Vikan


Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 7

Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 7
leggja, þá verða þeir látnir vita af því í tíma og geta þá fyrst far- ið að steita görn. Guðjón Sveinsson. Vikan hefur engu við þetta að bæta, en fleiri raddir hafa bor- izt um þetta, sem gefa til kynna að einhverskonar „selstöðukaup- mannaandi" ríki í stað lipurðar. I næsta blaði birtum við annað bréf frá Austfjörðum, þar sem sagt er frá því þegar frúrnar ætluðu að fara að kaupa blóm um borð í strandferðaskipi. HEIMILIÐ GANGI FYRIR . . . Kæri Póstur! Ég hef séð að þú lætur þig ekki muna um að svara bréfum um hin ólíkustu efni, svo að mér datt í hug að leggja fyrir þig vandamál, sem hefur haldið tölu- vert fyrir mér vöku að undan- förnu, þótt þér finnist kannski ekki beint í þínum verkahring að leysa úr því. En hér er þá vandamálið: Ég er gift húsmóðir hér í bæn- um og á þrjú börn 10—15 ára Maðurinn minn hefur sæmileg- ar tekjur, býst ég við, að minnsta kosti eftir því sem gerist. En samt er það svo, að þær hrökkva naumast fyrir brýnustu dagleg- um útgjöldum, og ef við þurfum að standast einhvern aukakostn- að, til dæmis í sambandi við ferðalög, kaup á húsgögnum o.s.frv., þurfa einhverjar auka- tekjur að koma til. Enda er það svo, að maðurinn minn vinnur aukavinnu meira eða minna flesta daga vikunnar og oft um helgar. Mér hefur stundum dott- ið í hug, að ástæðulaust væri að eyða svona miklum tíma í heim- ilið, og að ég gæti aflað veru- legra aukatekna með því að vinna úti sjálf og þannig létt á manninum mínum. En ég er í miklum vafa um hvað þetta snertir. Sumar vinkonur mínar, sem eru líka giftar, vinna úti alla daga og gera heimilisverkin í hjáverkum, og afleiðingin vill verða sú, að heimilisfólkið hitt- ist ekki nema rétt áður en það fer í háttinn og verður með tím- anum að heita má ókunnugt hvað öðru. Og þannig finnst mér að heimili eigi ekki að vera. Það á að vera griðastaður frá erli dagsins, þar sem heimilisfólkið getur slappað af og fundið frið og hvíld. Hvað finnst þér um þetta? Það er hverju orði sannara, að það lífskjaramark, sem flestir nútíma íslendingar hafa sett sér, er það hátt að engin leið er fyr- ir meirihluta þeirra að ná því, nema þeir vinni miklu meira en hægt er á eðlilega löngum vinnu- degi. Af því leiðir vinnuþrælk- unina, sem nú er orðin meirihátt- ar vandamál, og stressíð, sem hún á mikinn þátt í að magna og er ekki minna vandamál. Ég lít svo á málin, að leiði störf hús- móðurinnar utan heimilis til þess, að sjálft heimilið sem slíkt verði svo gott sem að engu, eins og þú talaðir um í sambandi við vinkonur þínar, þá borgi sig bet- ur að húsmóðirin vinni ekki úti, þótt svo að fjöskyldan verði af einhverjum tekjum af þeim sök- um. Það er alveg rétt hjá þér, að heimilið er griðastaður, þar sem fólk getur leitað hælis fyrir ásókn hraða og erils hins dag- lega lífs. Ef það gegnir ekki því hlutverki, er erfitt að sjá til hvers það á að vera. ÞÆR TILBIDJA BOEHM. Kæra Vika! Mig langar að leggja fyrir þig nokkrar spurningar um kvik- myndaleikarann Karl Boehm. Spurningarnar hljóða þannig: 1. Er hann giftur? hverri? 2. Hvar.á hann heima (gata, hverfi, borg og land)? 3. Er hann Þjóðverji? 4. Hvað er hann gamall? 