Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 4
o
buuo;
17. hluti
Eftir Peter 0‘Donalcfl
— Tvöfalt brot. Það var farið
með hann í land fyrir klukkutíma.
McWirter settist á bekkinn, sem
lá meðfram einni hlið klefans. —
Og varamaðurinn varð eftir í Haifa
með botnlangabólgu, sagði hann
tómlátlega. — Getur nokkur í á-
höfninni séð um starf Basilios? Eg
held, að það sé ekki svo sérstakt.
Einhver vélamannanna kannske?
— Enginn, sem ég myndi treysta.
— Eða í áhöfn Kalonides.
— Eg var að gá að því. Nei.
McWhirter fitlaði taugaóstyrkur
við hnakkann á sér: — Þú ert með
þrjá milljónafjórðunga í þessu. Við
verðum að fá mann. Gabríel sneri
sér frá glugganum. Það var rauð
glóð í litlausum augum hans.
— Hvern? spurði hann illskulega.
— Það eru átján klukkustundir til
stefnu. Starfið þarfnast mikillar
hæfni. Það þarfnast tauga. Það
þarfnast úthalds. Það þarfnast
manns, sem er nógu mikið idjót
til að koma að utan, hirða tíu
milljón punda ránsfeng fyrir okkur
og halda að við leyfum honum að
lifa á eftir. Hvern?
McWhirter sat grafkyrr og forð-
aðist augu Gabríels. Dyrnar opnuð-
ust og frú Fothergill kom inn með
ungan Egypta í hvítum fötum.
— Hann er frá Hakim, sagði hún.
— Með skilaboð. Til að afhenda
þér persónulega.
Ungi Egyptinn tók mynd upp úr
vasanum leit á hana og síðan vand-
lega á Gabríel. Hann kinkaði kolli,
stakk myndinni aftur í vasann og
tók upp innsiglað umslag úr inn-
anávasanum.
Gabríel tók umslagið, reif það
upp og tók úr því eina, hvíta, sam-
anbrotna pappírsörk. Eftir langa
stund leit hann upp með tómum
augum og sagði: — Allt í lagi.
Frú Fothergill opnaði dyrnar og
hleypti Egyptanum út. Gabríel gekk
út að glugganum. Hann las bréfið
aftur.
McWhirter ræskti sig: — Varðandi
mann með nægilega styrkar taugar
og nægilega fimann . . . byrjaði
hann en þagnaði þegar Borg sendi
honum viðvörunaraugnaráð.
Þegar Gabríel leit upp á andlit
hans tjáningarlaust, en aldrei þessu
vant vottaði fyrir lit í kíttislegum
kinnunum.
— Við höfum fundið hann, sagði
hann. — Modesty Blaise er að verða
fyrir okkur og hún á manninn.
Willie stóð bak við gluggatjald-
ið á glugganum sínum á annarri
hæð á hótelinu. í gegnum smá rifu
horfði hann á vesturhluta Ezbekeya-
garðsins þar sem kvöldumferðin ið-
aði. Svarti Chevrolettinn var þar
ennþá.
Nokkur fet í burtu lá Modesty á
rúminu og var að fletta frönsku
tízkublaði. Hún Var með hvítt teppi
yfir sér, í svörtum sokkabuxum og
brjóstahaldara. Dyrnar inn í her-
bergi Willies við hliðina voru opn-
ar.
— Nú hafa þau verið þarna í
tvo klukkutíma, sagði Willie. — Þau
hljóta að vera farin að svitna. Held-
irðu, að það sé nokkur möguleiki
að þau komi inn og reyni að taka
okkur?
— Hér? spurði Modesty hugsi og
fletti. — Nei, ekki á hóteli sem er
fullt af fólki. Þeir verða að kippa
í einhverja strengi til að ná okk-
ur út, Willie vinur. Og við verðum
að bíða eftir, að þeir geri það.
Þetta verður allt að líta vel út.
Hvað eru margir í bílnum?
— Fjórir. Einn þeirra er Borg. Ég
veit ekki um hina.
Síminn við rúmið hringdi og hún
tók tólið.
— Já? Löng þögn. — Ó, þú . . . ?
