Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 5
— En hvar verðið þið Tarrant?
— I herbergi, sem veit út að
höfninni í Port Said.
— Og varnarstöðvarnar?
— Allt í lagi með þær. Ein hlust-
ar í aðalstöðvum flughersins hér,
ein á stöðinni í Kýpur og svo er
ein í hæðunum handan við Beirut.
— Það hlýtur að vera nóg.
Þegar þau voru komin út úr
dreifðum úthverfum Kairóborgar,
jók Willie bensíngjöfina. Ljósin á
bílnum, sem elti, voru um tvö
hundruð metra á eftir. Önnur um-
ferð var ekki á veginum.
— Um það bil tuttugu mínútur,
sagði Willie og setti á háu Ijósin.
Þau töluðu ekki meira. Eftir tíu
mínútur, þegar Kairó var aðeins
glampi á himninum fyrir aftan þau,
nálgaðist Chevrolettinn allt í einu.
Willie beið þar til ekki voru nema
fimmtíu metrar á milli bílanna, þá
steig hann bensíngjöfina í botn og
Pontíakkinn stökk áfram.
Hagan hafði kastað af sér tepp-
inu en lét enn ekki á sér kræla í
aftursætinu.
— Geturðu haldið þeim nógu
lengi í burtu? spurði hann.
Modesty leit aftur í til hans og
brosti stuttaralega, en brosið náði
ekki augunum: — Já.
Chevrolettinn nálgaðist aftur.
— Þau skjóta ekki, sagði Hag-
an. — Það er eins og áætlanir þín-
ar ætli að hrífa. Þeir vilja fá ykk-
ur I heilu lagi.
Chevrolettinn bjó sig undir að
fara framúr. Willie beygði inn á
veginn í sveig fyrir hinn bílinn.
Hann hægði á sér. Modesty leit á
úrið. Nú fer það að styttast.
Framundan, þar sem lengst var
greint í háu ökuljósunum, mjákk-
aði vegurinn og fór í beygjum í
gegnum lágt, klettótt holt. Willie
hemlaði mjúklega á miðjum veg-
inum og Chevrolettinn var allt í
einu kominn alveg að þeim og það
vældi í hjólbörðum hans, þegar öku-
maðurinn beitti hemlunum miskunn-
arlaust. Willie skipti niður og gaf
fullt bensín. Chevrolettinn, sem
hafði næstum því numið staðar við
þessa óvæntu hemlun hjá Pontí-
akknum, dróst langt aftur úr þeim.
Willie renndi bílnum í þriðja g(r.
Það tók að bergmála ( klettaveggj-
unum, þegar þau tóku fyrstu beygj-
una. Willie hélt bílnum í þriðja g(r,
en lét hraðann detta niður í fimm-
tíu, fjörutíu, þrjátíu . . .
— Haldið ykkur fast, sagði hann.
Hagan skorðaði sig og Modesty
sneri sér við og hélt í aftursætið.
Pontíakkinn snerti klettavegginn
með brakandi málmhljóði og kast-
aðist frá honum. Hann rann létti-
lega yfir götuna, slóst þar aftur í
klett og hélt áfram. Öðrum megin
lækkaði kletturinn og eftir var að-
eins steinbrún við hliðina á vegin-
um. Willie renndi hjólunum þeim
megin upp á brúnina, svo bíllinn
hallaðist hættulega. Hann rétt
hreyfðist núna.
— Ut, sagði hann og stöðvaði.
Modesty kastaði sér út yfir hurð-
ina og Hagan kom á eftir henni.
Bíllinn rambaði. Willie renndi sér
út á eftir þeim og tók undir b(l-
inn. Hagan kom til hans og þeir
tóku á saman. Pontíakkinn skall yf-
ir á hliðina.
Willie flýtti sér þangað, sem
Modesty stóð á miðjum veginum
og tók í handlegginn á henni. —
Jæja, Prinsessa, sagði hann. — Þá
sjáumst við síðar. Hann lyfti upp
hinni hendinni. Hann sló hana með
olnboganum, rétt fyrir neðan eyr-
að; snöggt högg, en ekki mjög fast.
Höfuð hennar kipptist við, og
hún hné niður. Hann lét hana detta
og hjálpaði henni ekki, og þegar
hún valt um koll, nuddaðist andlit
hennar við veginn.
Hagan fann magann ( sér herp-
ast saman. Allt í einu vissi hann,
hvað það þýddi að vera atvinnu-
maður. Honum gazt ekki að því,
en nú skildi hann það.
Bílljós flöktu um himininn, þeg-
ar Chevrolettinn kom upp á lága
hæðina, um tvö hundruð metrum
fyrir aftan þau, hinum megin við
löngu S-beygjuna. Vélarhljóðið
varð háværara. Ökumaðurinn hafði
skipt niður, til að hafa betra vald
á bílnum í beygjunum.
Willie gekk um þrjú skref frá
Modesty og sagði: — Jæja félagi.
Hann var fast uppi við Hagan,
sneri að honum, hallaði til höfðinu
og rétti fram kjálkann.
Hagan sló fast með hægri hendi.
Hann hitti mjúkt og vel. Willie lypp-
aðist máttvana niður á veginn. Hag-
an sneri sér við og hljóp í áttina
að bílnum. Hann fór framhjá hon-
um og faldi sig bak við klett. Um
leið og hann kastaði sér niður,
komu Ijósin á Chevrolettinum fyrir
beygjuna.
