Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 15
\
-á p—
L. %
Stjörnublik
Tcmpó-hljómsvcitin nýtur sí-
vaxandi vinsælda, enda er allt-
af fullt hús og mikil stemm-
ing þar sem þcir koma fram.
Við spurðum unga stúlku,
hvers vegna þeir væru svona
vinsælir og hún sagði: „Þeir
eru alltaf með nýjustu lögin
og alltaf í stuði. Og svo eru
þeir svo sætir og smart...“!
Gautar frá Siglufirði hafa um
langt árahil verið vinsælust
hljómsveita norðanlands, en
sfðan Ragnar Páll, gítarleikari
þeirra, réðst til Ragnars Bjarna-
sonar á Sögu hafa þeir vart
borið sitt barr. Nú eru þeir
aftur að ná sér á strik sem
um munar. Þeir cru nú sex
og hafa krækt sér í Gerhard
Schmldt, sem leikur á öll hljóð-
færi cn þó aðallega trompet.
Gcrhard var áður prófessor við
Mendelsohn tónlistaakademi-
una í Leipzig, en hefur nú öðl-
azt íslcnzkan ríkishorgararétt
og heitir þar með Geirharður
Valtýsson. Hann er skólastjóri
Tónlistarskólans á Siglufirði,
stjórnandi Karlakórsins Visis,
lúðrasveitarinnar og kirkju-
kórsins á staðnum. Söngvarar
mcð Gautum eru Baldvin Jú!i-
usson og Guðmundur Þorláks-
son, cn þeir syngja báðir með
karlakórnum Vísi. Við spáum
því að Gautar eigl eftir að
láta mikið að sér kveða á næst-
unni, þvi að þar cr vallnn mað-
ur i hverju rúmi... Engin
hljómplata hefur sclzt cins vel
á Siglufirði og lagið „Á sjó“.
Ástæðan er augljós: Söngvarinn
Þorvaldur Halldórsson og tcxta-
höfundurinn, Ólafur Ragnars-
son, cru báðlr Siglfirðlngar ...
Von er á nýju lagi frá Þorvaldi
innan skamms. Það er eftir
hann sjálfan ... Tekur Sigtún
við af Lidó sem skcmmtistað-
ur unga fólksins ... ? Jcnka
danslnn vinsælastur á Hótel
Sögu... Dúmbóarnir eru að
hugsa um að hafa fataskipti.. .
Hljómsvcit Ólafs Gauks í Lidó
er hin athyglisverðasta...
Gunnar og Rúnar f Hljómum
voru að þvf spurðir f samtali
við Mbl. fyrir tveimur árum,
hvort þeir ætluðu að láta klippa
sig. Þeir sögðu: „Nei, við ætl-
um að halda áfram að safna
hári, þar til við getum vafið
það upp í kefli. Kannski setj-
um við líka fléttu í hnakkann
og látum hana snúast eins og
rcllu“!
V_____________________/
The Searchers ósamt Karli Karlssyni fyrir framan HljóSfærahús Reykjavíkur. Karl annast innkaup fyrir HljóS-
færahúsiS og sér um, aS aldrei vanti Searchers plötur í hillurnar.
Hvai verðir nf nm The
Searchers?
UM svipað leyti og nýj asta lag The Searchers „Take
It Or Leave It“ sigldi hraðbyri upp eftir vinsælda-
listanum í Bretlandi, tilkynnti trommuleikari þeirra,
Chris Curtis, að hann hygðist hætta hljóðfæraleik. Þessi
fregn vakti að vonum nokkra athygli, því að Chris hefur
verið aðalsprauta hljómsveitarinnar, hljómsveitarstjóri,
lagasmiður og söngvari. Chris tók þá ákvörðun að draga
sig í hlé skömmu eftir hljómleikaferð, sem hljómsveit
hans fór til Ástralíu ásamt The Rolling Stones.
— Ástæðan var einungis ofþreyta, segir Chris. Þetta
byrjaði allt á ferðalagi okkar um Ástralíu og ekki batn-
aði það, þegar við komum til Filippseyja. Hitinn var
hræðilegur og ég fékk aðkenningu af bólusótt, þótt
ég hefði látið bólusetia mig. áður en ég hélt af stað.
En ég hélt áfram að leika með hljómsveitinni, þótt ég
væri fársjúkur.
— Þegar ég kom heim í marzbyriun leitaði ég til
læknis. Hann skipaði mér að taka mér hvíld. Hljóm-
sveitin varð sér strax úti um annan trommuleikara og
réð John Blunt í minn stað til revnslu.
— Ég hef enga hugmynd um það, hvenær ég verð
það hress að ég geti aftur snúið mér að hlióðfæraleikn-
um eða hvort ég muni nokkurn tíma aftur leika með
The Searchers. Þetta er góð hljómsveit og ég hef verið
með allt frá byrjun — sex ár.
