Vikan


Vikan - 19.05.1966, Qupperneq 17

Vikan - 19.05.1966, Qupperneq 17
annað minna og úrsmiðarennibekk- ur. Við annan enda hans stóð ofur- lítið breyttur tannlæknabor. Á veggnum gegnt bekknum voru litlar hillur og tvær raðir af litlum tré- skúffum. Á hilluskóp í öðrum end- anum var mikið úrval af málm- smíðatólum og í hinum endanum var úrsmíðatækjasett undir gleri. Hægra megin við Tarrant lágu á teikniborði nokkrar ófullgerðar skyssur og fullgert Ijósprentað ein- tak af einhverju, sem virtist vera eitthvað rafknúið. Willie Garvin lagði frá sér smá- sjána og það sem hann hafði ver- ið að skoða, brosti í kveðjuskyni við Modesty: — Gaman að sjá þig, Prinsessa. Hann dró fram háan stól handa henni. Þegar hún var setzt, sneri hann sér að Tarrant og rétti hon- um höndina. — Halló, Sir G. Hvernig líður deildinni? — Það vantar alltaf góða menn, sagði Tarrant þurrlega og tók f hönd hans: — Ég býst við að Mod- esty hafi sagt þér, að ég hefi feng- ið hana til að hjálpa mér f ákveðnu starfi? — Með fyrirvara, sagði Modesty. — Ó, Willie, þú ert búinn! Hún tók upp silfurstyttu, um það bil fjóra þumlunga á hæð, sem stóð á kringl- óttum, þumlungsháum fæti. Gyðjan var nakin og stóð á stóru tánni á öðrum fæti, og teygði annan fót- inn aftur fyrir sig, líkaminn sveigð- ur, höfuðið aftur á bak og hendurn- ar lítið eitt aftur fyrir hana, eins og hún hlypi á móti vindi. Modesty þrýsti á Iftinn hnapp á fótstallinum og stutt eldtunga skauzt á milli brosandi vara gyðjunnar. — Sjáðu, Sir Gerald, er þetta ekki fallegt? Hún tók upp stækk- unarglerið og virti fyrir sér fótstall- inn, síðan rétti hún Tarrant kveikj- arann og stækkunarglerið. Gegn- um stækkunarglerið sá Tarrant, að rétt neðst á fótstallinn var grafið með hallandi stöfum: Þinn einlæg- ur — Willie. — Þetta er stórkostlegt, sagði Tarrant og leit upp. — En ég er hingað kominn vegna þess, að ég hef mikinn áhuga fyrir þeim hæfi- leikum þínum, sem eru ekki eins fíngerðir. Get ég fengið þig með f þetta starf? Willie hallaði sér upp að bekkn- um 'og neri á sér hökuna: — Ég hef ekkert á móti ykkur, Sir G, en ég þekki ykkar aðferðir. Ég á erfltt með að setja á mig falskt nef og afhenda einhverjum náunga skila- boð í skuggalegri sjoppu f Trfeste eða einhversstaðar annarsstaðar. Sjáðu, hvernig lízt þér á þetta, prinsessa? Hann opnaði skúffu og tók upp úr henni rautt bindi. Það var þegar hnýtt, og hann festi það á sig með grófri lykkju aftan á hálsinum. Framan á bindinu var eftirlíking af demanti á stærð við olfvu, sem var greypt í stórt silfurstykki. — Fallegt, ha? — Er það ekki full æpandi fyrir þig, Willie vinur? — Það á ekki að vera svo lág- vært. Hann glotti. — Það er greypt í sprengiefni. Nógu sterkt til að gera að minnsta kosti gat þar sem læsingin átti að vera. Springur tíu sekúndum eftir að þú hefur skrúf- að steininn úr fætinum. Auðvelt að flytja það með sér, og það er öryggi á bakvið . . . Hann stakk sér ofan í tæknilýs- ingar. Tarrant dró djúpt andann. Svo þau ætluðu að toga f skottið á honum um sinn. Jæja, hann von- aði, að það yrði þess virði. Ef upp- gerð mótmæli hans móti Garvin hefðu haft tilætluð áhrif á Mod- esty; að yfirvinna óbeit hennar gagnvart því að draga Willie með f þetta, varð að taka aukaverkun- um með þögn og þolinmæði. — En við snúum nú aftur að okk- ar gömlu tuggu, sagði hann, þeg- ar Willie þagnaði til að draga and- ann, — er ég viss um, að þú veizt að þetta er ekki venjulegt sendi- sveinastarf. Modesty hlýtur að hafa sagt þér. . . — Modesty er forvitin, sagði hún og starði á eitthvað á bekknum: — Ég hélt, að ég væri eina konan, sem fengi að koma inn í vinnu- stofuna þfna, Willie. Hún benti á varalit, sem lá á bekknum, en snerti hann ekki. — Ég býst við, sagði Tarrant þunglega, — að þetta sé annar