Vikan - 19.05.1966, Page 16
o
pssty
BLAICP
8. hluti
Efftir Peter OcDonald
— SpyrSu ekki um byssuleyfi,
sagði Modesty og gekk í áttina að
timburþili við hliðina á byssuheng-
inu. — Willie bjó til hreyfanlegt
skotmark fyrir mig. Hún drap á
rofa og þrýsti sfðan á hnapp. Tarr-
ant sá hvítan leirdisk svífa í höfuð-
hæð fyrir framan sandpokavegg-
inn.
— Mjög fallegt, sagði Tarrant. —
Ég býst við að þetta herbergi sé
hljóðeinangrað?
- Já.
— Ég býst einnig við, að Willie
sé góð skytta.
Hún hristi höfuðið og brosti. —
Hann myndi ekki hitta hlöðu, þótt
hann stæði innan í henni. Ekki með
handbyssu. Og hann vildi ekki sjá
þær. Hann er góður með riffli.
— Þetta mark er þá bara fyrir
Þig?
— Já, ég var að segja þér það.
Willie er mjög hugsunarsamur. Ég
skrepp hingað stundum til að æfi
mig.
— Og líka á örvamarkinu?
— Það finnst mér mest gaman.
— Mér skilst, að það sé mikil
fþróttagrein, en heldur ópraktísk,
er ekki svo? Þú getur ekki dragnazt
með boga og örvar með þér.
Hún sagði ekkert, en brosti þessu
snögga brosi, sem hann var nú far-
in að þekkja og hlakkaði alltaf til
að sjá. Honum var þó ekki ljós á-
stæða þess, að þessu sinni. Hann
gekk hægt með henni meðfram
vopnaveggnum.
— Hvaða byssu vilt þú helzt
nota?
— Ég er sjaldan með byssu, og
nota þær ennþá sjaldnar. Það er
ekki nauðsynlegt, nema þegar allt
ætlar um koll að keyra.
— Ég er sammála. En þú virðist
taka mögulega notkun mjög alvar-
lega.
— Maður verður, sagði hún ein-
faldlega. — Hversu sjaldan sem þú
notar byssu, er um Iff eða dauða
að tefla þegar þú gerir það.
— Og hvaða byssu kýstu þá?
— Það er undir ýmsu komið. Ef
Jg VIKAN 20. tbl.
ég býst ekki við að þurfa að nota
hana í miklum flýti, vil ég helzt
Brevete.
— Er það ekki leikfang?
— Hún dugar — ef skyttan dug-
ar. Willie vill ekki sjá hana, vegna
þess að hann er á móti sjálfvirk-
um skammbyssum. Þær geta of auð-
veldlega klikkað.
— Og hvaða byssu viltu, ef þú
býst við að nota hana f flýti?
- Colt .32.
— í axlarhulstri?
— Nei, það er ekki hægt, þeg-
ar maður hefur brjóst. Ég nota sér-
stakt hulstur, sem Willie teiknaði
og þá er byssan aftan á mjöðm-
inni. Þá þarf maður að vera í stutt-
um jakka til að hylja hana, að
sjálfsögðu.
— Og þvælist hann ekki fyrir?
— Nei, ekki ef maður notar F.B.I.
aðferðina. Þá lyftir maður jakkan-
um frá í sömu hreyfingunni.
Tarrant kinkaði kolli: — Willie
hlýtur að vera mjög flinkur að geta
teiknað allt þetta fyrir þig.
— Hann er það. Hann gerir Ifka
sérstakar kúlur fyrir mig. Þær gera
mjög lítinn hávaða.
— Gagnlegt. Tarrant litaðist um.
— Mér skildist að við myndum finna
Willie hér?
— Hann er í vinnustofunni sinni,
bak við dyrnar þarna f endanum.
En hafðu ekki áhyggjur. Hann vænt-
ir þess, að þú hinkrir við og skoðir
safnið hans.
