Vikan - 19.05.1966, Page 37
í námabæ, smáþorp, er stóð í
djúpum dal. Þar dvöldum við
nálægt þremur vikum. Á hverj-
um morgni og hverju kvöldi tók-
um við stund til að tína lýsnar
úr fötum okkar. Viðureign okkar
við kvikfénað þennan skelfdi
mig, því við vissum, að hann gat
borið með sér sjúkdóma. Og jafn-
vel tiltölulega meinlitlar plágur
gátu gert útaf við okkur, eins og
málum var nú háttað.
f námubúðum þessum skeðu
furðulegir atburðir. Menn dóu á
hverri nóttu. Þegar maður vakn-
aði á morgnana, gat maður allt
eins búist við því, að sá næsti
við mann væri liðið lík. Nú,
þegar enginn þurfti að leggja
neitt á sig, slöppuðu menn af
og létu eftir sér að deyja. Ég
býst við að þriðjungur okkar
hafi dáið, áður en við komumst
til fangabúðanna við Jalú.
Nokkrir reyndu að flýja. Þeim
var refsað með því að loka þá
inni í grindarbúri, sem var
þriggja feta vítt en mannhæðar-
hátt. Vistin í búri þessu var
hræðileg. Menn urðu að standa
þar þráðbeinir og máttu sig
hvergi hreyfa. Varðmaður gætti
þeirra, og ef fanginn í búrinu
hreyfði sig, ýtti varðmaðurinn
við honum með byssustingnum.
Flestir misstu meðvitund eftir að
hafa staðið í búrinu skamma hríð.
Þeir voru þá látnir jafna sig, en
síðan settir í búrið aftur. Sum-
ir urðu að standa þar í allt
að mánaðartíma.
Lengsti hluti leiðarinnar var
frá námabúðunum og norður að
Jalú. Við sáum fleiri og fleiri
rússneska vörubíla. Kínverjarn-
ir ráku okkur inn í borg eina,
og fólkið skipaði sér í raðir með-
fram götunum til að horfa á
okkur. Við hljótum að hafa litið
út eins og snjómenn eða aðrar
furðukindur £ augum þess, síð-
hærðir og með skegg ofan á
bringu. En það skipti ekki máli.
f útjaðri borðarinnar gengum
við framhjá stóru loftvarnarvígi,
sem mannað var Rússum. Vöru-
bíll hlaðinn rússneskum her-
mönnum, nam staðar á veginum
meðan við fórum hjá. Einn í okk-
ar platónu gat talað rússnesku,
enda fæddur í Rússlandi og hafði
komið til Bandaríkjanna sem
innflytjandi. Hann kallaði til
landa sinna á rússnesku, og þeir
spurðu hver hann væri og hvað-
an. Þeir sögðust vera Rússar og
hlutverk þeirra væri að manna
þetta loftvarnarvígi, og þeir gáfu
okkur nokkra hleifa af svörtu
brauði.
Norður-Kórea er óslétt land.
Vikum saman klifruðum við yfir
fjöll, ég hef ekki hugmynd um
hve mörg. Við höfðum stöðugt
eitt í huga: að komast upp á
næsta fjall. Fætur okkar voru
þá orðnir álíka mjóir og hand-
leggirnir á mér eru nú. Þegar
við nálguðumst hæstu eggina,
var bæn okkar: Bara að það sé
DOM ESTOS
Domestos er sterkt, fjölvirkt, sýklaeyðandi
hreinsiefni. Notkun þess tryggir hreinlæti.
Tvær flöskur af Domestos ættu ávalt að
vera til á hverju heimili. Ein í eldhúsinu—
önnur í baðherberginu.
Domestos
DREPUR ALLA þEKKTA SYKLA
X DOMl/lCE 7152
nú slétta hinum megin. En það
var aldrei nein slétta.
Þann áttunda október — nærri
fimm mánuðum eftir að ég var
tekinn höndum — komum við,
hinir eftirlifandi úr fangahópn-
um, í lítinn dal umluktan háum
fjöllum. í fjarlægari enda hans
voru búðir. Fyrsta datt engum
okkar í hug, að þar væru ákvörð-
unarstaðurinn. Við vorum næst-
um komnir að þeim, er við sá-
um þar nokkra bandaríska her-
menn. Þannig lauk göngu okkar
um fjöll Kóreu.
Það mátti telja rifin í hverjum
einasta okkar. Hné okkar voru
berir kögglar, andlit okkar eins
og á beinagrindum og skegg okk-
ar flókin. Föt okkar voru drusl-
ur, morandi í lús. Við drógumst
inn í búðirnar. Gangan langa
hafði verið okkur ægileg raun,
lamað viðnámsþrótt okkar að
miklu leyti, gert okkur að dýr-
um. Og fleira var í vændum.
Búðir nr. 1 voru í norðvestur-
horni Kóreu, mjög nálægt Jalú-
fljóti. Þær höfðu áður verið kór-
eanskt þorp, og Kínverjarnir létu
okkur setjast að í kofunum, sem
gerðir voru úr þurrkaðri leðju.
Ég var látinn hírast við tíunda
mann í herbergi, sem var tólf
sinnum tólf metrar að flatarmáli.
Það fór fljótlega að kólna, og
Kínverjarnir létu okkur hafa
þessa bláu flokaeihkennisbún-
inga, sem þeir gengu sjálfir í.
Þeir voru mjög hlýir, en við
fengum ekki til skiptanna, og
þegar maðurinn hafði verið í
sömu fötunum allan veturinn og
fram á vor, voru þau orðiri svo
skítug og ólyktin af þeim slík,
að maður þoldi varla við í
þeim.
Framhald [ næsta blaði.
VIKAN 20. tbl. gy