Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 26
Nýjasti skemmti-
staðurinn í Reykiavík
er tií húsa í
Loftleiðahótelinu
og er kenndur
við víkinga.
Þar er ágæt hljóm-
sveit, fallegur bar og
öll skilyrði til
þess að skemmta
sér vel.
Hvar er að finna hið ljúfa
líf, sem gert hefur verið
að yrkisefni í kvikmynd-
um og skáldsögum? Er það
ekki einungis suður í Róm,
þar sem léttklæddar kvik-
myndadísir slá á hitann í blóðinu
með því að vaða í gosbrunnum
um miðjar nætur og halda orgíur
í stíl við Rómverja, dauða fyrir
tvö þúsund árum? Er einhvers-
konar La Dolce Vita til hér á
þessum norðurhjara heims, þar
sem klakinn er alin eða meira
í jörðinni eftir að svo á að heita,
að sumar sé komið. Er grund-
völlur fyrir skemmtistaði í þess-
um bæ, sem jafnast að íbúatölu
á við fámenn úthverfi stórborga
eða landsbyggðarkaupstaði á
Skandinavíu? Svo er að sjá.
Hver mundi trúa því að ó-
reyndu, að hér í Reykjavík eru
hvorki meira né minna en fjór-
tán dansstaðir. Og það sem er
ennþá ótrúlegra en talan: Þess-
ir staðir eru oftast yfirfullir, að
minnsta kosti um helgar. Á þeim
nýjustu og beztu dugar ekki að
panta borð viku fram í tím-
ann. íslendingar verja stórfé
til þess að borða og skemmta
sér, enda hefur' það orðið eins-
konar „status-symból!“
Ég hef sjálfur kynnzt lítillega
skemmtistöðum í þeirri rómuðu
Rómarborg, þar sem hið ljúfa
líf á að eiga sér fast heimilis-
fang samkvæmt arfsögnum, en
það er mér óhætt að fullyrða, að
borgin eilífa stenzt okkur ekki
snúning að þessu leyti; ftalir
væru fljótir að gera það heims-
frægt, ef komnir væru til Róm-
ar þó ekki væru nema nokkrir af
þeim stöðum í Reykjavík, sem
upp hafa sprottið á síðustu ár-
um og vinsælastir hafa orðið.
Einn ferðamálafrömuður, ís-
lenzkur, hefur lagt til að meiri
rækt ætti að leggja við skemmti-
staðina í ferðamannaáróðri okk-
ar og muni mörgum væntanleg-
um túristum þykja gott til þess
að vita, að hér sé eitthvað meira
WWA'Í®':
''i'ii/infiif,
* #11 %1‘
iíiielHÍ’
/-/■v-V/'.v
JLi. | íl ’ ■; i i aspszzrzzr
i., -í -Jf ' __ ym
inffl \\ il\WMjk, V i WtM
ifeíraÍM'Sr Jb *■' /irM" WgpMMH&Mmm. Vfi Iffli m/ 1
MhFmámÍStu
•U(tptutu,
'$£,ííé$%Z-
IDHNHSAl
að sjá en hveri og jökla.
Það er ætlunin, að Vikan kynni
nú og á næstunni helztu skemmti-
staði borgarinnar á svipaðan hátt og
hér er farið af stað með. í stað þess
að hafa ljósmyndara með í ferðinni,
verður Baltasar teiknari með blokk-
ina sína; hann bregður upp teikning-
um af staðnum, af fólkinu og jafn-
vel af andrúmslofti staðarins ef hægt
er. Jafnframt munum við svo skrifa
nokkur orð um hvern stað.
Loftleiðahótelið varð fyrir valinu
í fyrstu af þeim ástæðum að það er
nýjast og þessvegna forvitnilegast.
Skemmtistaðurinn er í svonefndum
Víkingasal; þar er dæmigerð innrétt-
ing fyrir velheppnaðan nútíma arki-
tektúr, næturklúbbaandrúmsloft,
dökkir litir og lágt til lofts. Að vísu
skein sólin glatt inn um gluggatjöld-
in enda þótt liðið væri að miðnætti
og orsakaði einhverskonar einkenni-
lega truflun á samræmi, enda aldrei
til þess ætlazt, að þarna væri sólar-
birta um lágnættið. Friðrik Theo-
dórsson, sölustjóri, tjáði okkur að
von væri á þykkum tjöldum til þess
að útiloka gersamlega sólarljósið á
síðkvöldum og hefur sennilega verið
bætt úr því þegar þetta kemur á
þrykk. Innréttingar eru miklu vand-
aðri en ég hef annarsstaðar séð,
allur viður massívur í stað spón-
legginga, enda til þess ætlazt að
allt geti litið vel út áfram, þótt
árin líði. Ég kann vel við að
hafa svona lágt undir loft á
skemmtistað.
Annars er tvennt, sem ég vil
alveg sérstaklega gefa háa eink-
unn vegna þess að það skiptir
miklu máli fyrir vellíðan þeirra,
sem dvelja kvöldstund á
skemmtistað. Annað er loftræst-
ingin; hún er til hreinnar fyrir-
myndar þarna; stöðugur andvari
einhversstaðar ofan úr loftinu og
svo hitt, að hljómsveitin er ekki
of hávaðasöm. Maður yfirgefur
staðinn án þess að svíða í augun
af tóbaksreyk og án þess að vera
með hellu fyrir eyrum af ærandi
hávaða, sem flestar hljómsveitir
hér mættu hafa minna af.
Hljómsveit Karls Lilliendals
stendur vel í stykkinu og lánað-
ist framúrskarandi vel, að
minnsta kosti þetta kvöld að
skemmta gestunum og spila þá
músík sem við átti. Árni Elvar
spilar þarna á píanóið, hann er
búinn að koma við það á
skemmtistöðunum hér, enda einn
af okkar bestu píanóleikurum.
Framhald á bls. 48.
Söngkonan þessa kvöldstund var
Hjördís Geirsdóttir. ágæt söng-
kona, og hljómsveit Karls Lillien-
dahls skal sagt það til hróss að
liún kvclur ekki gesti með hávaða.
Til vinstri: Séð yfir salinn. Þar
er dökk innrétting og fremur lágt
til lofts cins og víða tíðkast í næt-
urklúbbum.
Kaupsýslumennirnir voru farnir að
faðmast undir lokin en frúrnar úr
saumaklúbbunum sungu dægurlög
frá því í gamla daga.
Texti: Gísli Sigurðss.
Teikningar: Baltasar.
Lengst tll vinstri: Á Víkingabar.
Básar utan með veggjum og yfir
þeim tróna batik-víkingar eftir
Sigrúnu Jónsdóttur. ÖU skreyting
á barnum er með miklum ágætum.
I
VIKAN 27