Vikan


Vikan - 19.05.1966, Síða 43

Vikan - 19.05.1966, Síða 43
NYTTJ. Diplomat vindill: Glæsilegur mjór vind- ill, sem i einu hefur fínan tóbaksilm og þægilega mildi. Lengd: 130 mm. Danish Whiffs smávindill: Sérstaklega mildur, mjór smávindill, sem er reyktur og virtur víða um lönd, Lengd: 95 mm. 225 SKANDINAVISK TOBAKSKOMPAGNI Leverandor til Det kongelige danske Ho£ urnar þrjár I vandlega lokuðum burðarstólum út til uppboðsstaðarins. Hann stóð á hæð, og úr fjarlægð virtist þetta mikið mannvirki. Þetta var ferköntuð bygging og fyrir öllum inngöngum voru smíðajárns- grindur. Hópurinn fyrir utan var svo þéttur, að fangarnir urðu, undir stjórn geldinganna, að troðast gegnum aragrúann, sem hafði safnazt saman utan um einhverskonar töflu úr fáguðum marmara, en á hana var hörundsdökkur maður með stórt nef að skrifa eitthvað á ítölsku og tyrknesku. Angelique kunni nóg í ítölsku til að skilja það sem á töflunni stóð: Grísk-katólskir Grikkir 50 écus, gull Grísk-katólskir Rússar 100 écus Márar og Tyrkjar 75 écus Ýmiskonar Frakkar 30 écus GENGI 1 Frakki = 3 Márar i Marseilles 1 Englendingur = 6 Márar í Tanta 1 Spánverji = 7 Márar í Agadir 1 Hollendingur = 10 Márar i Livorno eða Genúa Geldingarnir hrintu Angelique áfram og þau komu inn í stóran húsa- garð með bláum flísalögðum stígum. Gullfallegur feneyskur gosbrunnur ólgaði í miðju svæðinu. Hingað náði skarkali borgarinnar ekki, þykkir veggirnir útilokuðu öll óþægileg hljóð, svo verzlunin gæti farið fram í hátíðlegri þögn. Umhverfis svæðið voru útskornar súlur, þaktar býs- antiskum málverkum, eins og teikningar í bók, og stóðu undir svölum, sem voru fyrir utan herbergin, þar sem uppboöin fóru fram. Eldri geldingurinn yfirgaf hópinn þar til að komast að því, í hvaða herbergi þau ættu að fara. Angelique fannst hún varla getað andað undir svona mörgum slæðum. Það var eins og allt gerðist í draumi, eins og einhver vél hefði allt í einu spúð henni úr sér á þröskuldi þessara sala, þar sem mannlegar verur af öllum stærðum og gerðum voru grandskoðaðar með fíknum augum. Hún ýtti blæjunni til hliðar til að ná andanum, en yngri geld- ingurinn gaf henni í flýti merki um að hylja andlitið á ný. Hún lézt ekki skilja hann, og hélt áfram að horfa dapurlega á hina væntanlegu kaupendur — Tyrki, Araba og Evrópumenn — sem gengu yfir húsa- garðinn og hurfu inn í húsið. Allt í einu kom hún auga á Rochat, varakonsúlinn, þar sem hann kom inn í garðinn.' Hann var með sitt venjulega vikuskegg og bar einhver plögg undir handleggnum, Angelique hljóp til hans. — Monsieur Rochat, hvíslaði hún, — hlustið á mig. Eg hef ekki mikinn tima. Þorparinn, vinur yðar, d’Escrainville ætlar að selja mig. Reynið að hjálpa mér, og ég skal alítaf vera yður þakklát. Ég er mjög auðug í Frakklandi. Minnizt þess aðeins, að ég var ekki að gabba yður varðandi þessar hundrað livres, sem ég hét yður. Ég ve!t, að Þér getið ekki gert neitt fyrir mig sjálfur, en getið þér ekki fengið einhverja kristna kaupendur — til dæmis riddarann af Möltu, sem kvað hafa hér mjög mikil áhrif — til að vorkenna mér, vegna þess hvernig fyrir mér er komið? Ég þoli ekki þá tilhugsun, að verða seld einhverjum Múhameðstrúarmanni, og sett i kvennabúr. Segið riddurunum, að ég sé fús til að borga hvaða lausnarfé, sem þeir sjálfir kjósi sér, ef þeir aðeins vinni uppboðið og nái mér úr klóm þessara þorpara. Munu þeir ekki hafa meðaumkun með vesalings kristinni konu? Franski embættismaðurinn lét í fyrstu sem honum væri misboðið, og hafði næstum yfirgefið hana, en róaðist eftir því sem lengra leið fram i ræðu hennar. — Þetta er kannske ekki svo vitlaus hugmynd, sagði hann og klóraði sér í hnakkanum: — Og mjög sennilegt að þetta geti gengið. Yfirmaður þrælahalds Mölturiddaranna, Don José de Almada, Kastilíumaður, er hér i kvöld, og annar hátt settur meðlimur reglunnar, Charles de la Marche, ráðsmaður frá Auvergne, einn af landsmönnum yðar. Ég skal reyna að vekja áhuga þeirra á máli yðar, og ég fæ ekki séð, hvað ætti að koma i veg fyrir að það takist. — Væri það ekki skrýtið, ef meðlimir kristinnar reglu keyptu kven- mann? Rochat ranghvolfdi augunum: — Vesalings barn, það liggur í augum uppi, að þér vitið ekki mikið um þennan stað. Árum saman hefur reglan keypt og selt konur eins og hverja aðra þræla, og enginn hefur nokk- urn tímann fett fingur út í Það. Nú erum við i Austurlöndum, og við skulum ekki heldur gleyma því, að hinir góðu riddarar hafa unnið heit um einlifi, en ekki hreinlífi. Éf til vill hefðu Þeir meiri áhuga fyrir lausnarfé en ambátt til að leika sér að. Reglan þarfnast peninga til að halda úti flotanum. Ég ætla að grafast fyrir um titla yðar, stöðu og auðæfi. Riddararnir eru ævinlega fúsir til að halda uppi vinskap við Frakklandskonung, og ég hef heyrt, að þér hafið verið í ekki svo litlum metum við hirðina, hafið jafnvel verið mjög náinn vinur hans há- göfgi, Lúðvíks XIV. Allt þetta gæti hvatt Þá til að hjálpa yður. —■ Ó, ég þakka yður, Monsieur Rochat. Þér eruð frelsari minn! Hún gleymdi því, hve lítilsmegnugur, óaðlaðandi og órakaður hann var. Hann ætlaði að reyna að gera eitthvað fyrir hana. Hún þrýsti hönd hans í ákafa. Snortinn og vandræðalegur sagði hann: — Mér Þykir vænt um að geta orðið yður að einhverju liði. Ég hef haft áhyggjur af kringumstæð- um yðar, og það er ekkert sem ég gat gert. En reynið að missa ekki vonina. Ungi geldingurinn kom til þeirra eins og skrækjandi fálki, og þreif í handlegginn á Angelique. Rochat flýtti sér í burtu. I skyndilegu reiðikasti yfir þvi, að geldingurinn skyldi voga að leggja svarta hönd á handlegg hennar, snerist Angelique á hæli og gaf honum ærlegan löðrung. Geldingurinn dró sverðið úr sliðrum, en virtist ekki geta ákveðið sig, hvort hann ætti að nota það á svona verðmæta verzl- unarvöru. Hann var ungur og kom frá fjarlægu kvennabúri, þar sem VIKAN 20. tbl. I

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.