Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 12
RITHÖFUNDURINN OG KVIKMYNDASTJARNAN
FREKAR HRJÚFU HÁTTVÍSI GESTGJAFANS.
I
Þau komust yfir það að fara
á þrjár fiamenco-knæpur
eftir kvöldmatinn, og það
var komið fram undir
morgun. í öllum þessum
hliðargötu-knæpum, ljóm-
uðu andlit gestanna þegar þau
komu inn. Sígaunarnir hrópuðu
„Hola Senorita Barbara"! Eða
þá einfaldlega: „Olé Barbara!“
Allstaðar komu gítarleikararnir
strax að borðinu til þeirra til að
spila og syngja lög sem virtust
vera eftirlíkingar af uppáhalds-
söngvum hennar. Söngvararnir
sungu svo að hálsar þeirra þrútn-
uðu og líktust einna helzt froska-
svírum, þeir æptu það sem þeir
héldu að hún hefði mestar mæt-
ur á. Tvisvar var hún dregin út
á gólfið til að dansa flamenco
og Alec fannst hún gera það
bara sómasamlega með tilheyr-
andi klappi. Fólkið hrópaði stöð-
ugt Olé! og Ay qué tias! Menn-
irnir sem hölluðu sér upp að
barnum og drukku manzanilla,
hrópuðu líka. Frá borði þeirra
hurfu heilar raðir af manzanilla
flöskum, þegar söngvararnir og
gítarleikararnir komu til að
syngja og spila fyrir Barböru
eina saman. Þeir litu reiðilega
á annan hóp, sem var að syngja
við annað borð, hinum megin í
knæpunni.
Klukkan fimm voru geispar
Alecs farnir að yfirgnæfa smell-
ina í kastanéttunum.
— Mér finnst ég vera búinn
að ganga margar mílur, þennan
síðasta sólarhring, sagði hann
að lokum. — Ég held við séum
búin að fá nóg af smellum og
hælaklappi í nótt; finnst þér það
ekki?
Barbara leit á úrið sitt.
— Drottinn minn! Og ég sem
á að fara á fætur klukkan sex.
Það er ekki til neins að fara
að hátta núna. Þú getur keypt
handa okkur morgunverð á ann-
arri knæpu sem ég þekki. Svo
fer ég bara í bað og smeygi mér
í vinnufötin. Ertu til í að koma
með mér út í kvikmyndaverið
á morgun, — ég meina í dag?
— Hamingjan sanna, nei, sagði
Alec og geispaði aftur. — Það
eina sem ég get hugsað mér er
að fleygja þessum skröltandi
gömlu beinum í rúmið.
— Rúmið mitt?
Alec hristi ákaft höfuðið. —
Drottinn minn, nei, ég verð að
segja aftur nei. Öll þessi ósköp
eru búin að ganga fram af mér,
allur þessi matur, flamenco
dansinn og — ástin, vina mín.
Farðu með mig til Trece, fylgdu
mér upp í herbergið mitt, svo
loka ég að mér, því að ég hefi
hugsað mér að sofa í tólf tíma,
í einum dúr....
— Þú hefur alltaf verið þrek-
laus, sagði Barbara. — Við skul-
um þá sleppa morgunverðinum,
ég læt senda mér te og brauð
up pá herbergið mitt og borða
það, meðan ég klæði mig.
— Það er náðargjöf, ég er
þér innilega þakklátur. Ég get
melt gítarleik með flestum mál-
tíðum, nema morgunverðinum ...
Alec skrapp út í kvikmynda-
verið og hann bölvaði með sjálf-
um sér. Þetta var sama gamla
Hollywood hringavitleysan, sem
hann þekkti svo vel, nema að
hér fór þetta fram í glóandi sól-
skini og það átti að líta út sem
kvikmyndin væri tekin kringum
olíubrunna Mið-Austurlanda. En
það var þægilegra að nota bara
úlfalda, sem til voru í dýra-
görðum og klæða Andalúsíubúa
í búrnusa. Það mátti til sanns
vegar færa að þetta var tölu-
vert hentugra, enda voru nógir
statistar hér á staðnum. Sígauna-
stúlkurnar voru hvort sem er all-
ar Márar og svo var alltaf hægt
að fá nóg af varamönnum úr
spænska hernum. Hávaðinn var
sá sami. Upptaka, endurtaka, —
og aftur endurtaka — sömu
smellirnir í upptökuvélinni,
sama þreytulega aðstoðarstúlka
stjórnandans, sami geðilli stjórn-
andinn, — sama hóstahljóðið í
hljóðupptökunni. Stundum flugu
flugvélar lágt yfir verið og eyði-
lögðu upptökuna, eða jeppar
flæktust inn á milli úlfaldanna.
En svona er þetta allsstaðar í
kvikmyndaverum; andstyggileg-
ur atvinnuvegur. Alec lofaði
sjálfum sér því að sofa fram-
vegis vel út á morgnana, til
að safna kröftum fyrir kvöldið
og flamenco æðið og jafnvel að
reyna að skoða sig svolítið um
síðdegis. Barbara var ekkert ann-
að en alúðin.
— Ég -skil þig svo vel, elskan,
sagði hún. — Það hlýtur að
vera afskaplega leiðinlegt fyrir
þig að þurfa að hanga svona
allan daginn til að fylgjast með
upptökunum. En ég hefi gleði-
fréttir að færa. Ég á frí alla
helgina. Hann Svengali þarna
yfirfrá ætlar að geyma mig og
mitt hlutverk og kvelja ein-
hvern annan vesaling frá föstu-
12 VIKAN