Vikan


Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 24

Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 24
I FRAMHALDSSAGAN EFTIR SERGANNE QOLON Mulai Xsmail kallaði þegar í stað á pennann sinn, og Colin Paturel lét sækja ritara, granna drenginn, sem aðeins fáeinum mínútum áður hafði hrópað til Colin Paturel og sagt: — Deyðu ekki! Dreptu! Hann var kallaður Jean-Jean, og var frá París — einn af mjög fáum þrælum frá þeirri borg. Colin Paturel las bréfið fyrir honum, það var stilað á hina virðulegu feður heilagrar þrenningar, og þar voru þeir beðnir að stofna til leið- angurs til að leysa þræla í Meknés, sem fram til þessa höfðu ekki átt sér bjargar von. Hann ráðlagði þeim að koma með ríkulegar gjafir til að gieðja konunginn, sérstaklega klukku með gullinni skífu, sem væri tákn sólarinnar. Augu soldánsins glömpuðu. Allt i einu lá honum mikið á að koma sendiboðanum af stað. Piccinino, hinn feneyski gjaldkeri fanganna, dró fjóra dúkata upp úr hinum sameiginlega sjóði og gaf skrifaranum, sem hafði skrifað bréfið til Alis. Síðan var sandi stráð á bréfið og það innsiglað, sett í pyngju sem sendiboðinn átti að bera næst sér undir holhöndinni. Allt i einu dökknaði andlit Mulai Ismails. — Svo þið kallið þá feður hinnar heilögu þrenningar? — Já, herra minn. Þeir hafa helgað sig trúnni og ferðazt um landið til að safna saman smágjöfum frá trúræknu fólki og aflið þannig fjár til að endurkaupa fátæka þræla. En áhyggjur soidánsins voru af öðru tagi: — Þrenningin? spurði hann. — Er það ekki kreddan, sem þið játið — að guð skiptist í þrennt? Það er ekki til nema einn guð. Ég get ekki leyft í mínu riki þorpara, sem trúa slíkri vanhelgunarfirru. — Jæja, við getum þá sent bréfið til endurlausnarfeðranna, sagði Normanninn einfaldlega og leiðrétti utanáskriftina. Að lokum lagði sendiboðinn af stað i skýi af rauðu ryki, og Mulai Ismail hélt áfram að spyrja. — Þið, þessir kristnu menn, segið að það sé faðir sonur og heilagur andi. Þetta er móðgun við eðli guðs. Ég trúi, að Jesús hafi verið orð guðs holdi klætt. Ég trúi að hann hafi verið einn af mestu spámönn- unum, því Kóraninn segir: — Sérhver maður borinn af konu er barn Satans, nema Jesús og móðir hans. En ég trúi ekki, að hann hafi verið guð í mannlegri mynd, því ef ég tryði því.... yrði ég að brenna alla Júða í minu ríki. Hann benti með þumalfingrinum á Samuel Baidoran. Gyðingurinn heyktist saman. Hugur Mulai Ismails var flækja af trúarlegum kennisetningum, sem toguðust á og komu í veg fyrir að hann gæti hugsað skýrt. Flest, sem hann gerði, var undir þeirri tilfinn- ingu, að hans guð væri smáður og hrjáður af vantrú þeirra, sem ekki voru Múhammeðstrúar, og hann, sem yfirmaður hinna rétttrúuðu, yrði að sjá um, að guð hans væri tignaður. Soldáninn andvarpaði þungan: — Mér þætti gaman að ræða trúar- brögðin við þig, Colin Paturel. Hvernig getur nokkur skynsamur mað- ur fundið huggun í trú, sem predikar eilífa útskúfun, sem refsingu fyrir synd? — Ég er enginn guðfræðingur, svaraði Colin Paturel og nagaði væng dúfunnar. — EJi hvað kallið þér gott og illt, herra minn? 1 okkar augum er morð á meðbróður glæpur. — Bjánar! Hvernig getið þið verið svo heimskir að rugla saman veraldlegum hlutum og eilífum sannleik? Illt — hin eina ófyrirgefan- lega synd er að neita hjálpræði sínu því það er að neita sannleikanum. Og þann glæp fremjið þið kristnir menn alla ykkar ævi á hverjum degi. Þið dæmið ykkur sjálfa, og sama er að segja um Júðana, sem voru þó fyrstir til að taka á móti orði guðs. Bæði Júðar og kristnir menn hafa rangsnúið hinum heilögu bókum, Mósebókunum, Sálmum Davíðs og guðspjöllunum, og sett inn í þær það, sem aldrei átti að standa þar. Hvernig getið þið lifað í slíkri villu? Og slíkri synd? Svar- aðu mér, hundkvikindið þitt! — Ég get ekki svarað yður. Ég er aðeins fátækur, normanskur sjó- maður, fæddur í