Það vældi æðislega ( hjólbörð-
unum og bdlinn stöðvaðist með
rykk. Karlmaður og kvenmaður
komu út úr aftursætinu. Karlmað-
urinn var með byssu. Hann miðaði
á hrúgöldin á götunni, þegar hún
nálgaðist mjög varlega, fyrst bíl-
inn, sem lá á hliðinni og síðan þau
tvö, sem lágu á götunni. Hún hall-
aði sér yfir Modesty og lyfti augna-
lokinu með þumalfingrinum, svo
sveiflaði hún annarri hendinni og
sló fast með flötum lófanum yfir
meðvitundarlaust andlitið og beið
eftir viðbrögðum.
Hagan langaði til að drepa hana.
— Hún er rotuð, kallaði konan
og gekk að Willie. Hún tók í hár-
ið á honum, lyfti höfðinu og ýtti
upp augnalokinu. — Þessi líka.
Konan stóð upp og hló. Hagan
sá fitukeppaandlit og makka af
Ijósu, lituðu hári.
— I gjafaumbúðum, sagði hún.
— Hérna, Gasparra. Annar maður
kom út úr sætinu við hliðina á öku-
manninum. — Hjálpaðu Borg að
lyfta honum inn, sagði konan og
benti með þumalfingrinum á Willie.
Svo gekk hún að Modesty, renndi
handleggnum undir axlirnar á
henni og hinum undir hnén. Án
þess að reyna nokkuð á sig, rétti
hún úr sér og bar Modesty upp í
bílinn.
Hagan fylgdist með, þegar þau
voru sett aftur í ásamt Borg. Konan
tróðst inn í framsætið hjá öku-
manninum og Gasparro. Hurðum
var skellt og bíllinn tók að hreyf-
ast, og hraðinn jókst mjög ört.
Hagan hvíldi svitastrokið ennið
( höndum sér og tvinnaði saman
blótsyrðum. Eftir stundarkorn reis
hann á fætur og lagði fótgangandi
af stað í áttina að járnbrautartein-
unum, sem lágu ( austur ( áttina
til Bulbeis.
Það voru sex manns í klefan-
um. Hann var sæmilega stór, en
meiri fjölda hefði hann ekki þol-
að.
Gabríel sat bak við einfalt eik-
arborð og sneri bakinu að hv(t-
máluðum skjalaskáp. Borg og frú
Fothergill sátu á langri skipskistu
undir kýrauganu. Borg var með
byssu á hnjánum. Frú Fothergill var
að reykja smávindil.
McWhirter stóð við dyrnar, sveifl-
aði öðrum fætinum ( einu og raul-
aði. Hann horfði af miklum áhuga
á Modesty Blaise og Willie Garvin.
Þau stóðu framan við borðið með
hendurnar fyrir framan sig, hand-
járnaðar. Bæði voru rykuð og illa
til reika. Á kinn konunnar var of-
urlítil möl af veginum, sem hún
hafði fallið á.
Þau voru heppin að kastast al-
veg út úr bílnum, hugsaði McWhirt-
er, en skipti svo um skoðun. Nei,
óheppin . . . Sjálfs sín vegna, að
minnsta kosti.
Á borðinu fyrir framan Gabríel
lágu ýmiss konar hlutir. Tveir mjó-
ir kasthnífar, Colt .32 í hulstri á
mjóu leðurbelti; pakki af sígarett-
um, eldspýtnastokkur og kveikjari;
varalitur og greiða í leðurveski;
peningar og nokkrir lyklar; Iftill
vasaklútur og annar stór.
Gabr(el tók hvern hlut og velti
honum nákvæmlega fyrir sér. Hann
grandskoðaði sígaretturnar. Braut
eina í tvennt og kastaði síðan pakk-
anum til Willies Garvins.
— Takk. Willie greip pakkann
þrátt fyrir handjárnin. — Gæti ég
fengið eld?
Gabríel skoðaði kveikjarann
vandlega og kastaði honum yfir
borðið. — Þú getur reykt seinna,
sagði hann kuldalega. — Ekki hér.
Hann tók upp varalitinn, dró lok-
ið af, lyfti litnum upp, lét hann svo
niður aftur og lokaði. Hann kast-
aði varalitnum til Modesty, síðan
greiðunni og vasaklútnum.
Svo hallaði hann sér aftur á bak
í stólnum og virti fyrir sér fang-
ana tvo. Augasteinarnir voru mjög
litlir, en það var eitt af hinum
sjaldgæfu merkjum um geðshrær-
ingu hjá Gabríel.
— Leitaðu á þeim aftur, sagði
hann.
Borg rétti frú Fothergill byssuna
og reis á fætur. Fyrst sneri hann
sér að Willie Garvin, renndi hönd-
unum niður eftir bringu hans og
þrýsti fast. Hann skoðaði tvöfald-
ar skreiðarnir, renndi síðan hönd-
unum niður eftir baki Willies og
handleggjum. Hann kraup á kné
og strauk varlega niður eftir fót-
unum. Hann lyfti fyrst öðrum fæti
og síðan hinum, og skoðaði undir
skósólana.
Að því loknu reis hann upp aft-
ur og rannsakaði Modesty jafn ná-
kvæmlega. Hún horfði í gegnum
hann eins og hún sæi hann ekki,
meðan hendur hans fitluðu við l(k-
ama hennar.
Framhald á bls. 43.
VIKAN 5