Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 28
Fáið hitann frá RUNTAL!
RUNTAL er ódýrastur!
RUNTAL gefur hitann!
Hvað er RUNTAL? Það er
svissneskur STÁLOFN
framieiddur á ísiandi.
RUNTAL-OFNAR H. F.
Síðumúla 17. Sími 3-55-55.
Síðdegi í Andalúsíu
Framhald af bls. 13.
konur geta orðið, eftir tveggja
vikna dvöl í nautalandinu. Svona
er það líka á Ítalíu, þar þarf
ekki nema sjö daga í Róm og eina
leiðindahelgi á Capri.
— Villtu koma á þetta kálfa-
próf eða ekki? sagði Barbara.
— Mér er sagt að það sé reglu-
lega gaman. Mikil hátíð, fullt af
fallegu fólki, nóg að drekka og
borða.
— Vissulega. Alec brosti að
barnalegum ákafanum í augum
hennar. — Það er orðið langt síð-
an ég hefi séð slíka sýningu,
ekki síðan ég var í Mexíco með
Tom Lea.
— Þau settust við borð á veit-
ingahúsi og báðu um manzanilla,
rækjur, ólívur, ansjónur, steikt-
an kolkrabba, reykt svínakjöt
og ost.
Það er svo margt sem ég
hefi ekki séð, sagði Barbara hugs-
andi og saug stóra rækju. — Ég
býst við að það sé þess vegna
sem mér verður svona mikið um,
þegar ég rekst á eitthvað nýtt. Ég
hefi ekki einu sinni séð nauta-
at, svo maður tali nú ekki um
tienta. Hver er tilgangurinn með
þessu, ég meina burtséð frá
skemmtuninni og leiknum.
— Það er aðallega til þess að
fá ástæðu til að drekka sig full-
ann, sagði Alec. — Stórkostleg
veizla. En hugmyndin er að reyna
hreysti og hugrekki tveggja ára
kálfa. Kálfunum, bæði kvígum
og nautkálfum er stillt á móti
picador á hesti, til að sjá hve
margar stungur þeir þola. Hug-
rökku kvígurnar, sem ráðast að
hestinum þrátt fyrir sársaukann
frá spjótstungunum, eru settar
til hliðar og aldar vel til undan-
eldis. Hræðslukjóarnir eru settar
á kjötmarkaðinn.
— En litlu nautastrákarnir,
hvað er gert við þá?
— Þeir eru líka stungnir. Mis-
munurinn er bara sá, að þeir eiga
kvígurnar, eftir að þær hafa ver-
ið stungnar, en það er gert til
gamans. Þeir nota ekki skikkjuna
til að egna nautkálfana. Naut-
kálfarnir fá aðeins þrjár stungur,
rétt til að viðhalda hatri til þeirra
manna og hesta, manna á hest-
baki sem þeir eiga að mæta aftur
eftir tvö ár og þá til að berjast
fyrir lífi sínu, en nautkálfarnir
sem ekki sýna neinn baráttuhug,
fara líka á kjötmarkaðinn.
— Mér finnst þetta allt mjög
flókið. Hvernig er hægt að vita
að þeir erfi hreystina frá móð-
urinni?
— Ég veit það ekki. Ég veit
bara það sem mér hefur verið
sagt. Spánn er mjög furðulegt
land. Hvar er þessi ganaderia?
Ekki svo langt í burtu, aðeins
hálftíma akstur frá borginni. En
Juanillo ætlar að senda bíl eftir
okkur um hádegið á sunnudag-
inn, ef ef það passar fyrir þig.
— Það er allt í lagi, sagði Alec.
Hvernig þekkir þú þennan Juan-
illo?
Ég hefi kynnzt honum hérna.
Hann er ágætur. Ég hitti hann á
flamenco dansi. Hann hefur boð-
ið mér út að borða nokkrum
sinnum.
— Hvað gerir hann við kon-
una sína, þegar hann býður þér
út að borða?
— Konuna sína? Barbara
starði sakleysislega á hann.
— Konuna já. Þeir eiga allir
konur. En ég býst ekki við
að þú hittir hana á sunnudag-
inn. Konurnar eru yfirleitt ekki
viðstaddar tientas; það eru bara
laglegar amerískar ,enskar og
franskar konur, sem eru boðnar
þangað, og svo auðvitað fjörug-
ir útlenzkir karlmenn, eins og
rithöfundar, leikarar og ríkir
ferðamenn. Lífið er mjög flókið
hér á Spáni, eins og ég sagði þér
áðan.
— Hann hefur aldrei minnzt á
neina konu, sagði Barbara hugs-
andi.
— Honum dettur það ekki í
hug. Það er gömul venja frá því
að Márarnir réðu hér ríkjum í
átta aldir. Andalúsía er ekki
Evrópa, ástin mín. Þetta er Af-
ríka. Evrópa endar við Pyrenea-
fjöllin. Fólk flest skilur það ekki
að Spánn er ennþá Máraland.
Allt sem byrjar á el eða al, frá
algebra til alfalfa og Alhambra
er arabiska. Þessi fallega, skít-
uga á heitir í raun og veru ekki
Guadalquivir, heldur Vad-el-
kebir á því bastarðamáli.
— Þú gerir mig stundum svo
fjúkandi vonda, sagði Barbara,
en sýndi þó ekki nokkurn votí
reiði. — Þú ert sniðugur asni,
veiztu það? Þú kemur mér til af-
finnast ég vera svo heimsk.
— Ég er ekkert sniðugur asní,
ég er rithöfundur. Við erum bæði
asnar. Þú ert eins og kamelljón-
ið, skiptir um lit eftir lands-
lagi.
Barbara rak út úr sér tunguna
framan í hann.
— Æ, við skulum hætta þessu
nöldri og koma heim á hótel,
sagði hún. — Mig langar ekkert
í hádegisverð, það eina sem mig
langar til er að fá blund í svölu
herbergi....
— Ásetningur þinn er fagur,
28 VIKAN