Vikan


Vikan - 19.05.1966, Side 44

Vikan - 19.05.1966, Side 44
KONGSBERG úrvals verkfæri! Umbodsmenn á íslandi K.Þorsteinsson & Co.umbods-heildverzlun hann var aðeins notaður til að standa vörð um auðsveipar konur, og englnn hafði nokkurntímann sagt honum, hvað hann ætti að gera við uppreisnargjarnar og sjálfstæðar kvenpersónur. Hann virtist vera að bresta í grát' Þegar eldri geldingurinn heyrði um atvikið, fórnaði hann höndum. Það eina, sem hann vildi, var að losna undan þessari ábyrgð og það í flýti. Sem betur fór fyrir hann, kom d’Escrainville markgreifi rétt i þvi. Geldingarnir tveir sögðu honum, í hvaða vandræðum þeir höfðu lent. Sjóræninginn leit á Angelique og virtist ekki þekkja aftur unga mann- inn, sem hann hafði kynnzt á sjóferðinni. Silkifötin og slæðan juku mjög gildi hennar, með því að gefa til kynna hvílíkt vaxtarlag hún hafði. D’Escrainville beit á jaxlinn. Með annarri hendinni tók hann svo fast um handlegg hennar, að það hafði næstum liðið yfir hana af sárs- auka. — Munið þér, hóra, hvað ég lofaði að gera við yður, ef þér höguðuð yður ekki sæmilega? í kvöld gerið þér annað hvort það sem gelding- arnir segja yður,-eða þér fáið kettina yfir yður aftur. Kettina, skiljið þér það! Svipur hans var svo hræðilegur að Angelique flaug í hug, að hann hlyti að vera djöfullinn sjálfur holdi klæddur. Siðan, þegar einn kaup- andinn kom nær, róaðist hann. Sá nýkomni var vambmikill feneyskur bankamaður, iburðarmikið klæddur í fiaðraskrúð, knipplinga og gullútsaum. — Monsieur d’EscrainviIle, sagði hann með áberandi málhreim; — Gaman að sjá yður aftur. Hvernig líður yður? — Ekki vel. svaraði sjóræninginn og burrkaði svitann af enninu. — Ég hef stöðugan böfuðverk, sem er að gera mig brjálaðan. Hann hverfur ekki, fyrr en ég hef selt þessa stúlku. _________ — Falleg? ■ Wf| — Dæmið sjálfur. Eins og hrossakaupmaður dró hann blæjuna frá andliti hennar. Sá feneyski hvíslaði: — Þér eruð aldeilis heppinn, Monsieur d’Escrainville, hún gefur áreiðanlega gott i aðra hönd, þessi. — Ég býst við því. Ég læt hana ekki fyrir minna en tólf þúsund pjastra. / i Feitt andlit bankamannsins varð skilningssljótt á svipinn, meðan hann reyndi að reikna út, hvort hann hefði efni á að bjóða I þessa vöru eða ekki. — Tólf þúsund pjastrar? Hún er áreiðanlega þess virði. En eruð þér ekki nokkuð um of gráðugur? — Það er fjöldi af söfnurum hér, sem myndu ekki hika við eitt andartak við að borga þá upphæð. 1 raun og veru er ég nú að bíða eftir Riom Mirza, prinsi frá Circassian, vini hins mikla soldáns, sem hefur gefið honum fyrirmælium að kaupa þessa sjaldgæfu perlu, og einnig Shamil Bey, yfirgeldingi Solimans Aga pasja, sem horfir aldrei í verðið, þegar það er annarsvegar að þóknast húsbónda hans. Sá feneyski andvarpaði: Það er erfitt fyrir okkur að keppa við ótæmandi auðæfi Austurlandabúanna. En ég verð með á uppboðinu. Ef ég þekki rétt, verður það ljómandi skemmtun. Gangi yður vel, kæri vinur! Uppboðsherbergið var stór salur. Falleg veggteppi þöktu veggina op; beggja megin meðfram þeim voru austurlenzk hægindi. 