Vikan - 19.05.1966, Qupperneq 45
FariS að dæmi Villa.
Víðförla og hefjið ferðina
með því að koma eða hringja
til ZOEGA.
FERDASKRIFSTOFA ZOEGA H.F.
HAFNARSTRÆTI 5. - SÍMAR 2 17 20 & 1 19 64.
Bjóðum yður hagkvæmustu ferðirnar um
víða veröld.
Seljum FARSEÐLA.
Útvegum HÓTELHERBERGI.
Önnumst SKIPULAGNINGU ferða innan
lands og utan.
HÖPFERÐIR EINSTAKLINGSFERÐIR
Fáið glæsilegar ferðaáætlanir okkar.
Ferðir við allra hæfi.
FERÐIZT AHYGGJULAUST
FERÐIZT MEÐ ZOCGA.
sem hefði sómt sér vel 1 Versölum. Hann kynnti sig: — Ég er de la
Marche ráðsmaður, og þetta er Don José de Almada frá Kastilíu, yfir-
maður þrælahalds Mölturiddaranna. Ég tel titla okkar svo vandlega upp
vegna þess, að ég álit, að þér hafið áhuga fyrir þeim. Okkur skilst, að
d’Escrainville markgreifi hafi tekið yður höndum, sú arma skepna,
meðan þér voruð á leið til Krítar, í erindagjörðum fyrir Frakklands-
konung.
1 huganum blessaði Angelique Rochat fyrir að hafa sagt þannig frá.
Hann liaföi gefiö 'henni til kynna, hvernig hún ætti aö fara aö. Hún
lagði áherzlu á persónulegt samband sitt við konunginn sjálfan.nefndi
mikilvægustu kunningja sina, frá Colbert til Madame de Montespan,
minntist á de Montespan hertoga, de Vivonne hertoga, sem hafði lagt
hina konunglegu galeiðu og allan franska Miðjarðarhafsflotann henni
til þjónustu og sagði síðan, hvernig Rescator hefði komið í veg fyrir, að
þeim tækist að ná leiðarenda.
— Aha! Rescator! sögðu riddararnir og litu hvor á annan með píslar-
vættissvip.
Hún hélt áfram með söguna, hvernig hún hefði reynt að halda áfram
ferð sinni eftir beztu getu á litlum seglbát, sem bráðlega hafði fallið
í hendur annars sjóræningja, d’Escrainville markgreifa.
— Þett.a er árangurinn af þessari geigvænlegu óreiðu sem ríkt hefur
á Miðjarðarhafinu, síðan trúleysingjarnir eyðilögðu góða, kristna stjórn,
sagði de la Marche umsjónarmaður.
Báðir kinkuðu þeir kolli, meðan hún sagði frá, og virtust fullkomlega
sannfærðir um sannsögli hennar. Nöfnin, sem hún nefndi frá hirð
Frakklandskonungs, höfðu bægt frá þeim öllum efa.
— Þetta er hörmulegt, sagði Spánverjinn mæðulega. — Þér og Frakk-
landskonungur eiga það skilið, að við björgum yður úr þessum háska.
En við erum því miður ekki lengur ráðamenn á Krít, þótt Tyrkir sýni
okkur nokkra tillitssemi, þar sem við eigum uppboðsstaðinn. Við munum
bjóða á uppboðinu. Ég, sem þrælastjóri reglunnar, hef sjóði á bak við
við mig, sem leyfa þó nokkuð há boð.
D'Escrainville er mjög kröfuharður, sagði de la Marche. — Hann vill
fá að minnsta kosti tólf þúsund pjastra.
— Ég get heitið yður þeirri upphæð tvöfaldri í lausnarfé, sagði
Angelique. — Ég skal selja eignir mínar ef ég þarf þess með, og sömu-
leiðis allar mínar stöður, og ég heiti ykkur því, að ég skal endurgreiða
allt það, sem þið þurfið að leggja fram. Kirkjan mun ekki iðrast þess
að hafa bjargað mér frá svo hörmulegum örlögum. Hugsið ykkur aðeins,
ef ég verð lokuð inni í einhverju tyrknesku kvennabúri, getur enginn,
ekki einu sinni konungur Frakklands, gert neitt fyrir mig.
— Nei, það er því miður rétt. En missið ekki vonina, við gerum okkar
bezta.
