Vikan


Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 29

Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 29
þótt þú talir nú ekki beint frá hjartanu, sagði Alec og klappaði saman höndunum, til að biðja um reikninginn. Stór gljáandi Jagúar beið fyrir framan hótelið, þegar Alec og Barbara komu niður. Einkenn- isklæddur bílstjórinn snerti húfu- derið. — Buenos dias, senorita, sagði hann. — Senor, sagði hann svo og hneigði sig í áttina að Alec. — Don Juan sendir kveðju, og hann er leiður yfir því að hann gat ekki komið sjálfur. — Snotur bíll, sagði Alec og strauk rautt áklæðið. — Það hlýt- ur að hafa kostað morð fjár að ná honum inn í landið. Ég er bara hissa á að þetta skuli ekki vera Mercedes eða Rolls. — Láttu nú ekki svona, reyndu að vera svolítið notaleg- ur og í guðs bænum talaðu ensku. Juan er mjög stoltur af ensk- unni sinni. Vertu ekki að sletta spænsku til að breiða yfir það að þú ert í tweedfötum en ekki í traje corto. — Ég er í tweed-fötum, vegna þess að ég á ekki traces cortos, sagði Alec hógværlega. — Ég ætla ekki að berjast við neinar beljur í dag með hinu fólkinu. En þegar talað er um traces cort- os, verð ég að segja að þú lítur stórkostlega vel út í þínum. Hún var líka falleg í þessum sveitafatnaði með barðastóran hatt tylltan á ljóst hárið, sem hún hafði vafið upp í hnút. Skyrtu- kraginn var stífaður og snyrtileg- ur og endarnir á svartri slaufunni héngu yfir skyrtubrjóstið og þar utan yfir var grár stuttjakki. Svartur lindi hélt þröngum, röndóttum buxunum uppi. Þær náðu rétt niður á kálfann, þar sem þær mættu lághæluðum stígvélunum. — Hvenær keyptirðu allan þennan útbúnað? spurði Alec. — Daginn eftir að ég kom hér, sagði hún. — Maður veit aldrei nema að einhver elskulegur ná- ungi bjóði manni á tienta. Ég færi aldrei á slíka staði klædd í tweed. Juanillo hefur lofað því að kenna mér að berjast við naut, og það er ekki hægt að gera í pilsi eða kjól. — Olé, fyrir hinni heilögu móður, sagði Alec, og sá það á hreyfingum bílstjórans að honum var ekkert um hann. Leiðin gegnum flata hveiti- akrana var frekar leiðinleg og rykið afskaplega mikið. Þetta Andalusíulandslag var eiginlega alveg eins og Norður-Afríka, hugsaði Alec. Þetta hentaði eink- ar vel fyrir nautgripi, úlfalda og asna. Sól, klettar og lítið vatn gera það að verkum að naut- gripirnir eigra um, verða sterk- ir við að leita sér að vatni og alltaf er einhversstaðar vin. Þessi vin var svolítið sérstök. Allt í einu opnaðist eins og grænt eyland. Vegurinn mjókk- aði, bílstjórinn opnaði hlið, ók bílnum í gegn og lokaði' svo hlið- inu aftur. Stórar nautahjarðir komu í ljós á beitilandinu og loksins var allt orðið grænt og vegurinn bryddur með jurtapott- um. Þegar nær búgarðinum kom var allt þakið í blómum, hana- kambar á stærð við brauðhleif. Þar fyrir innan voru aldintré, fagurgræn og glóandi ávextir inn á milli. „Casa Grande“ var úr hvítum leir, ríkulega skreytt rauðri og fjólublárri vafningsrós. Húsið var í klassiskum, spænsk-már- ískum stíl, umkringt súlum og svölum. Til vinstri sázt í sund- laugina og skuggsæl tré um- luktu húsið. — Ya esta, sagði bílstjórinn um leið og hann stöðvaði bílinn og opnaði hurðina. — Creo que el duenoestá en el otro patio. Es la hora de cokteles. Bölvaður asninn, hugsaði Al- ec. Jafnvel ég veit að þetta er hinn hefðbundni kokkteiltími. Og dueno hlýtur að vera á hinum svölunum, þvi að þar eru sól- tjöldin. — Grasias para sus bondades, sagði Alec, um leið og hann steig út. — Done ésta la ruta para los cokteles? — Este lado, sagði bílstjórinn og snerti húfuderið. Á sus órden- es, senorita, svo þagnaði hann andartak. — Senor. — Og hvað er nú allt þetta? spurði Barbara. — Það var svo sem ekkert. Ég var bara að þakka honum fyrir og biðja hann að vísa mér leiðina að brennivíninu. Ég hefi það á tilfinningunni að hann sé ekkert hrifinn af mér. Ég er ekki í nautabanafötum og svo virðist hann hræddur um að ég sé að stela stúlku frá húsbóndanum. — Villtu nú þegja? sagði Bar- bara. — Þagna á stundinni. Hættu að vera svona háðskur og mikill með þig. Við erum gestir hérna og þér var bætt við mín vegna. — Ég veit það, sagði Alec, — ég get ekki komizt hjá því að finna það. En það gerir ekkert til, ég skal vera góður og tala bara ensku, kannske pínulitlar spænskuslettur, svona rétt til að sýnast. Ég vildi óska að ég hefði haft cordóbes hattinn minn; en líklega hefði hann ekki passað vel við þessi föt, hvað heldur þú? — Þú. . . Barbara þagnaði, þegar sólbrenndur maður kom til móts við þau, með báðar hendur útréttar. — Barbará! sagði hann. — En hvað þú varst elskuleg að koma með vin þinn með þér. Hann tók um báðar hendur hennar, beygði sig niður og kyssti á hægri hönd hennar. Svo sneri hann sér að Alec, hneigði sig fyrir honum og rétti fram höndina. Handtakið var fast. Augun MARKAÐSNÝJUNG! STA-PREST SiortbixinaF íár Drengja, unglinga og karlmanna- stæröir. HERRADEILD VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.