Vikan - 19.05.1966, Blaðsíða 20
vestasta
byggðf
Evrópu
Vatnsfjörðurinn; hér skyggir ekkert ó hlý-
lega grænkuna sem kjarrið bregður ó þessa
óbyggð, þar var fyrst höfð veturseta ó íslandi
eftir því sem ritað hefur verið. Ef marka mó sög-
una var það hér, sem Hrafna Flóki hafði vetur-
setu og gætti þess ekki að afla heyja með al-
kunnum afleiðingum. Enda varla von,- þetta er
paradísarstaður ef unnt er að nefna nokkurn
stað ó Islandi því nafni. En búsældin er þó ekki
í beinu hlutfalli við nóttúrufegurðina; fegursti
fjörður ó íslandi er óbyggður með öllu, nema
hvað þar stendur veitingaskóli einn, ógætlega
búinn og til kominn fyrir atbeina Barðstrend-
ingafélagsins að ég hygg.
IVatnsfirði eru engar kafloðnar valllendis-
brekkur eða engjalönd innaf fjarðarbotni.
Kjarrið klæðir allt og þekur bakka vatnsins inní
dalnum; þar standa þeir fró Patreksfirði og öðr-
um plóssum ó Vestfjörðum og veiða sér til gam-
ans um helgar. Vatnsfjörðurinn er þeirra sport-
staður, það er í tízku að renna þangað á sunnu-
dögum og fá sér kaffi í veitingaskálanum líkt
og þegar Reykvíkingar bregða sér austur á Þing-
völl um helgar. Og enn er þetta furðulega ó-
spillt allt saman; ekkert skyggir á alsælu hinn-
ar óbrotnu náttúru á þessum stað, jafnvel lit-
rík tjöldin, sem ferðafólk hefur slegið upp í laut-
um sjást ekki fyrr en að þeim er komið. Vatns-
fjörðurinn er að sjálfsögðu sumarbústaðaland
eins og bezt verður á kosið en vonandi verður
hann látinn í friði. Það eru viðbrigði sem um
munar að koma ofan af grjótflesjunum á Þing-
mannaheiði og beint niður í kjarrið þar sem
reynitré gnæfa uppúr, Ijósgræn og tíguleg. Ein-
kennileg. Einkennileg filviljun ef satt er, að
Flóki skyldi einmitt rata inní þennan fjörð. Nú
hefur þar ugglaust verið fullt af írum fyrir, ef
marka má Benedikt frá Hofteigi, en ef það
skyldi nú vera satt, sem Halldór Laxness innir
að í síðustu bók sinni, þá er sagan um Flóka
einungis skemmtisaga og skáldskapur. En eftir
að hafa komið í Vatnsfjörð verður sagan af
Flóka hugstæð og fegurð staðarins ekki síður.
Maður sér fyrir sér fljúfrið, fossana og kjarr-
ið löngu eftir að komið er útá Barðaströnd og
Flatey á vinstri hönd; síðdegissólin glampar á
barujárnshúsin í þeirri fornfrægu eyjabyggð.
Stundum fannst mér Barðaströndin minna mig á
Eyjafjallasveit: snarbratt fjallið og bæjaröðin á
aðra hlið, sjórinn á hina. Og þarna er farið
framhjá bæjum eins og Brjánslæk og Haga, þar
sem Gestur Oddleifsson hinn spaki er sagður
hafa búið.
Asgeir Jakobsson rithöfundur reitti einhverja
Vestfirðinga til reiði hér í Vikunni á dögunum
með því að segja að hestamennska væri ófram-
kvæmanleg á Vestfjörðum; maður ræki lapp-
irnar alltaf utaní fjöllin sín hvoru megin við
hrossið. Eg get fallizt á að Ásgeir hafi ýkt eitt-
hvað þarna. En úr því að Barðaströndinni slepp-
ir og við tekur fjallvegur sá, er leiðir mann yf-
ir í Patreksfjörð, er allt sem undirléndi heitir úr
sögunni. Og sífellt hækka fjöllin og verða þeim
mun hrikalegri sem vestar dregur. Þetta kem-
ur í Ijós, þegar litið er niður í Patreksfjörð of-
an af þeim leggjarbrjót, allsberum og gróður-
lausum, sem við tekur innaf botni fjarðarins.
eiðin í þá byggð sem vestust er, bæði á ís-
^"landi og í Evrópu allri, liggur sunnanvert við
þennan mikla fjörð. Þá hefur maður Sauðlauks-
dal á vinstri hönd. Þar var fyrst á íslandi reynd
sú leiðindaiðja að pota niður kartöflum, senni-
lega í hvítan foksand, sem nú teygir sig langt
uppí hlíðar. Og einhversstaðar undir sandinum
ættu að leynast leifarnar af honum Ranglát,
þessum sögufræga garði sem Björn í Sauðlauks-
dal lét hlaða. Utar er Örlygshöfn, þokkaleg
byggð í hlýlegum dal sem veit mót norðri; þar
á móti er kauptúnið Vatnseyri. Og þarna hefur
ferðalangurinn tvo kosti og ekkert þar umfram,
meðan hann heldur sig við bílinn: Að snúa við
Hér er Ásgcir vitavörður mcð steininn Júdas, hann
er alltaf sveik f hleðslu og síðar var notaður til afl-
rauna í vcrstöðinni.
f Brunnum, skammt frá Hvallátrum, var útróðra-
staður fram yfir síðustu aldamót. Hér sjást mcrki
um verbúðir og steinbitsgarða. Bæirnir í Hvallátr-
um standa undir fjallinu í baksýn.
2Q VIKAN 20. tbl.