En ég hélt að þér þætti þetta of
lágt, Hakim. Nei, ég hef ekki geng-
ið til fulls frá þessu enn. Önnur
þögn. — í kvöld? Jú ætli það ekki.
Við förum þá af stað eftir tuttugu
mínútur.
Hún lagði frá sér símann og
settist upp. — Hakim heldur, að
hann vilji skipta við okkur, þegar
allt kemur til al.ls. Hann vill að
við hittum hann í Ismailia.
— Þokkalega kippt í strengina,
sagði Willie. Hann tók upp stóra
tösku, lagði hana á rúmið og opn-
aði hana.
— Þá förum við. I beztu sunnu-
dagafötunum. Hann tók að fara úr
skyrtunni.
Modesty sté fram úr rúminu hin-
um megin, kastaði af sér hvítu tepp-
inu og losaði brjóstahaldarann.
Henni flaug í hug, að ef Tarrant
sæi þau núna, myndi hann hneyksl-
ast. Tilhugsunin skemmti henni.
Hún vissi, að ef Willie liti á hana
núna, var það af tilviljun. Leikur-
inn var byrjaður, og í augum Will-
ies var hún ekki lengur kona. Ef
hann liti vísvitandi á líkama henn-
ar, væri það snöggt, athugult
augnaráð, ósjálfráð athugun á
hreyfingum og vöðvaspili, eins og
maður, sem rennir augunum yfir
kappreiðahest. Þetta var alltaf
þannig, meðan leikurinn stóð; og
stundum á eftir, þegar þurfti að
hugsa um sár. A liðnum árum hafði
hún oft hugsað um Willie sjúkan og
særðan — meira að segja var hann
nærri dáinn einu sinni. Og tvisvar
hafði hann hjúkrað henni, mjúk-
lega og fimlega.
Milli þeirra voru engin leyndar-
mál. Paul hafði talað um Willie
eins og hund, sem trítlaði á hæla
henni. Ef til vill var þetta svo. Ef
Willie hefði heyrt það, myndi hann
sennilega hafa glott til samþykk-
is. En hún vissi með bljúgum huga,
án þess að trúa því sjálf, að Willie
myndi samt álíta, að það að fá að
ganga á hælunum á henni, setti
hann höfuð og axlir yfir alla aðra
menn; jafnvel yfir þá, sem höfðu
notið hennar. Einu sinni hafði hún
haft áhyggjur af þessu hugarfari
hans, en ekki lengur. Enginn gat
verið meira en hamingjusamur, cg
Garvin var hamingjusamur.
Hún kastaði brjóstahaldaranum á
rúmið og hallaði sér fram til að
fara í brjóstahaldarann, sem Willie
rétti henni úr töskunni.
Tuttugu mínútum síðar fóru þau
niður stigana. Þau voru klædd eins
og kvöldið áður, þegar Albert Al-
exandrou hafði sett byssuna f
hnakkann á Willie. Opni Pontíakk-
inn stóð í garði hótelsins, ásamt
nokkrum öðrum bílum. Willie sett-
ist við stýrið og hún við hliðina á
honum. Henni fannst gaman að
aka, en Willie var betri ökumað-
ur, og þau þurftu á því bezta að
halda í kvöld.
— Fyrirgefðu, hvað þetta var
löng bið, sagði hún lágt.
Hagan lá á aftursætinu, næstum
falinn af dökku teppi. — Verið vel-
komin, muldraði hann. — Förum við
nú af stað?
— Já. Ismailiavegurinn. Hefur
nokkur verið að snuðra í kringum
bílinn?
— Nei. Er góður staður á Ismail-
iaveginum?
— Hérna megin við Bulbeis, sagði
Willie og þokaði bílnum út á torg-
ið. Stóri, svarti Chevrolettinn var
um fimmtíu metra á eftir þeim,
þegar þau óku umhverfis Ezbekeya-
garðinn.
— Hvernig gekk Tarrant með
egypsku embættismennina? spurði
Modesty.
— Abu-Tahir sá um það, sagði
Hagan úr aftursætinu. — Hann fékk
allt, sem við báðum um, og hátfð-
leg loforð um alla frekari sam-
vinnu, sem hann gæti þurft á að
halda.
4 VIKAN