Vikan


Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 18

Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 18
Sumir telja að leiðin vestur Barðastrandasýslu sé ein hin fegursta á landi hér; sú skoðun er þó varla til komin vegna þeirra landkosta sem þar kunna að liggja í augum uppi, en nátt- úrufegurð og busæld hefur jafnan verið ruglað saman á íslandi. Eg hef meir að segja heyrt það eftir manni austan frá Stokks- eyri, að honum fannst jafnvel fegurra þarna vestra en f Flóan- um. Færri þekkja leiðina vestur en ætla mætti, og gæti það ver- ið vegna þess að hún hefur naumast verið í tízku á undanförn- um árum og yfirgnæfandi meirihluti skemmtiferðafólks hefur fremur kosið að þræða hina kunnugu vegi Norðurlands í tíunda eða tólfta sinn, eða þá að bregða sér alla leið austur um öræfin til Austfjarða. Síðan Djúpbáturinn fór að ferja bfla frá ísafirði og inn Djúp, hafa sumarferðir um Vestfjarðakjálkann margfald- azt. Þegar komið er vestur fyrir Gilsfjörð, gerist það hvorttveggja f senn, að landið verður magurt og fagurt og mörgum finnst freistandi að gista f Bjarkarlundi; tjalda f kjarrinu og hafa á- hyggjur af þvf alla nóttina, hvort tjaldið hafi það af, þegar fyllibytturnar vaða á stögin. Sumir gista f skálanum sem er öll- um boðlegur,- þar hefur sú tæknilega fullkomnum átt sér stað, að hægt er að sturta niður úr salernum og er það meira en hægt er að segja um ýmis önnur hótel og greiðasölustaði á lands- byggðinni. H^^egar lagt er upp frá Bjarkarlundi er sannarlega ást^eða að aka ekki of greitt og gefa gaum að umhverfinu. Það er með nokkuð sérstökum hætti þarna,- hvergi man ég eftir lands- lagi og gróðurfari á íslandi sem er nákvæmlega hliðstætt. Gróð- urinn er snöggur en litríkur, fjöllin allsstaðar nálæg, ekki há þarna austurfrá en samt ekkert undirlendi. Og kjarrið gerbreyt- ir yfirbragði landsins, þó ekki sé það nema hnéhátt. Rétt hné- hátt og þar eftir kræklótt. Það bendir til þess að stórvaxnir skóg- ar séu ekki fortaklaust fegurstir. Samt er magur jarðvegur á þessum slóðum, melablómin teygja sig alla leið ofan frá fjalls- eggjum og niður í fjöru og allsstaðar er blessað grjótið nálægt. Sumsstaðar verða valllendisbrekkur sem leiða hugann að sum- árbeit og búsæld og f botni hvers fjarðar er vísast að finna ofur- lítið undirlendi með bergvatnsá, sem liðast um gömul og aflögð engjalönd og það má hérumbil ganga að þvf vísu að bærinn fyrir botni fjarðarins heitir Botn. Það er ómaksins vert að byrja daginn á því að taka á sig smá krók fram að Reykhólum og sjá þann bæ sem eitt sinn var í tölu meiriháttar höfuðbóla á fslandi og er það raunar enn. Bitru- fjörðurinn verður að mestu vaðlar og grynningar við útfiri, samt speglast í honum hnjúkarnir sérkennilegu ofan við Bjarkarlund. Þetta sér maður af þeim stað skógivöxnum sem Barmahlíð nefn- ist og Jón Thoroddsen orti um frægt kvæði sem allir þekkja. Og 10 VIKAN 20. tw. -O- Neðsti og austasti bærinn á Hvallátrum heitir að Sæbóli. Leið- in útá Látrabjarg liggur undir Brunnanúp sem sést í baksýn. Útsýnið frá Reykhólum fram um Breiðafjörð er óviðjafnanlegt og fegurst undir sól að sjá. Þá glamp- ar á Breiðafjörðinn og eyjarnar verða grciniiegar. Þessi mynd er tckin í austurátt frá Reykhólum; i baksýn sjást fjöllin í Saurbænum f Dalasýslu. Hér er það hlíðin mín fríða, Barmahlíðin, sem Jón Thoroddsen orti um, cn í baksýn sjást hnjúk- arnir sérkennilegu ofanvið Bjark- arlund. Einn frægastur bær á leiðinni vest- ur Barðastrandasýslu eru Skógar í Þorskafirði, lengst til hægri á myndinni. Bærinn er svo hrörleg- ur.að hann rennur saman við kjarr- ið og Iyngið I hlíðinni. í baksýn við botn fjarðarins liggur vcgurinn skásneiðinga um svokölluð Tögl og upp á Þorskaf jarðarheiði.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.