Vikan


Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 2

Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 2
f í FULLRI flLVÖRU 1 Sundfföt Sólföt Sportfföt Sportskyrtur Sporthúfur Nýjar vörur VANDAÐAR VÖRUR Úrvalið er hjá okkur Andersen & Lauth hf. ff ðtalandi lýfliir" Einn af klerkum dreifbýlisins, sem lesendum Vikunnar er raun- ar að góðu kunnur, hélt á dögun- um erindi í útvarpið og gerði að umtalsefni „hina nýju lágstétt íslands", skrílmennin, sem ekki kynnu einu sinni móðurmálið, hinn ótalandi „cockneylýð“ eins I og mig minnir að hann hafi kom- izt að orði. Þess ber að geta, að Reykjavík er fyrst núna að vaxa úr smábæ, þar sem allir þekkja j alla, í dálítið stærri bæ, þar sem maður þekkir bara suma. Vafa- laust komumst við ekki fremur ! en aðrir undan því lögmáli, að einhverskonar botnfall verður til, sem kalla mætti ómenntaðan skríl, jafnframt því sem borgin stækkar. En ég hygg samt, að presturinn geri of mikið úr þessu og mig grunar að hann hafi til dæmis haft í huga ólæti og drykkjuskap unglinga um hverja hvítasunnu, sem mestan part er til komið vegna þess að skóla- nemendur eru dauðleiðir á stein- runnu fræðslukerfi, sem prestur- inn og hans kynslóð hefur búið þeim. Ég gæti jafnvel trúað því, að minna væri af skríl en við mætti búast eftir vexti Reykja- víkur. Var ekki einhverntíma talað um „Grímsbýlýð“ og hversu stór var Reykjavík þá? Það er í tízku meðal unglinga að nota sérstök orð yfr hlutina og sumir kalla það gæjamál eða jafnvel skrílmál en það er ekki af því að þessir sömu unglingar viti ekki betur; fremur er það kannski uppreisn undan oki mis- heppnaðra skóla. Hvernig var ís- lenzka unglinganna í Reykjavík fyrir svo sem 30 árum, þegar hinn svonefndi „Grímsbýlýður“ var og hét? Var sú danska, sem þá var almennt í munni fólks eitthvað skárri en meira og minna heimatilbúnar slettur ung- linganna í dag. Þessar slettur þeirra eru þó einungis dægur- flugur, sem deyja að morgni og þá koma aðrar í þeirra stað. Mig grunar, að þessi ótalandi skríll, sem presturinn minntist á, sé þrátt fyrir allt betur talandi en unglingar voru í höfuðstað íslands á sama tíma og hann var að alast upp. Mörgum hættir til þess með árunum að mála skratt- ann á vegginn og hneykslast á þeirri kynslóð, sem er í þann veginn að erfa andið. En þeir hinir sömu ættu að minnast þess, !' að hafi unga kynslóðin einhverja alvarlega vankanta, er það vegna þess að sú eldri var ekki fær um að ala hana betur upp. G.S. 2 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.