Vikan


Vikan - 19.05.1966, Side 19

Vikan - 19.05.1966, Side 19
Á Hvallátrum vildu allir búa fram yfir síðustu alda- mót. í þann tíð voru miklar nytjar af Látrabjargi. Veg- urinn sem tengir Hvallátra við Örlygshöfn, liggur yfir fjallið í baksýn. Hér eru bæirnir á Hvallátrum en grjót I bak og fyr- ir. Þar eru engin ræktunarskilyrði en þó er talið að þar megi hafa þúsund fjár. VE5TII5TR IEVROPII í VETUR VORU TÍU MANNS Á HVALLÁTRUM, EINHVERRI AFSKEKKTUSTU BYGGÐ Á ÍSLANDI. 1920-1926 VORU ÞAR UM 70 MANNS. AÐ NÚLIFANDI KYNSLÖÐ GENGINNI ER EKKI VÍST AÐ NOKKUR VIUI BÚA ÞAR LENGUR. GREIN OG MYNDIR GÍSLI SIGURÐSSON. kannski er þó fallegastur af þessu öllu eyjaklasinn só hinn mikll, sem verður fyrir augum þegar litið er til suðurs með Klofning oq Snæfellsnesfjallgarð í baksýn. Þar ber hver eyjan f aðra svo erf- itt er sundur að greina og fegurst verður þetta að sjá beint und- ir hádegissól. Á Reykhólum eru annars fyrirferðarmeiri ýmsar nýbyggingar, fjárhús og votheysturnar að ógieymdrl nyju kirkj- unni, fremur en minjar um þá fornu frægð staðarins. Þeir hafa tæpast vísitölubú í öllum kotum þarna vestur með fjörðunum; skelfilega eru túnin litil. Samt bregzt ekki að sjá jeppa á hlaðinu og einn ef ekki tvo traktora. Busældln leyn- ir á sér, gæti manni virzt. Svo er Þorskafjörðurinn Ifka að baki svo og einhversstaðar í hlíðinni handan fjarðarins eru Skógar; langt til að sjá rennur kotið alveg saman við lyngbreiðu hlíðanna. Og Reykhólar eru ennþá skammt austurundan eftir langan akst- ur; það miðar ekki langt áleiðis við það að komast fyrir Þorska- f jörðinn. En þarna sem vegurinn krækir fyrir fremstu nýpuna svo hægt sé að komast í nýjan fjörð með Botni f botninum, hangir þar ekki bær f brekkunni og veit fram á Breiðafjörðinn með alla þessa dýrð fyrir daglegt utsyni. Þar heitir að Skalanesi. Ég man ekki vel hvort það var kaupfélagsútibú eða kaupmannaverzlun á þessum bæ, en þar fékkst betri rikklingur en maður á að venj- ast syðra og bóndinn kunni fullkomin skil a öliu eyjakrapínu; hvað af því voru Skáleyjar, Svefneyjar, Hvallátrar og jafnvel sást til Flateyjar ef ég man rétt. En f fjörunni léku sér heimaling- ar tveir í alsælli rósemi þess sem lifir f augnablikinu, án hug- myndar um framtfðina. Annars finnst mér að tvennt skjóti hærra upp kollinum en annað f minningunni um leiðina þarna vestur; annað er Þingmannaheiðin, hitt Vatnsfjörðurinn. Nú þegar vegurinn hefur verið ruddur yfir þessa hrjóstrugu heiði, verður hún ekki lengur sá farartálmi sem hún bersýnilega hefur verið, þegar menn ferð- uðust á hestum eða fótgangandi. Annað eins urðarbæli hef ég varla augum borið, nema ef vera skyldi á flákunum sunnan við Jarlhettur og vestanvert við Bláfellsháls. Það er semsagt eins og Þingmannaheiðin sé nýskriðin undan jökli; þar finnst varla strá nema vandlega sé leitað, varla mosi. En innanum grjótlð falla lækir á stöku stað með þessum sérstaka llt sem verður á leys- ingarvatni, því hér eru enn fannir f lægðum enda þótt á miðju Ásgeir Erlcndsson, bóndi á Hvallátrum og vitavörður á Bjargtöngum, er ckki hann tyllir sér fram á bjargbrúnina likt og lundinn. , .... sumri sé. Satt að segja skil ég tæplega, hvernig menn gátu lofthræaaur, . . . . ■ ■ ^ klöngrazt yfir þessa urð með hesta, stundum klyfiaða, og raun- ar er auðséð að mjög hefur verið seinfarið yfir heiðina fyrlr gangandi menn. Nú stendur til að leggja þann veg niður, sem hér hefur verið lagður og einatt hefur reynzt talsverður farar- tálmi á leiðinni vestur. Á Þlngmannaheiði verður jafnan fyrr ófært af snjólögum en annarsstaðar á þessum slóðum. VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.