Vikan - 19.05.1966, Qupperneq 24
— Ég fór inn um leið og hún tók að kalla á hjálp, en samt vannst
Þeim tími til að klóra hana. Formaður uppboðsstofunnar og Erivan
uppboðshaldarinn munu veita okkur ákúrur fyrir það.
D’Escrainville þurrkaði svitann af enninu. — Það eru nú minnstu
óþægindin. Við megum prísa okkur sæla, að þeir skyldu ekki kroppa
úr henni augun.
— Það er rétt. Madonna, þessi er sú þverasta, sem ég hef rekizt á
ennþá. Svo lengi sem ég lifi, og hvar sem ég flýt um höfin, mun ég
aldrei gleyma frönsku stúlkunni með grænu augun.
E'ftir þetta hræðilega áfall sætti Angelique sig við refsinguna eftir
beztu getu, og gerði enga tilraun til að hugsa skýrt eða gera uppreisn
gegn örlögum sínum. Samfangar hennar tveir skiptust á talandi augna-
ráði, þegar þeir sáu hana, sem einu sinni var svo stolt, þar sem hún lá
nú auðmjúk klukkustundum saman og starði út í toláinn. Sjóræninginn
vissi, hvernig átti að bæla niður uppreisnarseggi. Hann var maður
með mikla reynslu að baki. nann gat jafnvel látið konu finna stolt í
því að beygja sig undir vilja hans.
Næsta dag kom einn Márinn af Hermesi með tvo feita negra. 1 fyrstu
sýndist Angelique þetta vera karlmenn, því þeir voru i karlmannsfötum
með háan vefjarhött og bjúgsverð við belti, en þegar hún skoðaði þá
nánar, komst hún að þeirri niðurstöðu, að þetta væru miðaldra kerlingar,
því slapandi brjóstin slettust til undir flauelsjökkunum og andlitin
voru skegglaus og hörundið eins og á þurrkaðri ferskju. Sú eldri stillti
sér upp fyrir framan Angelique og sagði með skrækri röddu: — Hamm-
am!
Angelique sneri sér að þeirri armenísku: — Hammam? Er það ekki
persneska og þýðir bað?
— Jú, sagði gamla kerlingin á tyrknesku. Svo benti hún með rauð-
lakkaðri nögl á þá rússnesku. — Bania. Svo benti hún á sjálfa sig.
-— Hammamchi!
— Það þýðir að hann sér um baðið, sagði sú armeniska.
Hún útskýrði, að þetta væru tveir geldingar, sem höfðu komið til
að fara með þær í tyrkneskt bað, þar sem óæskilegur hárvöxtur yrði
tekinn af þeim og þær fengju sómasamleg föt. Hún reif sig upp úr
dvalanum og ræddi í ákafa við þessa tvo ófélegu náunga. Bæði hún og
sú rússneska virtust ánægðar með það, sem fyrir dyrum var.
— Þeir segja, að við getum valið okkur dýrustu fötin á öllum mark-
aðinum og lika gimsteinana. En fyrst verðum við að setja á okkur
blæjur. Geidingarnir segja, að það sé ósiðsamlegt að vera klædd í karl-
mannsföt. Þeir skammast sín fyrir þig.
Geldingarnir færðu fangana þrjá aftur inn í húsið, þar sem þeirra
beið hressing. Það fór hrollur um Angelique, þegar geldingurinn með
rauðu nöglina strauk hár hennar til hliðar og skoðaði á henni bakið.
D'Escrainville markgreifi kom inn meðan þessu fór fram. Geldingur-
inn sagði eitthvað við hann á tyrknesku með alvörubunga.
Sú armeníska hvíslaði: — Hann spyr, hvort d’Escrainville hafi
verið með ölium mjalia, að meðhöndla yður þannig rétt fyrir uppboðið.
Hann segist ekki vera viss um, að hann geti breitt yfir þessar skrámur
fyrir kvöldið.
D’Escrainville svaraði fullum hálsi á sama tungumáli. Geldingurinn
setti stút á varirnar eins og óánægð, gömul kerling og þagnaði.
Augu sjóræningjans voru blóðhlaupin og munnurinn herptur. Flökt-
andi augnaráð hans staðnæmdist ekki á Angelique. E'ftir andartak
stormaði hann aftur út.
Þrælar komu inn með götuklæðnað handa konunum, og Angelique
varð að fara í þykkan, svartan kufl, sem huldi andlit hennar nema
augun, fyrir þeim var hvit grisja. Fyrir utan voru nokkrir tötrum
klæddir götustrákar með söðlaða asna. Sú ameníska útskýrði, að asn-
arnir og föruneytið væri til að sýna hve mikils virði þær væru. Svo
tóku hún og sú rússneska að tala á tyrknesku við geldingana og Ange-
lique var ein með sínar hugsanir.
