Vikan


Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 36

Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 36
ÉG VEIT ÞAÐ EKKl, EN ÉG HELE AT HANK SÍ D'ÍRALÆKNTB húmop I miðri viku EPTIR ÖSKALAGAÞÆTTINUM AÐ' DÆMA HEFUR DRENGURINN GLEYPT TRANS- ISTOR ÚTVARPSTÆKI og í honum sérðu strax, hvort ein- hver hætta er ó ferðum handan við hlykkinn. Og meðan Volgan og Nikolaí hakka í sig hvern kílómetrann á fætur öðrum, þreytist þú smám saman af hossinu og skakstrinum, og þá getur vel verið, að Nikolaí nemi staðar í skugganum af veg- artrjánum til að hvíla sig lítið eitt. Þá sér kannski enginn, þótt þú skreppir út og lesir þér gómsæt kirsuber af trjánum, nú og ef ein- hver skyldi koma og taka að hafa hátt og kinka ákaft kolli upp og niður, þá lítur þú bara á mann- inn með stórum bláum eða grá- um afar sakleysislegum augum og segir: Nichts verstehen! Og það er líka eins gott, því við þessu liggur einhver sekt. Það stendur einhvers staðar á litlu skilti sem enginn sér, og þar að auki er stafrófið furðulegt, þú þekkir varla nokkurn staf í því, þetta er slavneskt letur og okkur óskiljan- legt. Þú kannski lærir smám sam- an að þekkja einstöku orð á prenti, svo sem XOMEN (hótel) og PECT- OPAHT (restaurant), en það er ekki nóg til að skilja, að þú verður að borga fimm levur í sekt ef upp kemst, að þú lest þér kirsuber af vegartré. Hvern fjandann eru þeir líka að vilja með öll þessi tré svona al- veg við veginn, ef það má ekki snæða af þeim? Með járnkarl og hjólbörur. Svo heldur þú áfram, trén koma þjótandi á móti ykkur á æsihraða, öll í hvítum sokkum eins og knatt- spyrnumenn, þau eru hvítmáluð að neðan upp í meters hæð, svo öku- mennirnir taki betur eftir þeim. Eftir stundar akstur ertu kominn í fjalllendi, öðrum megin við veg- inn eru moldarskriður, sem hafa losnað og læðzt fram á akbraut- ina yfir veturinn, og svartklæddar, rosknar konur eru að moka henni burtu. Ofurlítið lengra er verið að taka óþverra hlykk af brautinni með því að sprengja veginn gegn- um fjall. Það er borað fyrir sprengi- efninu með loftpressu og svo er sprengt, það gýs upp mökkur og grjótið hrynur í boðaföllum ofan dranginn. Þegar mesta rykið hefur lægt, kemur hópur vegavinnu- manna nakinn i beltisstað, og hver með sínar hjólbörur og járnkarl. Þeir losa um grjótið með járnkörl- unum og hlaða hjólbörurnar, siðan er því ekið burtu. Handan við beygjuna er kannski verið að mal- bika, ef þetta er einn af stóru veg- unum milli landshluta, er það gert með stórvirkri malbikunarvél, sé það aðeins afleggjari heim í ein- hvern heiðardalinn er eins víst að malbikið sé hrært á staðnum, lagt út með skóflu og sléttað með hrífu. Það er þess vegna, sem þú verður svona feginn að stanza annað slag- ið til að lesa þér kirsuber af tré. Nichts verstehen. 4. Um miðja tíundu öld, þegar í36 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.