Vikan


Vikan - 19.05.1966, Qupperneq 33

Vikan - 19.05.1966, Qupperneq 33
Zhivan reyndi einu sinni ennþá að þagga niður í honum, lofaði að hann skyldi ná í foringiann strax um morguninn, og þá yrði honum örugglega gefið vatn, ef hann vildi leysa frá sk|óðunni; hann yrði að vera rólegur þangað til. En Lazar gleymdi þessu eftir nokkur augna- blik og byrjaði að veina aftur. — Zhivan, ég særi þig, í guðs nafni . . . Ég brenn! Vatn! — Vatn! Hann tönnlaðist á þessum orðum, aftur og aftur, eins og barn, rödd- in hækkaði og lækkaði með ójöfn- um andardrætti hans. Unga konan sat á rúmstokknum, skjálfandi og glaðvakandi, eins og hún skynjaði ekki umhverfi sitt eða sinn eigin líkama. Hún var yfir- buguð af einhverjum ótta, einhverju sem hún hafði aldrei áður þekkt, einhverju sem hreif hana með sér og var eitthvað í tengslum við stun- ur og óp fangans og örmagna þreytu og svefns mannsins sem lá við hliðina á henni. Það hafði stundum komið fyrir hana þegar hún var barn og gat ekki sofið, stundum á vorin og haustin, að hún vakti allar næturn- ar og hlustaði eftir hljóðum utan- áð, hávaða í storminum þegar hann hvein í reykháfnum, eða hliði sem ekki var lokað og skelltist alla nótt- ina. Sem barni fannst henni þessi hljóð hafa einhverja sérstaka þýð- ingu, að þetta væri lifandi verur sem væru að berjast móti einhverju, kjökrandi og stynjandi. Hún hugsaði með sér hve dá- samlegt það væri ef hún gæti full- vissað sig um að þessar stunur og óp sem hún heyrði nú, hér í þessu ömurlega þorpi, í sinni eigin hjóna- sæng, væru ekki alvarlegri en næt- urhljóðin sem héldu fyrir henni vöku á æskuárunum, að þetta væri aðeins draumur. En hún heyrði stöðugt erfiðan andardrátt mannsins sem kvaldist af hitaveikinni og sárum þorsta, heyrði orðin sem hann gat með miklum erfiðleikum stunið upp. — Vatn, vatn! . . . Ó — ó — ó! Varðtími Zhivans var á enda og annar tók við. Samt heyrðist band- inginn alltaf grátbiðja um vatn, en hljóðin urðu æ veikari. Unga kon- an sat stöðugt á rúmstokknum, hlustaði eftir hverju hljóði úr kjall- aranum og hugsaði með sér hvern- ig hún ætti að reyna að skilja þetta fólk og líf þess. Allt sem hún vissi um það var að öðru megin var herlögreglan og hinum megin stiga- mennirnir (fórnardýr sömu óham- ingjunnar), sem börðust án misk- unnar. Henni fannst hún vera klemmd milli þessara tveggja afla, pínd til dauða af sorg og meðaumk- un. I marga mánuði hafði mikið ver- ið talað um Lazar í Sokolac. Hún hafði heyrt hryllilegar sögur um grimmd hans, hvernig hann píndi á hryllilegan hátt bændurna, sem ekki vildu hlýða honum. Hann skaut hermennina úr lögregluliðinu, þeg- ar hann náði til þeirra, fletti þá klæðum og skildi þá eftir nakta á götum og troðningum; og nú var hún vitni að því hvernig hermenn- irnir borguðu honum f sömu mynt. Gat þetta haldið þannig áfram? Henni fannst að allt þetta fólk væri að flýta sér að einhverju botn- lausu hyldýpi, þar sem allir týndu lífinu á dimmri nóttu eins og þess- ari, dæmdir til að sjá aldrei birtu næsta dags, farast í blóði og þorsta og ógurlegum hörmungum. Það hvarflaði að henni að vekja bónda sinn, biðja hann um að bægja frá sér þessum ógnum með brosi sínu, og segja að þetta væri aðeins vondur draumur. En hún gat ekki hreyft sig, gat ekki vakið manninn sem svaf, en sat grafkyr á rúmstokknum, rétt eins og maður- inn við hlið hennar væri liðið lík. Hún fór að hugsa um að lesa bæn- irnar, sem henni voru kenndar í æsku, en þær bænir tilheyrðu liðn- um tíma og veittu henni enga ró. Henni fannst sem fanginn í kjall- aranum myndi stynja til eilífðar og maðurinn við hlið hennar aldrei vakna framar. Loksins dagaði. Konan þorði varla að trúa sínum eigin augum, þegar hún sá morgunskímuna læð- ast yfir vegginn, á sama stað og hún hafði horft á geisla morgun- sólarinnar leika sér ávallt áður. Ef hún hlustaði vel gat hún enn- þá heyrt stunur bandingjans, en nú voru þær eins og í fjarska. Blóts- yrðin og svardagarnir heyrðust ekki lengur, aðeins dauft ó — ó — ó — ó, með löngu millibili. Þótt dagsljósið væri óðum að fylla herbergið gat konan • ekki hreyft sig, hún hafði engan mátt til þess. Hún var stirð í öllum limurn, sat á rúmstokknum með hönd undir kinn og tók ekki einu sinni eftir því að maðurinn hennar var vakn- aður. Hann opnaði úthvíld augu sín og horfði á ávallt bak konu sinnar og mjólkurhvítan hálsinn. Á því augnabliki sem svefnmóð- an yfirgaf augu hans, fylltist hann ósegjanlegri gleði sem flæddi yfir hann eins og mjúkar, hlýjar öldur. Hann langaði til að kalla á hana, syngja nafnið hennar, en hætti við. Brosandi reis hann upp við dogg, án þess að gefa frá sér nokkurt hljóð, reisti sig upp á vinstri olbog- ann, tók um axlir hennar með hægri handleggnum og dró hana niður að sér. Konan veitti snögga mótspyrnu, en það var árangurslaust. Henni fannst þetta óvænta og ómótstæði- lega faðmlag óþolandi. Henni fannst það ganga guðlasti næst að yfirgefa svo fljótt og auðveldlega og án allra skýringa ógnir nætur- innar, sem hún hafði upplifað ein í angist sinni. Hana langaði til að halda aftur af honum, segja að það væru til hryllilegir hlutir, sem þau þyrftu að tala um, það væri ekki hægt að gleyma þeim svo auðveldlega. Bitur orð voru komin HARÞURRKA HEIMILANNA EINKAUMBOD: I. GUÐMUNDSSON & CO. H.F. REYKJAVÍK VIKAN 20. tbl. gg

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.