5. Hvaða mál hefur hann (lengd og bredd)? Það væri dásamlegt ef hægt væri að birta mynd af honum þó hann væri giftur. Tvær sem dá hann. P.S. Hvernig er skriftin? — Og enga útúrsnúninga. Karl Boehm er sonur samnefnds hljómsveitarstjóra vð Vínaróper- una, og er því trúlega Austur- ríkismaður. Aðrar upplýsingar um hann höfum við því miður ekki. því svo er sagt af leikara þessum, að honum sé mjög um- liugað að hafa allt, sem viðkem- ur honum persónulega, út af fyr- ir sig. — Skriftin er viðvan- ingsleg. •—bankBtt VIFTAN YFIR ELDAVÉLINA Hreint og hressandi! Þr.V cr gaman að matreið'a í nýtízku eldhúsi, þar sem lottið er hreint og ferskt. Það skapar létta lund, vinnugleði og vellíðan, livetur hug- myndaflugið — og matarlykt og gufa sctjast ekki í r.ýlagt hárið né óhreinka föt og gluggatjöld; málning og heimiUstæki gulna ekki og hreingerningum fækkar. Raunveruleg loftræsting! í.leð Bahco Bankett fáið þér r.-.unverulega loftræstingu, þvi auk þcss að soga að sér og blása út gufu og matarlykt, sér hún um eðlilega og heilnæma endurnýjun andrúmsloftsins í eldhúsinu og næstu herbergjum. Sog- gctan er ein af ástæðunum fyrir vinsældum Bahco Bankett. Hljóð! Þrátt fyrir soggetuna heyrist vc.rla í viftunni. Bahco Bankett er sennilcga hljóðasta viftan á markaðinum. Engin endurnýjun á sium! Athugio sérstaklega, að Bahco Bankett þarfnast cngrar endurnýjunar á lykt- og gufueyðandi síum, sem dofna með tímanum. Bahco Bank- ett hefur engar slíkar, en heldur alltaf fullum afköstum — kostnaðarlaust. Fitusíur úr ryðfriu stá'i! Ec.hcn Bankett heíur hins vegar 2 stórar, varanlegar fitu- síur úr ryðfríu stáli, sem ekki cinungis varna því, að fita setjist innan í útblásturs- stokkinn, hcldur haida viftunni sjálfri hrcinni að innan, þvi að loftið fcr fyrst gcgnum síurnar. Fitusíurnar eru losaðar með cinu handtaki og einfaldlega skolaðar úr heitu vatni stöku sinnum. Rétt vinnuhæð, innbyggt Ijós og rofctr. Bögun Bahco Bankctt skapar óþvingað svigrúm og sýn yfir eldavélina. Innbyggt ljós veitir þægilcga lýsingu og rofarnir fyrir ljós og viftu cru vel og fallega staðsettir. Fa'leg, stlihrein og vönduð — fer alls staðar vol! Bahco Bankctt er tciknuð al' hinum fræga Sigvard Bernadotte, eins og mörg fallegustu heimilistækin í dag, og er sænsk úrvalsframlciðsla frá einum stærstu, reyndustu og nýtizkulegustu loft- ræstitækjaverksmiðjum álfunnar. BAHCO ER BETRl. Þa ð cr einróma álit neytcndasamtaka og reynslustofnana ná- grannaríkjanna, að útblástursviftur einar veiti raunverulega loftræstingu. Hagsýnir húsbyggjendur gera því ráð fyrir útbiástursgati eða sérstökum loftháfi. Þeir, sem endurnýja eldri eldhús, brjóta einfaidlega gat á útvegg cða ónotaðan reykháf. Sú fyrirliöfn margborgar sig. NÝJUNG: Bahco raðstokkar. Við höfum nú á boðstólum létta og sterka, hvíta plaststokka með beygjum og öðru tilheyrandi, sem hver og eiuu getur raðað saman, án minnsta erfiðis cða sérsts.kra verkfæra. Vcljið þvi rétt, veljið viftu, sem veitir raunverulcga loftræstingu og heldur allt- af fullum afköstum — kostnaðarlaust. Veljið BAHCO BANKETT. • • Komið, skrifið eða útfyllið úrklipp- una og fóið allar upplýsingar um Bahco Bankett, stokka, uppsetningu, verð og greiðsluskilmála. SÍMI 24420. SUÐURGÖTU 10. RVÍK. Sendið undirrit. Bahco Bankett myndalista með öllum upplýsingum: Nafn: ...... Heimilisfang: Til Fönix s.f., pósthólf 1421, Reykjavík. VIICAN 7

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.