Eldri geldingurinn virtist fremur viðkunnanlegur og mikil mál-
skrafsskjóða. Hann byrjaði með því að kaupa handa þeim rautt og
grænt hlaup og bjóða þeim, sagði að það væri bragðbætt með asperis
og mintu, en þær ættu ekki að borða of mikið af þessu, áður en þær
færu í bað. Angelique fannst þetta bragðlaust og viðbjóðslegt, og rétti
það einum götustráknum, en negrinn þreif það af honum og sló dreng-
inn með nautakeyri.
Eftir svona margra daga innilokun fannst henni útiloftið sérlega
gott. Stormurinn var liðinn hjá og hafið, sem hún sá endrum og eins
við endann á þröngu strætinu var djúpfjólublátt og sló á það hvitum
blæ. Himinninn var blár og skýlaus og hitinn ekki eins kæfandi og
stundum áður.
Litla fylkingin leið hægt niður eftir götunni, sem var krök af fólki,
þótt þetta væri snemma dags. Niðri við höfnina voru allir kynþættir
Miðjarðarhafsins samankomnir undir gluggalausum veggjum grisku
húsanna, meðfram sundunum og götunum eða leitaði skjóls undir svöl-
unum á litiu, feneysku haliareftirlíkingunum, sem snertust næstum
yfir götunni. Grikkirnir frá fjöllunum og bændurnir úr nágrannahér-
uðunum voru auðþekktir á sínum stuttu, hvítu pilsum, með ber hnén.
Þarna voru Arabakaupmenn í brúnum kuflum með hettur. Hinir fáu
Tyrkir, sem þarna var að sjá, skáru sig úr með stóra gimsteinum prýdda
vefjarhetti og víðáttumiklar pokabuxur, sem voru bundnar með marg-
vöfðum lindum um mitti þeirra. Möltubúar með olívulita húð gengu
við hlið Sardínumanna og ftala, sem hvorir um sig báru sína þjóð-
búninga. Þetta voru smákaupmenn, sem verzluðu á ströndunum. Sú
staðreynd að þeir höíðu sloppið undan sjóræningjum, leyfði þeim að
verzla sem frjálsum mönnum, á sama hátt og Melchior Pannassave hefði
gert, hefðu forlögin verið honum mildari. Þarna voru margir evrópskir
búningar — háir, fjaðurskrýddir hattar og upphá stígvél eða skór með
háum hælum — allt meira eða minna niðurnitt, sem gaf tii kynna,
að þarna væru nýlendustarfsmenn, sem hefðu gleymzt á þessari fjarlægu
eyju. Endrum og eins brá fyrir bankamanni frá Italíu, klæddum í flauel,
með háa strútsfjöður í hattinum og fínum leðurstígvélum. Og með
hundrað metra millibili mættu þau skeggjuðum grísk-katólskum prest-
um í svörtum skikkjum, sem báru á brjóstinu stórt krossmark úr út-
skornum viði, silfri eða gulli.
Sú armeníska bað hvern um sig um blessun og prestarnir veittu hana
annars hugar með því að lyíta upp krossunum.
Þegar kom að bækistöðvum klæðskeranna á markaðinum, keypti
eldri geldingurinn dyngjur af fötum í öllum litum, og skartgripi. Svo
stakk hann upp á því, að þau íæru aftur niður að höfninni. Þau fóru
framhjá hrúgum af döðlum, melónum, vatnsmelónum, appelsínum, sítr-
ónum og fíkjum. Svo kom skógur af möstrum og spjótum í ljós.
Uppi á stórri galeiðu með fána Túnis stóð einhverskonar villimaður
með sítt hár og skegg, klæddur í saumað vesti og há rauð leðurstígvél
og þrumaði eins og sjávarguð. Geldingarnir stöðvuðu asnana til þess
að horfa á þetta og ræða við fangana um fyrirbrigðið. Sú armeníska
var óspör á að þýða fyrir Angelique.
Þannig fræddist Angelique um, að þetta var Daninn Erik Jansen,
sem hafði eytt tuttugu árum meðal Berba. Til þess að bjarga ofhlöðnu
skipinu frá skipreka í storminum nóttina áður, hafði hann orðið að
kasta hluta af íarminum fyrir borð — um það bil hundrað þrælum,
sem hann hafði ætlað með til Albaníu. Nú viðraði gamli víkingurinn reiði
sína, meðan hann fylgdist með sölu hóps þræla, sem höfðu „skemmzt"
í lestinni í storminum. Meiddir menn, konur og börn hálfdauð af ótta,
voru seld fyrir hálfvirði á hafnarbakkanum í Candia, en hann hélt
því skársta af farminum eftir, til seinni tíma! Öheppnin hafði komið
honum í vont skap, og hann öskraði hvað eftir annað til þrælavarð-
anna, að spara nú ekki svipuna.
Aumkunarverður hópur hafði verið settur upp á kassa og tunnur á
Framhald. á bls. 41.
24 VIKAN 20. tbl.