Vikan


Vikan - 19.05.1966, Side 40

Vikan - 19.05.1966, Side 40
s u M A R T f Z K A N 1 9 6 6 Ullarkápur Terrylenekápur LeSurkápur Rúskinnskápur LeSurjakkar Rúskinnsjakkar SjóliSajakkar Pils Hattar Hanzkar Töskur SlæSur Regnhlífar Skartgripir (Sarah Coventry) Nýjar vörur vikulega - Póstsendum Bernharð Laxdal Kjörgaröi Modesty Blaise Framhald af bls. 17. 7. Paul Hagan miðaði vandlega og sveiflaði handleggnum. Keilan þaut í gegnum loftið og rann eftir braut- inni. Hinir leikendurnir muldruðu eitthvað í viðurkenningarskyni. — Ca y est. Hagan safnaði sam- an kúlunum sínum, kvaddi við- stadda með handabandi og gekk út ó heita gangstéttina. Hann skildi kúlurnar eftir hjá konunni, sem rak tabac og gekk framhjá markaðn- um, þar sem allt var á iði, upp að bröttu brekkunni, sem lá upp í gamla hverfið. Hann var grannur en samanrek- inn maður, nær fertugu, aðeins und- ir sex fetum á hæð með rólyndis- leg, vökul augu. Þegar hann talaði ensku var það með ofurlitlum Suð- ur-Ameríku hreim. Hagan hafði tvö markmið: Að mála myndir og lifa hættulega. Karlmenn umgengust hann með nokkurri varúð. Konum gazt vel að honum, líkaði vel þessi óvenjulega blanda af hörku og til- finningasemi, samblandi sjóræn- ingja og listamanns. Eftir fimm mínútna göngu var hann kominn að tveggja hæða hús- inu, þar sem hann hafði þriggja herbergja íbúð á leiðu á efri hæð- inni. Hann gekk upp stigann og leitaði f buxnavasanum að íbúðar- lyklinum. Dyrnar opnuðust beint inn f stóra herbergið sem hann notaði fyrir vinnustofu. Þar var góð birfa og þar voru strigastaflar meðfram öll- um veggjum. Helmingur af her- berginu þjónaði sem borðstofa og ávalt, hjólbeinótt borð, stóð upp við vegginn. Dyr lágu fram í eld- húsið og fjarst út úr vinnustofunni var stuttur gangur, sem lá inn f svefnherbergin tvö og baðherberg- ið. Hagan litaðist um í vinnustof- unni. Þar var allt í óreiðu, hugsaði hann, en allar tilraunir til að taka til voru tímasóun. Maður tók eitt upp og leitaði að öðrum stað til að setja það á. Endirinn varð sá að búið var að umstafla allri óreið- unni. Og staðurinn var þó allavega hreinn. A trönum úti við gluggann stóð fyrirferðarm ikil I, ómálaður strigi. Hann hafði hugsað sér að byrja á nýrri mynd í þesari viku. Formið hafði verið að þróast hið innra með honum, en þaið gat liðið nokkur stund enn, þarigað til af því yrði, hugsaði hann. Hann leit á úrið. Enn þurfti hann að bíða í tvær klukkustundir. Spenn- an sem hann hafði fundið í mag- anum síðustu þrjátfu og sex klukku- stundirnar, Jókst skyndilega, og honum fannst hann vera þurr í kverkunum. Hann fór fram í eldhúsið og tók flösku af kóka kóla út úr fsskápn- um. Hann opnaði hana, hellti svo sem tveim þumlungum af vodka f glas og fyllti það til hálfs af kóka kóla. Drykkurinn var kaldur og sval- andi. Hann litaðist um f eldhúsinu. Nýtt brauð, ávextir, fullt af kjöti f frystinum, mikið úrval af niður- soðnum mat; mjólk, smjör, ostur. Hagan hélt að hann hefði ekki gleymt neinu. Hann fór aftur inn f vinnustofuna með glasið í hendinni og fraus kyrr í sporunum. Ómálaði striginn var horfinn og í stað þess var komið málverk af stúlku á trön- urnar. Hún var nakin, sat ( miðju rúmi með krumpna, fölbláa bóm- ullarábreiðu um sig. Stúlkan var fullkomlega eðlileg. Hún hallaði sér á aðra hliðina og bar fyrir sig höndina; fæturna hafði hún dregið undir sig. Hún sat til hálfs, lá til hálfs. Hún hafði snúið höfðinu lít- ið eitt og horfði beint út úr mynd- inni. Hún hafði svart hár, sem var vafið í hnút í hnakkanum. Andlits- svipurinn var rólegur, dökk augun hlý og gáfuleg. Hörundið var þétt, brjóstin þrýstin og fallega löguð. Axlir hennar voru ef til vill full breiðar af kvenmannsöxlum að vera, en fóru vel á þessum líkama og sveigðust mjúklega upp f frem- ur háan, mjúkan háls. Myndin var ekki alveg fullgerð. Vinstri handleggurinn og höndin, sem hvíldi á öðru lærinu, voru ekki nógu góðar. Oftar en einu sinni hafði Hagan staðið með reiddan pensil til að Ijúka við málverk sitt, en hann hafði alltaf lagt pensil- inn frá sér. Persónuleikinn, sem kom frá stúlkunni, eiginleikarnir, sem hann hafði verið svo áfjáður f að ná, var hve gersamlega ómeðvitandi hún var um nekt sfna. Það var enga feimni að sjá, og þaðan af síður frekju. Hún gæti hafa verið klædd eða ekki; það var eins og hana skipti það engu máli hvort var. Hagan andaði rólega frá sér og lagði glasið til hliðar. Hann hafði ekki augun af málverkinu og sagði: — Gefðu þig fram, hvar sem þú ert. Mjúk röddin kom frá svefnher- bergjaganginum: — Fyrirgefðu. Fyr- irgefðu, að ég skyldi stinga þig af, áður en þú hafðir lokið þvf, Paul. Hann sneri sér við til að horfa á hana og fann gamla æsinginn geys- ast í gegnum líkama sinn. Hún var í hvítri blússu og gráu pilsi; hvort- tveggja látlaust en fallegt. Hár- hnúturinn var lauslega bundinn upp f hnakkann. Skórnir voru nvftir. Hún var klædd eins og þúsund franskar stúlkur myndu klæða sig — ekkl ferðafólkið, heldur íbúarnir. Hagan leit á myndina og síðan aftur á lifandi stúlkuna. Á andlitl hans var ekkert að sjá. — Mér þótti töluvert fyrir því, sagði hann. — Ég var eiginlega hálf miður mfn f fyrstu. Þar til ég komst að því, að stúlkan, sem ég hafði haft félagsskap af þessar vikur f París, var ekki Lucienne Bou- chier — heldur Modesty Blaise. — Og hvernig varð þér þá við? Hnú gekk nær honum um leið og hún spurði og horfði í andlit hans. 4Q VIKAN 20. tbl.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.