön að gefa kanarífuglinum sín-
um, og síðan fékk hún sér te og lét mig
greiða sér á meðan. Þannig eru fyrstu
minningar mínar: ég kembdi hár hennar og
hún drakk te. Kyrr og friðsæl stund eftir
matinn.
Þegar hún var dáin, fór ég að vinna hjá
frænda mínum, sem bjó þar skammt frá,
gaf fyrir hann kúnum og mjólkaði þær.
Innan skamms fór ég að búa þar, en fór
heim um helgar. Þegar ég komst til þroska,
fór mig ákaft að langa til að sjá mig um
í heiminum. Vorið 1950 hætti ég í unglinga-
skóla. Ég og vinur minn einn, Jimmy Win-
chell, ákváðum að ganga í herinn. Faðir
minn var ekki hrifinn af þeirri hugmynd;
ég var seytján ára. En ég var harðákveð-
inn. í herinn skyldi ég með einu eða öðru
móti. Svo að hann skrifaði undir pappirana,
Morris Wills, til hægri, teflir skák við félaga sinn
í stríðsfangabúðum Kínverja.
svaraði. Ég gerði það svo sannarlega ekki;
ég á við að ég gat það ekki. En þarna voru
tveir strákar á mínum aldri; þeir gáfu sig
fram, líklega til að sýnast svalir, því engir
aðrir gátu fengið sig til að skjóta þessa tvo
varnarlausu menn. Þeir skutu þá þar sem
þeir stóðu. Annar dó fljótt, en hinn þurfti
heila hleðslu í höfuðið áður en hann hætti
að kvika.
Þann ellefta marz var okkur sagt að taka
fjall eitt mjög hátt, en uppi á því höfðu Kín-
verjar komið fyrir vélbyssuhreiðrum.
Snemma um morguninn lögðu þrír riðlar
af okkur af stað. Ég var þá sjálfur með vél-
byssu og hlífði þeim. Þeir tóku tindinn með
byssustingjaáhlaupi. Við sóttum fram eftir
fjallsegginni. Ég hafði vélbyssuna við mjöðm-
ina og skaut af henni hvenær sem ég gat
því viðkomið. Við vorum næstum búnir að
VIKAN 20. tbl.