Vikan


Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 45

Vikan - 21.07.1966, Blaðsíða 45
undan þessu, var tunglið komið upp. Allt var dauðahljótt. Hún sá að yfirgeldingurinn var á gangi á svölunum og gekk í veg fyrir hann. — Er hún ekki dáinþ hrópaði hún. — Fyrir guðs skuld segið mér að hún sé dáin! Osman Faraji vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið, þegar hann sá hana með spenntar greipar og andlit, sem var dregið af þjáningu. — Já, hún er dáin, sagði hann. — Hún var rétt að deyjá. Feginsandvarp leið frá Angelique. Það var einna líkast ekkasogi. — Fyrir appelsinu! Allt, fyrir aðeins eina appelsínu. E*ru Þetta ör- lögin, sem þér hafið búið mér, Osman Faraji? Þér viljið gera mig að uppáhaldskonu hans, svo hann geti drepið mig með þjáningarfullum aðferðum fyrir minnstu yfirsjón? — Nei, slíkt mun ekki henda yður. — Ég skal gæta Þess. — Hversvegna komuð þér ekki í veg fyrir, að hann dræpi hana á svo skelfilegan hátt? Undrunarsvipur færðist yfir andlit yfirgeldingsins: — Hversvegna .... Hún var ekki nógu mikilsverð, Firousi. Hún var ekki sérlega vel gefin. Að vísu hafði hún ljúfan líkama og ómeðvitaða, jafnvel of mikla þekkingu á möguleikum ástarinnar. Það var það eina, sem laðaði Mulai Ismail að henni, en hann var tekinn að þreytast á henni og hann vissi það og fyrirleit hana fyrir það. Reiðin er oft bezti ráðgjafi hans. Böð- ullinn losaði hann við ástríðu, sem lítillækkaði hann og skildi eftir autt rúm handa yður að uppfylla. Angelique forðaði sér frá honum og hélt höndum fyrir munninn. Bliöa tífrrisdýr, sem enginn veit hvaö hugsar! Orð ensku stúlkunnar klingdu stöðugt fyrir eyrum hennar. — Þér eruð ófreskja, muldraði hún. — Þér eruð allar ófreskjur heimsins saman komnar í eina. Þér eruð andstyggð! Hún flýtti sér aftur inn í íbúð sína og lét fallast á legubekk og nötraði og skalf án þess að ráða nokkuð við það. Litlu síðar kom Fatima Mirelia með krús af róandi seiði, sem yfir- einu sinni beðið hana fyrir skrifleg skilaboð til Savarys, en gamla konan neitaði. Ef einhver hefði náð henni með skilaboð frá einni af hjákonum konungsins til kristins þræls, myndi henni hafa verið kastað á næsta bál, eins og hverjum öðrum fúadrumb. Og það væri það væg- asta, sem hent gæti. Og hver gæti sagt fyrir um, hvað kæmi fyrir kristna þrælinn? Og af ótta um velferð Savarys reyndi Angelique þetta ekki frekar. Hún vissi ekki, hvað annað hún gæti gert. Stundum hugsaði hún um drengina sína, svo langt í burtu, Florimond og Charles-Henri, til að auka sér hugrekki, en það dugði ekki til. Hún gat ekki yfirstigið alla þá örðugleika, sem voru á milli þeirra. Hún andaði að sér áfengum ilminum af rósunum og hlustaði á már- iska Þjónustustúlku, sem var að spila á gítar fyrir einhverja af frill- unum, sem ekki gat sofið. Til hvers var öll þessi barátta? Á morgun gæti hún aftur fengið sér búðinginn góða með hökkuðu dúfnakjöti, kryddaðan með sykri, pipar og kanel. Og hana blóðlangaði i kaffibolla. Hún vissi, að hún þyrfti ekki annað en klappa saman lófunum og gamla konan eða negrastúlka myndu koma þjótandi að hjálpa henni að örva eldinn undir vatninu, sem alltaf var reiðubúið í gljáfægðum katli. Ilmurinn af kaffinu