Vikan


Vikan - 19.05.1966, Síða 31

Vikan - 19.05.1966, Síða 31
pér fáið fleiri rakstra með Silver Gillette, en nokkru öðru rakblaði og pegar pað kemur betra blaðr en Silver Gillette, pá verður nafnið Gillette á því. það bezta í rakstri hefur ávalt komið frá Gillette. Silver Gillette er ryðfría rakblaðið,sem gefurstöðuga mýkt og raunverulega langa endingu. S I LV E R STAINLESS BLADES SILVER GILLETTE-GEFUR FLEIRI RAKSTRA EN NOKKURT ANNAÐ BLAÐ. Wöndin hvddi ó óvalri ííxl ungu kon- Otinar. En konan var ekki syfjuð. Hún var ónægð og æst, en um leið hólfhrædd og hrygg. Hún horfði fengi á manninn sem lá sofandi við hlið hennar, hægri kinn hans var sokkin í mjúkan koddann, varirnar aðeins aðskildar, eins og hann ætl- aði að svelgja koddann í sig. Milli persónu sem er glaðvak- andi og sofandi maka hennar er alltaf stórt og ónotalegt bil, sem stækkar með hverri mínútu sem Ifð- ur og fyllist leynd, eyðilegri graf- arkyrrð og einmanaleika. Konan reyndi að sofna, hún lokaði aug- unum og dró djúpt andann. En þeg- ar að hún var rétt að blunda, hrökk hún upp með andfælum við það að mennirnir sem gættu fangans skiptu um vörð við kjallaradyrnar. Rétt eins og að hún hefði aldrei sofnað og aldrei hugsað um neitt annað, snerist hugur hennar að bandingj- anum. Nýi vörðurinn var Zhivan, sá sem þekkt hafði Lazar. Hún fann að það var ekki hávaðinn við varðmanna- skiptin, sem hafði vakið hana, held- ur óp og köll Lazars. Fanginn var að biðja um vatn. — Hver er þarna úti núna? kall- aði fanginn. Það kom ekkert svar. — Ert það þú Zhivan? — Það er rétt. Þegiðu! — Hvernig á ég að þegja, heið- inginn þinn, þegar ég er að farast úr þorsta og hitasótt. Gefðu mér svolítið vatn Zhivan, í guðs nafni, gefðu mér vatn, svo ég deyi ekki eins og villidýr. Zhivan svaraði ekki, lét sem hann heyrði ekki, f þeirri von að Lazar gæfist upp og hætti að grátbiðja um vatn. En maðurinn kallaði aft- ur, röddin var orðin lágvær og hás. — Ef þú getur gert þér í hugar- lund hvernig það er að vera fangi, og líða óþolandi kvalir, þá hlust- aðu á mig, Zhivan, í nafni barna þinna. — Blandaðu ekki börnunum mín- um í þetta. Þú veizt að ég hefi feng- ið mínar skipanir. Þegiðul Þú vek- ur yfirforingjann með þessum há- vaða. — Látum hann vakna. Hann hef- ur engan rétt til að sofa. Hann er verri en Tyrki . . . að drepa mig úr þorsta, til viðbótar við allar kvalirn- ar. Ég bið þig, f guðs nafni, réttu mór svolftinn vatnssopa gegnum rlmlana. Meðan þeir töluðu um þetta fram og aftur, komst konan að því að maðurinn var látinn kveljast af þorsta eftir skipun frá manninum hennar, sem var ákveðinn í þvf að pína hann til að segja til félaga sinna, með þvf að neita honum um svaladrykk. Og Lazar, sem var kvalinn af ó- bærilegum þorsta og eldinum í blóð- inu, fann greinilega einhverja fró- un f þvf að endurtaka þrjózkulega þetta eina orð: Vatn! Hann gat leg- ið kyrr f nokkrar mfnútur, eins og til að sækja í sig veðrið, svo rudd- ust orðin út úr honum. — Ó, Zhivan, Zhivan, megir þú aldrei bragða brauð mitt og sait, að þú skulir geta látið mig kveljast svona voðalega. Gefðu mér krús af vatnil Ó — ó — 61 En Zhivan var hættur að svara honum. — Zhivan, Zhivan, ég brenn! Þögn. Svo kom upp svolítil rönd af þverrandi tungli. Zhivan hafði flutt sig betur út f skuggann og þegar hann sagði eitthvað, var það óskiljanlegt tuldur. Bandinginn var nú farinn að ávarpa yfirforingjann, hárri rödd. — Ó, foringi, hættu að kvelja mig svona að ástæðulausu! Megi brauðið rotna í munni þér. Eftir hverja af þessum upprhópunum, varð þögnin dýpri. En f þögninni heyrðust andvörp bandingjans og hann var Ifka orðinn kærulaus með það sem hann sagði. — Ó — ó — ó, heiðni tíkarsonur. Megir þú drekka blóð mitt til ei- lífðar og aldrei slökkva þorsta þinnl Ég vona að þú kafnir í blóði okkar. Hvar ertu, foringi, sonur úlf- ynjunnar? Þessi síðustu orð reyndi hann að öskra með hálfkæfðri, hjálparvana rödd, eins og hann hefði neytt síð- ustu kraftanna til að renna þeim yfir skrælnaða tunguna. VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.