Vikan


Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 41

Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 41
P. S. Parket og Jaspelin gólfdúkur - nýir litir. Einnig linoleum parket-gólfflísar í viðarlíkingu. þér þessi heimagerða saga Svíans firnagóð og hlærð að henni lengi kvölds. Svenska kvalitetsvaror. Manastir í mjúkum kletti. En svo kemur að því, þegar þú hefur engin manastir séð um sinn, og það er drunglegur, regnþrung- inn morgun í Slatni Pjassatsi, og þú ert að velta því fyrir þér, hvað þú eigir nú að gera af þér í dag í svona veðri, að Nikolaí býr yfir einhverju þegar hann kemur í há- degismat. Og að máltíð lokinni opn- ar hann Volguna upp á gátt og þú stígur inn. Og hann ekur upp úr staðnum, inn milli skóga og fjalla, og nemur staðar í litlu rjóðri, rétt utan við veginn. Þaðan liggur stígur upp að fjallinu, sem er hvítt og þverhnípt, og þegar þið komið alveg upp að klettarótun- um, verða fyrir ykkur þrep, höggv- in í hvítan, fremur mjúkan klettinn. Og upp gangið þið, upp í eitt klaustrið enn. Mig minnir það heiti Aladja, og það er lítið annað en skútar, höggn- ir í mjúkan klettinn. Milli þeirra liggja þröng einstígi utan í klett- inum, og allur er staðurinn hinn ó- kleifasti. Óþarfi er líklega að taka það fram, að þarna finnst enginn munkur lengur. Og meðan þið klúkið þarna utan í þverhnípinu brýzt sólin fram milli skýja og allt verður hlýtf og bjart. Þegar þið komið niður aftur, hittið þið konu, sem sýslar um blóm í garðinum sínum, hún á heima í snotru húsi þarna niðri. Hún er með lítinn og fjörugan tíkarhvolp með sér, og á í erfiðleikum með að bægja hon- um frá að troða niður blómin. Kannski ferð þú að leika þér við hvolpinn, sem heitir Dujna, og hann eltir ykkur leikfullur niður eftir stígnum. I leik með ekta Búlgörum. En eftir því sem neðar dregur, verða áður ógreinileg hljóð skýr- ari. Jú, það eru áreiðanlega ein- hverjir að leika sér, hlæja, hrópa og leika á alls oddi. Og Nikolaí beygjr af leið og stefnir gegnum skóginn á hljóðið. Og fyrr en var- ir verður fyrir þér lítil, vistleg krá, og undir hálfþaki situr hópur fólks við hlaðin borð. Hópur kvenna er niðri á hlaðinu í einhvers konar hringleik, hefur hátt og skemmtir sér konunglega. Þú sezt við borð í sólinni frammi á veröndinni og pantar þér bjór, meðan þú fylgist með leiknum. Og fyrr en varir, ertu tekinn með í leikinn, og þótt þú skiljir ekki bofs í því, sem fólkinu fer um munn, finnurðu, að það vill hafa þig með og vill að þú skemmtir þér eins og það og með því. Það fer í margskonar hringleiki, þú þekkir engan þeirra. Finnst sum- ir jafnvel afar barnalegir. Fólkið stendur í tveimur röðum og snýr hvað að öðru, heldur saman hönd- um og myndar göng, með aðra hendina lausa. Einn er eftir, hann á að hlaupa gegnum göngin, hin- ir eiga að reyna að slá í bossann á honum með lausu hendinni. Þetta er ekki spurning um sigur eða tap, aðeins að sjá skringilega tilburði og hlæja. Svo er einn settur á stól og bundið fyrir augun á honum. Síðan kemur einhver úr hópnum og gerir honum eitthvað, klípur í eyr- að á honum eða kyssir hann, bara eitthvað. Svo hleypur gerandinn aftur á sinn stað, áður en bindið er tekið frá augum fórnardýrsins. Og það á að benda á gerandann. Það er hlegið og leikið sér, en þú gengur aftur að borðinu og tekur til við bjórinn. Lohgh lohgh lili lohgh. Fyrr en varir er hópurinn kom- inn upp á veröndina og farinn að dansa í hring, syngjandi sem þér heyrist svona: Lohgh lohgh lilí lohgh, lohgh lilí lohgh, sa tselúf kji í Ijúboff useti e godoff. Og það þýðir: Allir eru búnir undir kassa og ást. Ein stúlkan í hópnum stendur inn í hringnum með klút í höndum, heldur í tvö skástæð hornin á hon- um og skimar um. Svo tekur hún á rás, stefnir á þig, slöngvar klútn- um um hálsinn á þér og teymir þig með honum inn í miðjan hringinn. Þar breiðir hún klútinn á stéttina, krýpur á helminginn á honum og réttir þér kinnina, lokar meira að segja augunum. Þú átt að kyssa gripinn, lagsmaður! Hvað þú að sjálfsögðu gerir, og svo hverfur hún sæl og glöð í 'röð syngjendanna en þú hefur klútinn og verður að finna þér nýjan kossnaut. Þau una sér lengi við þennan leik og hlæja ákaflega, þegar einhver karlmað- urinn vill ekki láta sér nægja kinn- ina og leitar mikið að munninum, en kvenmaðurinn er fastheldinn á kyssitauið. Lohgh lohgh lilí lohgh. Svo kemstu að því, að þetta er verkafólk frá sætindaverksmiðju í Varna, kenndri við Georgi Dimi- troff, þjóðhetju úr síðasta stríði. Þau voru komin fram úr prógramm- inu og gátu valið um: Taka sér frí- dag eða vinna meira og græða meira. Gullkálfurinn varð undir, þau kusu heldur að taka sér frí og fara út í náttúruna að skemmta sér. Svo hætta þau að dansa og leika sér og taka að éta sætindin, sem þau sjálf hafa búið til, og þú, Nik- olaí og Dandsé fáið ykkar skerf, og bjórinn flýtur. Nokkrir karlanna hafa tekið með sér hvítvín í stór- um glerkút og siffona af honurn í glös þeirra, sem smakka vilja. Ef til vill laumast einhverjir til að fá sér fyrir eigin reikning Slivova rak- ia (plómubrennivín) eða Pliska kon- íak eða Mastika (sterkt vín með áberandi mentolbragði), og svo er farið að dansa. Þau eru með Grund- ig segulbandstæki með helztu slög- urunum; hafa gert peru ! Ijósastæði lausa og tengja segulbandstækið upp í það. Og þú færð ekki lengi að sitja, þær búlgörsku vilja að þú skemmtir þér, og þú færð hverja dKUNNUGUB HÉRNA SJ/ÍLFUR VIKAN 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.