1 fjarri enda salarins var pallur og þrep upp á hann. Feneyskir ljósastjakar úr gleri, endurspegluðu í þúsundatali logana, sem þjónarnir höfðu rétt í Þessu kveikt. Salurinn var þegar hálffullur, og þeir sem þar voru, stóðu i áköfum samræðum. Tyrkneskir þjónar með síð yfirskegg og oddhatta, skreytta með gulli og silfri, voru önnum kafnir við að raða kaffibollum og disk- um með sætindum á lág kopar og siifurborð. Aðrir voru að færa reyk- ingarmönnum hinar óumflýjaniegu vatnspípur, og lágt gjálfrið í þeim myndaði undirtón undir háværar samræðurnar. Austurlenzkir búningar voru i miklum meirihluta, og þarna voru um það bil tíu hvítir sjóræningjar í gullbrydduðum buxum og útsaum- uðum skikkjum. Sumir, eins og d’Escrainville markgreifi, höfðu haft svo mikið við að fara í krumpnar túnikur og setja á sig hatta, skreytta með fjöðrum, en með merki eftir skammbyssuskot og sverðshögg. Langar, hollenzkar pípurnar, stungu í stúf við allar vatnspípurnar. EVik Jansen, Daninn, kom með þrjá lífverði frá Túnis og settist við hliðina á gömlum kaupmanni frá Súdan, negra í villimannlegum, afriskum klæðum, sendimanni egypsks kaupmanns, sem sá kvennabúrum I Arabiu, Etiópiu AA VIKAN 20. tbl. og öðrum innríkjum Afriku fyrir kvenfólki. Geldingarnir leiddu konurnar þrjár inn eftir salnum, ýttu þeim upp þrepin á pallinn og aftur eftir honum bak við tjald, sem huldi þær til hálfs, og þar voru hægindi handa þeim að sitja á. Armeníumaðurinn, sem hafði verið að skrifa á töfluna úti fyrir, nálgaðist þau. Þetta var Erivan, uppboðshaldari og siðameistari. Með þó nokkurrl virðingu heilsaði hann Angelique á frönsku og spurði síðan þá armen- ísku, rússnesku og tyrknesku, hvort þær myndu vilja þiggja kaffi eða ávaxtavín til að drepa tímann. Svo tók hann að tala af miklu fjöri við d’Escrainville markgreifa. — Hversvegna viljið þér vefja upp á henni hárið? Getið þér ekkl séð, að það er eins og gullskikkja. — Látið mig um það, sagði Erivan. — Það er alltaf gott að geta komið á óvart. Hann klappaði saman höndunum og tvær þjónustustúlkur komu I Ijós. Eftir fyrirmælum Erivans settu þær upp hárið á Angelique og bundu það upp i hnút, sem þær festu með perluhárnálum í hnakkanum; svo hjúpuðu þær hana í blæjum á ný. Angelique lét þetta viðgangast, en augu hennar leituðu áhyggjufull að Riddaranum af Möltu, sem Rochat hafði ætlað að reyna að nálgast fyrir hana. 1 gegnum rifu á tjaldinu reyndi hún árngurslaust að finna svarta skikkju með hvít.um krossi, meðal allra þessara skrautlegu yfir- hafna. Kaldur svitinn spratt út á enni hennar, þegar henni datt í hug, að Rochat hefði ef til vill ekki getað sannfært þessa íhaldssömu verzl- unarmenn um, að hann væri að segja satt. Uppboðið hófst. Fyrst var boðinn upp Mári, sjómaður. Þögn breiddist yfir salinn, þegar*þessi stórfenglega vera, með bronsgullinn likama, sem hafði verið smurður upp úr ollu til að sterklegir vöðvarnir og goðumlíkur vöxturinn nyti sín betur, steig fram á pallinn. Síðan varð ofurlítill órói I salnum, þegar tveir Mölturiddarar komu inn. Svartar skikkjurnar stóðu aftur af þeim, þegar Þeir skálmuðu inn eftir salnum. Þeir hneigðu sig fyrir ráðamönnum í Konstantínópel, um leið og þeir gengu inn, og héldu síðan áfram upp á pallinn, þar sem þeir tóku að tala við Erivan. Hann benti Þeim á fangana. Angelique reis á fætur, full vonar. Riddararnir tveir hneigðu sig fyrir henni, með hendur á sverðs- hjöltunum. Annar var Spánverji hinn var Frakki, og báðir voru af göfugustu fjölskyldum í Evrópu, því til þess að komast i reglu Möltu- riddarana, urðu þeir að hafa að minnsta kosti fjórskipt skjaldarmerki. Búningar þeirra voru ef til vill nokkuð kauðalegir, en alls ekki óþokka- legir. Hálstau og liningar voru úr feneyskum knipplingum, og silki- sokarnir voru festir upp með silfursokkaböndum og á skónum voru silfursylgjur. — Eruð þér hin aðalsborna franska kona, sem Monsieur Rochat var að segja okkur frá, spurði sá eldri þeirra tveggja, með hvita hárkollu,

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.