Saint-Valéry-en-Caux. En ég hefði gaman af því, 24 VIKAN að þér töluðuð við Ranaud de Marmondin, riddara af Möltu, sem er mjög vel heima í guðfræði. — Hvar er þessi riddari þinn? Láttu hann koma. — Han er ekki í Meknés Hann fór snemma í morgun með hópnum, sem fór út í eyðimörkina til að sækja möl. Þessi orð rifu Mulai Ismail upp úr trúrækilegum hugsunum. Það tók hann ekki lengri tíma að gera sér Ijóst, að þrælar hans höfðu nú hvílzt í þrjár klukkustundir. — Hvað meina þessir hundar með Því að gleypa I sig leifarnar af borði mínu? þrumaði hann: — Ég bauð þeim hingað til að horfa á þig drepinn, ekki til að hlægja að þeirri auðmýkingu, sem þú hefur vaídið mér. Burt frá augliti mínu, svínið þitt! Ég fyrirgef þér í dag, en á morgun. . .. Gættu Þín á morgun! Og hann lét berja alla frönsku fangana hundrað vandarhögg, fyrir að hafa eytt morgninum í að horfa á Colin Paturel deyja. 20. KAFLI Garðarnir í Meknés voru stórkostlegir. Angelique fór þangað oft, annaðhvort með einhverri af konunum, eða ein í tvíhjóla vagni, sem múldýr drógu og milli gulltjaldanna fyrir vagndyrunum sá hún fegurð blómanna og trjánna og gat slappað af í heitu sólarijósinu, án þess að nokkur sæi hana. En oft á þessum stuttu ferðum óttaðist hún að yfir- geldingurinn hefði undirbúið einhverskonaar stefnumót milli hennar og væntanlegs húsbónda hennar, Þar sem hún uggði minnst að sér. Því Mulai Ismail hafði eins og starfsbróðir hans, Lúðvik XIV, gaman af að ganga um garðana sína. Honum þótti einnig gaman að fylgjast persónulega með framkvæmd þeirra verka, sem verið var að vinna. Það var oftast nær hægt að hitta á hann í góðu skapi á þessháttar göngu- ferðum, sérstaklega, ef svo vildi til að hann væri með eitt af yngstu börnunum með sér eða þá að strjúka einum af köttunum sínum, þar sem hann skálmaði eftir skuggsælum göngustígunum, á undan hópi helztu tignarmanna hirðarinnar. Allir vissu að Þá var heppilegast að biðja hann ásjár, þvi Mulai Ismail leyfði sér aldrei að verða reiður á þessum gönguferðum, af ótta við að valda litla barninu geðshræringu, eða þá ietilegum kettinum, sem hann var að strjúka. Gagnvart börnum og skepnum átti hann blíðu og varkárni, sem allir tóku eftir á sama hátt og þeir veittu þvi athygli, hve hann var óþolandi hrottafenginn og miskunnarlaus gagnvart meðbræðrum sínum. Garðarnir og hallirnar voru fullar af sjaldgæfum dýrum. Allar teg- undir af köttum voru um allar trissur — undir blómunum, innan um trén, á gangstígunum — og soldáninn hafði til þess heilan her af þjónum til að hugsa um útlit þessara gráu, hvítu, svörtu og bröndóttu katta. Hér voru kettirnir ekki þjálfaðir til að standa vörð um þrælana eða hirzlur mikilla verðmæta eins og í Austurlöndum. Kettirnir voru dáðir vegna þeirra sjálfra og Það gerði þá gælna og tamda. Það var hugsað vel um allar skepnur Mulai Ismails. Næst köttunum unni hann hest- unum sínum, og þeir voru geymdir í stórkostlegum hesthúsum gerðum úr marmara, og þar voru gosbrunnar og trog úr grænu og bláu mosaiki. Og niðri við eina tjörnina voru bleikir flamingóar, ibisar og peli- kanar og reigðu sig þar hver í kapp við annann án minnstu hlédrægni. Á köflum var gróðurinn svo þéttur og fyrirkomulag olívutrjánna og eucalyptustrjánna svo snilldarlegt, að það var engu likara en stórum frumskógi, og gat komið konunum til að gleyma, að þær voru raun- verulega í fangelsi, múraðar inni bak við ókleifa veggi. Venjulega voru geldingar í fylgd með konunum á þessum ferð- um, þvi þrátt fyrir háa veggina var margskonar fólk á ferli innan í sambandi við byggingarframkveemdimar. Aðeins þröngu stígarnir og litlu gosbrunnarnir og eleanderrunnarnir voru til frjálsra umráða fyrir konurnar. Morgun nokkurn vildi Angelique fá að heimsækja dvergfílinn og vonaðist þannig til að rekast á Savary, sem var aðallíflæknir þessarar

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.