gæti dreift sorgum hennar og flutt henni aftur eins og ljúfan draum, minninguna um kvöldið í Candia. Angelique spennti greipar undir hnakkanum og hallaði sér aftur á bak til að rifja það upp.... Yfir blátt hafið þaut hvitt skip, eins og fugl fyrir vindi.... Maður, sem hafði borgað fyrir hana verð heils skips með allri áhöfn! Maður- inn, sem hafði þráð hana svo ofsalega, hvar var hann nú? Mundi hann ennþá fangann yndislega, sem hafði sloppið frá honum? Hversvegna hafði hún flúið? Hún hafði oft velt því fyrir sér í örvæntingu. Auð- vitað var hann sjóræningi, en hann var einnig maður af hennar tagi. Furðulegur maður, ef til vill með undra ljótt andlit undir grímunni, en samt hafði hann ekki vakið hinn minnsta ótta með henni.... Frá r,|-'imiiMi3——im ALMENNAR TRYGGINGARP PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SiMI 17700 geldingurinn hafði skipað henni að færa Angelique. Meðan hún var að ná í það ofan í eldhúsið, hafði hún frétt i smáatriðum, hvaða pynd- ingar sirkassiska stúlkan hafði orðið að þola, og dauðlangaði að segja Angelique frá þeim. En hún hafði varla opnað munninn, fyrr en Ange- lique rétti henni vænan löðrung og fékk svo ofsalegt æsingarkast, að gamla konan átti fullt í fangi með að róa hana. Hún lá og hlustaði á næturhljóðin. Allt var hljótt í kvennabúrinu, þvi að konurnar höfðu gengið til hvílu. Þær voru frjálsar að því á daginn, að ganga milli hæða og heimsækja hver aðra, en um nætur dvöldu þær einar undir vörzlu geldings og þjónustukvennanna. Eng- inn þorði að breyta þeirri reglu. Hver sú kona, sem var svo bráðráð að reyna að komast framhjá vörðunum, hefði átt á hættu að standa andspænis pardusdýri, sem var sérstaklega þjálfað til að stökkva á slikar farandkindur. Þó nokkuð margar af þjónustustúlkunum, sem höfðu verið sendar ofan í eldhúsið eftir einhverju góðgæti handa konunum, sem þær þjón- uðu og höfðu farizt á þann hátt. Og á morgnana gengu geldingarnir tveir, sem voru þjálfaðir til að hafa hemil á villidýrinu, gegnum höll- ina og leituðu að því. Þegar það hafði náðst á ný, hljómaði hrópið: — Alchadi er bundinn. Fyrr drógu Þær andann ekki léttar og kvenna- búrið lifnaði við á ný. Eina konan, sem ekki óttaðist pardusdýrið, var Leila Aisheh, seið- konan. Hún óttaðist hvorki soldáninn, villidýr hans né keppinauta sína — aðeins Osman Faraji yfirgeldinginn. Árangurslaust magnaði hún seið gegn honum og beitti töfrabrögðum til að koma honum fyrir kattarnef, en yfirgeldingurinn slapp undan því öllu saman, því hann hafði einnig nokkra þekkingu á hinum ósýnilega heimi. Angelique leit út yfir handriðið á svölunum út í dökkar greinar sýprusviðarins — sem hallaði sér upp að hvítum veggjunum inni í garði kvennabúrsins og angaði með beiskum ilmi, sem blandaðist angan rósanna. 1 miðjum garðinum gjálfraði gosbrunnur. Þetta var allur hennar heimur. Ógagnsæir veggirnir skildu Þær frá lífinu fyrir utan. Fangaveggir! Hún var farin að öfunda þrælana, þótt þeir væru hungr- aðir og þreyttir, aðeins vegna þess, að þeir gátu komið og farið inn- fyrir og útfyrir þessa veggi. Samt kvörtuðu þeir undan því, hversu ógerlegt það væri fyrir þá að flýja Meknés og út í eyðimörkina. Angelique fannst, að jafnvel þótt hún kæmist í gegnum þykka veggi kvennabúrsins, yrði flóttinn ekki auðveldur. 