Don José var með áhyggjusvip. — Það verður boðið hátt. Riom
Mirza, vinur hins háæruverðuga Soldáns, er i borginni. Soldáninn fól
honum að kaupa hvítan þræl, einstaklega fallegan. Hann hefur þegqr
farið um alla þrælamarkaði í Palermo og jafnvel í Alsír, til að finna
það sem hann vildi fá. Hann flýtti sér hingað um leið og hann heyrði
um frönsku konuna, sem d’Escrainville markgreifi hefði náð á sitt
vald. Það er enginn efi, að himinninn einn setur því takmörk, hvað hann
/■
mun bjóða, ef hann kemst að raun um, að Madame du Plessis sé sú,
sem hann er að leita að.
— Ég hef heyrt, að Shamil Bey og hinn riki arabiski kaupmaður,
Naker Ali, séu hér lika.
Riddararnir tveir viku sér til hliðar til að ræða saman í hvislingum.
Svo komu þeir aftur.
— Við getum farið upp i átján þúsund pjastra, sagði Don José. —
Það er töluvert mikið og hlýtur að yfirbjóða aðalkeppinautana. Þér
getið reitt yður á okkur, Madame.
Henni var nokkur huggun í þessu og þakkaði þeim fyrir með veikri
röddu og horfði á þá hverfa, en í djúpum hjarta síns velti hún því fyrir
sér, hvort þeir hefðu verið svona örlátir, ef þeir hefðu vitað, að hún var
i ónáð hjá konunginum. En hér varð að taka hverju því, sem að hönd-
um bar, í réttri röð. Og þegar húsbóndaval var annars vegar, kaus hún
miklu fremur að vera þræll krossins en hálfmánans.
Meðan riddararnir tveir voru að tala við Angelique, hafði uppboðið
byrjað. Márinn hafði verið seldur ítölskum sjóræningja, Fabrizio Oligi-
ero, sem sjómaður. Til málamynda bauð Don José de Almada gegn
Dananum frá Túnis. Þegar þrællinn sá, að Daninn hafði unnið hann,
féll hann á kné og bað þess að verða ekki dæmdur á galeiðurnar, það
sem eftir væri ævinnar. Hann myndi aldrei framar sjá gráar, vind-
sveipaðar steppurnar heima í Rússlandi. Maltnesku þjónarnir, sem
riddararnir höfðu i uppboðssalnum til að halda uppi reglu, urðu að
leggja hendur á hann til að koma honum á vald hins nýja húsbónda. •
Svo var hópur hvítra barna boðinn upp.
Sú armeníska gróf neglurnar í handlegginn á Angelique. — Sjáið,
þarna uppi við súluna, það er Arminak, bróðir minn.
— Ég hélt að hann væri stúlka, hann er svo málaður.
— Ég sagði yður, að hann væri orðinn geldingur. Þér vitið hversvegna
þeir mála þessa drengi. Ég átti ekki von á að sjá hann hér, en mér
þykir það gott. Það sannar, að hann er mikils virði. Ef einhver reglulega
auðugur kaupir hann, er hann nógu slóttugur til að ná meirihlutanum
af auðæfum húsbónda síns í sínar eigin hendur eftir stundarkorn, ef
maðurinn er nógu heimskur til að gera hann að vesír og trúnaðar-
manni sínum.
Sá gamli súdanski benti með rauðri nögl á drenginn og gerði boð með
ryðgaðri röddu. Tyrkneski landsstjórinn í Candia bauð gegn honum.
Munkur í svörtum kufli, bróðir af Möltureglunni, sem hafði setið milli
riddaranna tveggja, hvíslaði einhverju að Don José. Spánverjinn gaf sig
á tal við tyrkneska landsstjórann, sem beygði höfuð sitt til samþykkis
því, sem sá spænski sagði. Drengirnir byrjuðu að syngja. Þeir hlustuðu
á hvern um sig og völdu fimm úr, þar á meðal bróður þeirrar armen-
ísku.
— Þúsund pjastra fyrir þá aila, sagði hann.
Hörundsljós maður, vafalaust frá Circassian, reis á fætur og hróp-
aði: — Fimmtán hundruð pjastrar!
Sú armeníska hvisiaði að Angelique: — En sú heppni! Þetta er Shamil
Bey, yfirgeldingur Solimans Aga. Ef bróðir minn kemst að í soldáns-
höllinni, verður hann öruggiega auðugur.
— Tvö þúsund, sagði Mölturiddarinn.
öll réttindi áskilin — Oyera Mundi, Paris. Framh. í nassta blaöi.
VIKAK 20. tM.