Vikan


Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 6

Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 6
svefnpokinn er fisléttur og hlýr. Pokanum fylgir koddi, sem festur er viB hann með rennilás. Pokanum má með einu handtaki breyta í sæng. Auk þess er auðvelt að reima tvo poka saman (með renni- lás) og gera að einum tveggja manna. — Farið ekki í útilegu án dralon-svefnpoka frá Gefjun. CEnoucmnn® Dfn íPi btuKUðUlii m H HVERFISGÖTU 50. - SÍMI 18830. Þriggja sæta sófi Verð kp. 14.500,00 NEYTENDASAMTÖK GEGN TANN- LÆKNUM. Kæra Vika! Ég er húsmóðir á fertugsaldri með fjögur börn. Eiginmaðurinn hefur 15 þúsund í mánaðarlaun og eins og gefur að skilja, er mik- ill barningur að láta þessar krón- ur hrökkva til. Krakkarnir eru öll með skemmdar tennur og eitt af því sem mér blöskrar mest er okrið hjá tannlæknum. Ég hef margoft fylgzt með og athugað, að þeir fá 200 krónur fyrir hverj- ar fimm mínútur eða því sem næst. Ég fer venjulega með 1000—1500 krónur á mánuði í tannviðgerðir fyrir okkur öll. Er maðúr alveg varnarlaus gegn þessum mönnum? Er ekki hægt að stofna einhverskonar samtök til að vernda fólk gegn okri tann- lækna? Svo þakka ég fyrir margt ágætt í blaðinu. Guðrún. Sennilega ertu og við öll, varn- arlaus. Margir kvarta og kveina yfir þessu, enda er það á almennu vitorði, að tannlæknar eru orðn- ir auðugir menn fáum árum eftir að þeir eru sloppnir út úr skóla. Þróunin gengur í svipaða átt hér og í Bandaríkjunum, þar sem það getur orðið fjárhagslegt reiðar- slag fyrir fólk að leita læknis- hjálpar. íslenzkrar fjölskyldur, búsettar vestra, hafa framundir þetta séð sér hag í að fljúga heim til fslands til að láta fjarlægja botnlanga eða gera einhverja við- líka aðgerð. Nú förum við bráð- um að skreppa til Rússlands ti! þess að láta gera við tann- skemmdir. ÞJÓNUSTA EÐA EITTHVAÐ ANNAÐ. Herra ritstjóri! Kurteisi og siðfágun mun vera sá eiginleiki, sem íslendinga skortir hvað mest, þótt að sjálf- sögðu sé um margar undantekn- ingar að ræða í því sambandi. Sérstaklega á þetta við menn, sem klæðzt geta einhverskonar „úniformi“ stöðu sinnar vegna. Ekki veit ég, hvort þetta er af skynsemisskorti eða af minni- máttarkennd en vafalaust á þetta rætur sínar að rekja til hvoru- tveggja að einhvreju leyti, á- samt mjög þröngum sjóndeildar- hring og moldvörpusýn þessara manna. Það er því erfitt að ætla að þess konar fólk sé afkomendur hinna fornu víkinga sögualdartímabilsins, þar sem lítillæti og hógværð var aðals- merki hetjanna en dusilmenni ein gumuðu af afrekum sínum og bárust mikið á í klæðaburði en höfðu svo hérahjarta er á hólminn var komið. Ég ætla því að láta þessum foræðum lokið og komast að efn- inu. Útgerðarfélag eitt er rekið hér á landi með fremur lélegum ágóða. Félag þetta heitir fullu nafni Skipaútgerð Ríkisins. Nú ætla ég mér ekki þá dul að reyna að fara út í rekstur þess félags, enda mun þegar margt og mik- ið satt og logið hafa verið skrif- að um þetta fyrirtæki. Það, sem fyrir mér vakir, er að fara nokkr- um orðum um áhafnir skipa þessa félags. Ég æta að taka það fram að ég undanskil áhafnir „Herjólfs“ og „Skjaldbreiðar“, því þau skip hafa hér enga fasta áætlun og hafa þvi ekki komið hér nema Skjaldbreið örsjaldan. Það eru því sérstaklega skips- hafnir stærri skipanna Esju og Heklu sem ég ætla að taka hér til bæna. Ég vil þó taka það fram, að hér er um að ræða aðallega og sérstaklega stýri- menn og bátsmenn þessara skipa Aðra áhafnarliða hef ég ekkert upp á að klaga. Það sem einkennir þessa áður- rituðu yfirmenn er, að þeir eru undantekningarlítið fullir þótta og mikilmennsku, þótt þeir hafi, að því er bezt verður séð, ekkert til brunns að bera fram yfir aðra menn, nema ef vera skyldi mis- jafnlega hreinan einkennisbún- ing. Það er segin saga að um leið og þessi strandferðaskip eru lögzt að bryggju, þá er mikill völlur á þessum yfirmannalýð. Þeir nota stór orð um það, að þeir hafi engan tíma til að tefja á þess- um óbyggilegu útkjálkum og það er ekki annað hægt að heyra en þessir „uppsprottnu sjentilmenn“ séu hreinir bjargvættir byggðar- lagsins og einungis þeirra hjarta- gæzka og stórhöfðingsskapur sé lífakkeri þess auma lýðs, sem þrífst á þessum úrsvölu annnesj- um. Svo mörg eru þau orð. En ég vil vekja athygli þessara manna á því, að það er ekki í þeirra verkahring að áhveða né leggja dóm á, hvar á landinu byggðir eiga að vera. En ef svo fer, að þeir eigi þar dóm á að 6 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.