ff- dus, kæra vinkona. — Sir G, gamli vinur, þú hefur rétt fyrir þér, sagði Willie, og Tarr- ant gretti sig: — Sjáðu, þú hefur gaman af þessu, Prinsessa. Hann tók lokið af varalitnum, ýtti litnum upp og strauk honum yfir lófa sinn, svo eftir varð rauð Ifna. — Þetta er venjulegt. En ef þú snýrð svona upp á botninn . . . Hann setti lokið á varalitinn, sneri honum við og sneri upp á botnplötuna. Allt f einu heyrðu þau hátt hviss og pappírarnir á teikni- borðinu blöktu. — Þetta var aðeins samanþjapp- að loft, sagði Willie. — En það er eins hægt að hafa þarna táragas — nóg til að leggja mann á sex feta færi. Þetta er liturinn þinn, Prinsessa, ég skal hlaða hann al- mennilega áður en þú ferð. — Það er gott, Willie. Þakka þér fyrir. — Nokkuð fleira? spurði Tarrant mildilega og Willie yggldi sig: — Eg er að vinna f ýmsum hlut- um, Sir G, sagði hann með nokkr- um ofsa, — en ég vil fara að snúa mér að viðskiptunum, ef þér væri sama. — Fyrirgefðu. Tarrant brosti af- sakandi. — Snúum okkur þá að við- skiptunum. Við getum okkur þess til, að við eigum í höggi við Gabrí- el. Viltu taka starfið? Willie settist upp á bekkinn. Nú var honum horfinn allur leikara- skapur: — Svo sannarlega, sagði hann. — Ég er með. Hvað hefurðu getað fundið út um Gabrfel í gegn- um deildina? — Það er lítið. Þangað til fyrir' tfu dögum, var hann í húsinu sínu milli Cannes og Antibes. Nú er hann horfinn. En snekkjan liggur í Haifa með allri áhöfn. Það er að- eins stutt frá Beirut, en þangað koma demantarnir. Willie leit f spurn á Modesty: — Eg myndi segja, að skipulag- ið og stjórnin væru f Suður-Frakk- landi, sagði hún. — Þar hefur ver- ið drepinn einn maður fyrir Sir Gerald, og annar er týndur. Willie kinkaði kolli: — Og nú eru þeir komnir í skjól, hvar sem það er. Ekkert um Borg eða McWhirter eða neinn þeirra, Sir G? — Því miður. Þeir eru ekki einu sinni á skrá hjá okkur. Þú veizt meira um Gabríel heldur en við. — Ekki nóg. Modesty kveikti f sígarettu og renndi pakkanum eft- ir bekknum til Willies: — En við skulum byrja að grafast fyrir um það í Cannes-Antibes nágrenninu. — Það datt mér Ifka í hug. Tarr- ant stakk höndunum f vasann og tók að ganga hægt um gólf: — Ég hef mann þar til að sjá um samböndin — og raunar allt, sem þið viljið kannske láta hann gera. Ég meina allt. Hann er mjög góð- ur. Modesty sagði: — Hvert er skjól- ið hans? — Hann er listamaður með vinnu- stofu í gamla hverfinu í Cannes. Talar reiprennandi frönsku. Móðir hans var amerísk, og hann hefur eytt hálfri ævinni þar, en hann vill heldur vera f Evrópu. Hann hefur tvöfalt þjóðerni og getur gengið fyrir Ameríkana eða Breta eða Frakka — hin fyrri tvö löglega. Ég er viss um, að þið verðið ánægð með Paul Hagan. — Ég er viss. Það var skrýtinn hreimur í rödd Modesty, eins og hún bældi niður í sér hlátur. Tarr- ant leit snöggt upp og skynjaði, að eitthvað hafði farið á milli Mod- esty og Willie, en hún horfði bara á glóðina á sígarettunni sinni og Willie horfði upp í loftið. — Veit Deuxieme Bureau um hann? spurði Modesty. — Það er mergurinn málsins. Við notum hann sameiginlega. Þetta er óvenjuleat fyrirkomulag, en það gengur. Ég hef fengið leyfi frá Léon Vaubois til að nota hann f þetta. Hagan vill fá að haga hlutunum eins og honum sýnist, en ég hef sent honum fyrirmæli um að taka við skipunum frá þér. — Bara hann gieymi því ekki. — Ég er viss um að þú getur rifjað það upp fyrir honum, Mod- esty. Ég hef það á tilfinningunni, að þið eigið mjög vel saman. — Já. Modesty renndi sér niður á gólfið og drap vandlega á sfgar- ettunni í öskubakkanum. Það var stríðnisleg glettni í andliti hennar þegar hún leit á Tarrant: — Ég er nokkuð viss um það, Sir Ger- ald. Framhald á bls. 40. vikan 20. tu. jy

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.