— Ég er heillaður af því. Er þetta
raunverulega höggstafur, sem ég er
að horfa á núna.
— Þú skalt ekki gera grfn að
honum. Hún snerti sveran harðvið-
arstafinn, sem hékk skáhallt f leð-
uról.
— Willie segir að þetta sé bezta
handvopn af þeirri gerðinni, sem
ekki springur, sem nokkurntfmae
hefur verið búið til. Hann getur
notað þennan staf svo hratt, að þú
festir ekki auga á þvf.
— Það er þó ekki hægt að dragn-
ast með hann fyrirhafnarlaust með
sér á þessum dögum og þéssari
öld.
— Ég veit það. Það þykir Willie
verst. Hann er fæddur listamaður,
og hann lítur á bardaga með byss-
um á sama hátt og Rembrant myndi
líta á það að mála eftir tölustöf-
um.
— Hann er liðtækur hnífakastari,
gæti ég ímyndað mér.
Modesty leit á Tarrant. — Ef þú
sérð hann nokkurntíman kasta hnff-
um, sagði hún hljóðlega, — hætt-
irðu að kalla hann „liðtækan".
Tarrant brosti afsökunarbrosi og
þau héldu áfram að safni furðu-
legra, villimannlegra vopna. Hann
þekkti Samuraisverð og japanskt
krossspjót, en öll hin vopnin voru
honum framandi. Hann snerti hlut,
sem var líkastur slátrarastáli, og
hjöltun þakin með hákarlaskráp.
Alla leið frá hjöltum og fram á odd
lá grönn stáltönn.
— Annað furðuvopn? spurði
hann.
— Langt f frá. Modesty tók vopn-
ið niður. Þetta er gömul, japönsk
jitte. Teinninn myndar kvísl móti
blaðinu og þú getur gripið sverð
andstæðingsins í kvíslina og afvopn-
að hann með því að snúa snögg-
lega upp á. Þú ættir að sjá Willie
með þetta. Hún lækkaði röddina um
tvær áttundir og kom með draf-
andi Cockney, og um leið hvarf
hennar venjulegi málhreimur: —
Svo sannarlega Prinsessa, þú yrð-
ir að vera fjandanum heppnari.
Tarrant hló og horfði á hana
hengja jitte aftur upp á vegg og
hugsaði með sér, að eftirherma
hennar hlyti að hafa verið dágóð,
og vonaði, að hann yrði aldrei
fórnarlamb hennar.
— Dýnan, sagði hann og kink-
aði kollinum í áttina að dýnunni f
miðjum salnum: — Við hvern glím-
ir Willie á henni? Ég get ekki í-
myndað mér, að hann hleypi mörg-
um hingað inn.
— Engum, sagði hún. — Þú ert
sá fyrsti. Við Willie glímum hér
saman.
Tarrant lét engin svipbrigði á
sér sjá: — Ég trúi varla að það sé
jafnræði. Ég er viss um, að þú ert
mjög góð, en þyngdin ein út af fyr-
ir sig . . .
— Willie gefur alltaf forgjöf,
þegar þannig stendur á.
— Ég hefði gaman af að sjá það
einhverntíman.
Hún brosti: — Þú gætir fengið
taugaáfall. Við gefum ekkert eftir.
Þau gengu að dyrunum f fjarri
endanum milli sandpokaveggsins og
örvamarksins. Modesty opnaði dyrn-
ar og Tarrant fylgdi á hæla henn-
ar inn. Willie Garvin var klæddur f
gallabuxur og T-skyrtu og var að
horfa á örlftið málmstykki f gegn-
um smásjá. Herbergið lá þvert yfir
bygginguna og var uppljómað með
dagsljósaflúrosentperum. Þetta var
hreinlegasta vinnustofa, sem Tarr-
ant hafði nokkurn tíma séð.
Málmklæddur bekkur stóð veggja
á milli, um þrjátíu feta langur, og
á honum var stórt skrúfstykki og