— En það þarf sterkar taugar til að standa í sviðs-
liósinu. Það er óskapleg áreynsla að þurfa að horfast
í augu við alla þessa skrækiandi áhangendur sína kvöld
eftir kvöld. Nú þrái ég ekkert meira en ró og næði.
The Searchers hafa verið í fremstu röð brezkra hlióm-
sveita í sex ár. Þeir voru komnir á kreik, áður en Bítl-
arnir hófu að leika saman, en Georg Harrison hefur látið
svo um mælt, að The Searchers séu eftirlætishljómsveit
Bítlanna. Báðar eru þessar hliómsveitir á svipaðri bylgju-
lengd hvað músiksmekk viðvíkur. en þó hafa The Sear-
chers haft betri söngkröftum á að skipa.
Þetta er í annað skipti að mannaskipti verða hjá The
Searchers. Skömmu áður en hliómsveitin kom hingað
til lands, hætti leikarinn Tony Jackson, en í hans stað
kom Frank Allen, sem áður lék með Cliff Bennett og
The Rebel Rousers.
Hið nýia lag The Searchers „Take It Or Leave It“ er
þegar orðið mjög vinsælt hér. Lagið er eftir Rollingana
Mikka Jagger og Keith Richard — og er raunar einnig
að finna á hinni nýju hæggengu hljómplötu þeirra. The
Searchers leika á plötur fyrir hljómplötufyrirtækið PYE,
en umboð hérlendis hefur Hljóðfærahús Reykjavíkur.
Að sögn forráðamanna Hljóðfærahússins hefur hver
sendingin eftir aðra með hljómplötum The Searchers
horfið jafnóðum eins og dögg fyrir sólu og sýnir þetta
ljóst, að þeir eiga marga aðdáendur hér.
>|\0
VIKAN
EFTIR EYRANU
SklPHOLTl 33
REYKUAVÍK
Kæri þáttur!
Gætuð þið þarna á Vikunni ekki birt mynd af
hljómsveit Ingimars Eydals og sérstaklega söngvur-
unum. Með fyrirfram þökk. S.S.
Við höfum nýlega verið fyrir norðan og birtum á
næstunni greinar um ýmsar hljómsveitir þar um
slóðir — þar á ineðal um Ingimar og hljómsveit
hans og hljómsveitina Storma frá Siglufirði.
Kæri þáttur!
Það er ánægjulegt, að þessi þáttur er byrjaður.
Margt er ég ánægður með, t d. kosninguna, en þessi
ráð handa byrjendum eru harla lítils virði. Meira
mætti vera af ljósmyndum af íslenzkum hljómsveit-
um. Hvernig er það, ef ég sendi ykkur nokkrar
ljósmyndir, fengi ég þær aftur? Gaman væri að fá
meira af nýbreytni, t.d. skrifa í hverjum þætti um
eina hljómsveit og gefa henni ákveðin stig eftir
verðleikum. Einnig er alltaf gaman að fá viðtöl við
hljómsveitarmenn. Ég óska þessum þætti góðs geng-
is og vona að hann hætti ekki fljótlega, eins og svo
margir svona þættir gera. — Baldur Hjaltason, Heið-
mörk v/Háaleitisbraut, Hvík.
Við þökkum ábendingar þínar, Baldur. Við eruin
þér sammála um, að meira mætti vera af ljósmynd-
um af íslenzkum hljóinsveituni í þessum þætti, en
gallinn er bara sá. að erfitt er um vik oft og tíð-
um að nálgast myndir. Þetta á einkum við um liljóm-
sveitir úti á landsbyggðinni. Eins og við höfum
margsinnis bent á, eru slíkar myndir þegnar með
þökkum og við munum endursenda þær, sé þess
óskað. Við þykjumst sannfærðir um. að ráðlegg-
ingar í gíte.r- og trommuspili hafi komið mörgum
að góðu haldi, en bað er líka vandi að velja efni
svo að það sé við allra hæfi.
Kæra Vika!
Við erum hér tveir strákar, sem langar að læra á
rhythma og bassagítar, en getur þú bent okkur á
einhvern, sem kennir á þessi hljóðfæri og sagt okk-
ur, hvað það muni kosta að ,fara í tíma. Þarf mað-
ur að vera músikalskur til að læra þetta? Er ekki
nóg að vera með venjulega gítara? — Með fyrirfram
þökk. Tveir áhugasamir.
I>ví miður getum við ekki bent þér á neinn einstak-
an kennara í gítarspili. Þeir eru sjálfsagt margir og
við viljum ekki eiga á liættu að sleppa einhverjum
lir. Hins vegar er hendi næst að spyrja þá, sem
Framhald á bls. 49.
VIKAN 15