1 fyrsta lagi var ómögu- legt að fá aðstoðarmenn til að flýja. Það var kraftaverk, að hún skyldi geta talað við Savary við og við, en það var aðeins greiðvikni yfir- geldingsins að þakka. Hún hafði haldið, að Savary gæti skipulagt flótta hennar, ef henni auðnaðist sjálfri aðeins að komast út fyrir veggina, en jafnvel hugmyndaauðgi hans brást að þessu sinni. Það voru of mörg ljón á veginum. Á nóttunni var það pardusdýrið, um daga og nætur geldingarnir, ó- næmir fyrir öllum bænum, en gættu hliðanna og svalanna með lensum sínum og svipum. — Hvað með þjónustustúlkurnar ? spurði Angelique sjálfa sig. Fatima gamla unni henni og var henni fullkomlega trú, en trygglyndið náði ekki til að hjálpa henni í jafn áhættusömu fyrirtæki og flótta, sem hún yrði að gjalda með eigin lífi, ef Angelique heppnaðist að flýja. Þar að auki fannst henni þetta heimskuleg hugmynd. Angelique hafði því andartaki sem dökk, segulmögnuð augu hans höfðu starað inn i hennar, vissi hun að hann hafði ekki komið til að hneppa hana í þræls- fjötra, heldur til að frelsa hana — frá þessu flónskulega bráðræði henn- ar, eins og henni var nú orðið ljóst að Það var. Hversu fávís hafði hún verið að láta sér detta í hug, að nokkur kona gæti upp á eindæmi flúið örlögin, sem biðu hennar á Miðjarðarhafssvæðinu! Nú gat hún ekki einu sinni valið húsbónda sinn. Með því að afneita einum, hafði hún fallið í hendur annars miklu verri eiganda. Sölt tár læddust niður kinnar hennar og hún fann hversu Þung byrði það var að vera tvöföld ambátt, annarsvegar sem væntanleg frilla og hinsvegar sem fangi Mulai Ismails. — Drekkið nú kaffið yðar, hvislaði gamla konan. — Bráðum verður allt betra. Á morgun skal ég færa yður góðan, heitan dúfnabúðing. Það er þegar byrjað að hræra deigið niðri í eldhúsinu.... Uppi yfir dökkum greinum sýprusviðarins var himinninn að grænka. Úr turnum mírnarettanna bárust á vængjum morgunsins raddir bæna- kallaranna, sem kölluðu til hinna rétttrúuðu biðjenda, og gegnum ganga kvennabúrsins hlupu geldingarnir tveir í leit að pardusdýrinu Alchadi. 21. KAFLI Dag nokkurn fann Angelique í veggskoti i íbúð sinni vel falda glufu, sem hún greindi heiminn fyrir utan í gegnum. Þetta var renna einna líkust skráargati, of þröng til að hún gæti hallað sér út um það, og of hátt til þess að hún gæti kallað út. Raufin opnaðist út á breitt torg, þar sem fólk kom og fór. Eftir þetta eyddi hún mörgum löngum stundum í að horfa í gegnum gatið á þrælana, sem unnu við endalausar byggingarframkvæmdir Mulai Ismails. Hann var alltaf að byggja, byggja, byggja — í engum öðrum tilgangi að því er hún bezt gat séð, en til að njóta ánægjunnar af því að eyðileggja aftur, það sem hann hafði reist, og byggja það á ný. öll réttindi áslcilin — Opera Mundi, Paris. Framhald í næsta blaöi. All I'urpose Lotion í varanlegum umhúðum mcð úðara Fyllingar fáanlcgar. Karlmannlcgur' frískandi ilmur. Styrkir húðina. — Sumir karlmcnn kjósa' ljóshærðar stúlkur, aðrir dökkhærðar. — Ekki cru allir sammála um stjórnmál, cn allir cru sammála um inglnh ttathtr. VIKAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.