Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 34
•a; /
Rolf 3ohansen & Company - Laugaveg 178
áleit hann alls óhæfan til að um-
gangast fólk.
Alec Barr sat einn í stúku hús-
bóndans. Næstum allir reyndu
eitthvað að pota í kálfana. Tveir
atvinnunautabanar sýndu listir
sínar og lokkuðu kálfana frá
hestamönnunum með skikkjum
sínum. Húsbóndinn spennti á sig
leðurhlífar og sýndi liðlegar
hreyfingar með skikkjunni, Tom-
as bróðir hans lék hlutverk pica-
dorsins og sýndi leikni sína með
lensuna.
Kálfarnir stóðu sig vel. Síð-
asta kvígan tók 16 stungur áð-
ur en hún gafst upp. Hún yrði
örugglega sett á til undaneldis.
Ég skil ekki, hugsaði Alec,
hvað það er sem kemur mér til
að vera svona andstyggilega rót-
arlegur? Ég var ófyrirgefanlega
ruddalegur við Don Juan við há-
degisverðinn. Ég býst við því að
þetta sé hálfgerð feimni á ó-
kunnum stað. Mér þætti líka
gaman að sjá einhvern þessara
skrautklæddu drengja, ef þeir
kæmust einhverntíma í kast við
reglulega reiðan fíl .. Hann
nuddaði úlnlið sinn sem var
skemmdur eftir árás fíls, sem
hann hafði orðið að berjast við
með byssuskefti.
Ég þarf að skrifa bækur, ég
þarf að borga reikninga ... Ég
hefi ekki tíma til að láta naut-
in reka hornin í bakhlutann á
mér. Ég man eftir leikkonunni,
sem var að læra þennan leik
og eyðilagði á sér andlitið. Það
var heilmikil vinna að lappa það
saman og ennþá er ekki hægt að
taka af henni nærmyndir, nema
frá vinstri hlið. . . .
Fjandinn hafi þetta allt saman,
hugsaði hann og saup á koníak-
inu.
Nú kom að aðalatriðinu, litla
stúlkan frá Hollywodd, Barbará
Bah-heen átti að sýna listir sín-
ar og berjast við bola. Que tengas
suerte, hvíslaði hann, gangi þér
vel. . ..
Barbara var stórfalleg, þar sem
hún stóð á gulum sandinum á
sviðinu. Fallega lagaður líkami
hennar naut sín vel í þröngum
fötunum. Hún lyfti öxlunum svo
fagurlega löguð brjóstin komu
vel í ljós, stuttjakkinn lyftist
frá bakinu, um leið og hún sveifl-
aði skikkjunni til að egna kvíg-
una. (Kvíguna? Hún hafði að
minnsta kosti nógu stór og hvöss
horn til að rista hana í sundur
frá nafla upp að hálsi).
— Olé Barbará! Olé la senor-
ita americana! Olé la actrix!
brava!
Allir 20 áhorfendur hrópuðu
þegar Barbara stappaði fótun-
um, einn tveir, einn tveir, hetju-
leg eins og Manolete, sem var
dáinn, egnandi kvíguna. (Bar-
bara hafði mikla leikhæfileika
og nú var hún að leika BlóS og
sandur, aðra útgáfu).
— Hæ! Hæ! Hæ! Hæ boli!
Hann heyrði þjálfaða leikkonu-
rödd hennar, eins og hún væri
að kalla orð eftir Hemingway.
Stórkostleg sena. Smellið af!
Þarna kom hin hrausta kvíga.
(Hornin 14 þumlunga löng og
beitt eins og nálar. Örugglega
400 pund á þyngd og full af járn-
spjótum). Barbara sveiflaði
skikkjunni liðlega niður á við,
beygði höfuðið og horfði niður
á fætur sér um leið og kvígan
kom, bölvandi á móti henni.
Blóðið lak úr lensusárunum nið-
ur bóginn og hún þreif með sér
skikkjuna um leið og hún þeytt-
ist framhjá. Svo hristi kálfurinn
af sér skikkjuna og litaðist um
eftir óvini. Og óvinurinn var til
staðar. Grannvaxin og falleg í
þröngum nautabanafötum,
brjóstin svellandi undir hvítri
skyrtunni, hún stóð þarna ein
og óviss.
— Bu-h-h! Þetta sinn var það
kvígan sem öskraði. Gestgjafinn
og bróðir hans hlupu inn á svið-
ið með skikkjur til að leiða at-
hygli kvígunnar að sér, en ekki
nógu fljótt. Barbara hljóp til
að komast að skýlinu, sem nauta-
banar nota stundum til að bjarga
sér á bak við. Hún hrasaði og
féll þegar hún var rétt komin að
því og kvígan var ekki sein á
sér, beygði sig niður og risti
þröngar buxurnar af henni um
leið og hún skreið inn í skýlið.
Bræðurnir lokkuðu kvíguna burt
og Barbara lcomst út af sviðinu.
Hún hafði misst af sér hattinn,
buxurnar voru rifnar og sömu-
leiðis skyrtan. Hún hafði dott-
ið á andlitið, svo hún var skinn-
laus á nefinu og sárið fullt af
sandi. Hún var náföl og svo fór
hún að gráta. Don Juan hljóp til
hennar og vafði rauðri skikkju
utan um hana.
Alec skalf. Hann ákvað, að ef
hún gæti fengið einhver föt til
að komast í heim á hótelið, þá
skyldi hann sjá um það að það
yrði ekkert flamenco æði til
morguns í þetta sinn.
Hann hugsaði með sér að það
væri ekki skárst að klifra upp
tré, þegar verið væri að flýja
undan villidýri, sárast var að
renna niður. Það var löng leið
til borgarinnar, heim á hótelið;
og það var örugglega sniðugast
fyrir hann að reyna að halda sér
saman.... Vr
Feröapistlar frá
Búlgaríu
Framhald af bls. 23.
ferðalagi tröllatrú á honum og
Volgunni, jafnvel þótt útlitið sé
stundum dálítið svart. Og það bæt-
ir um öryggiskenndina, að yzt 1
hverri blindbeygiu er stór spegill,
34 VIKAN