Vikan


Vikan - 04.08.1966, Blaðsíða 2

Vikan - 04.08.1966, Blaðsíða 2
í FULLRI flLVÖRU er fyrirtaks fæda ! i alla mata! Framtak í Kerlingarfiöllum Þeir sem ekki fara til útlanda í sumarleyfum sínum, taka sig vel flestir upp með fjölskylduna og aka eitthvað út á landsbyggðina. Það vill til að landið er fagurt og frítt og víða er gott að vera í tjaldi, ef á annað borð styttir upp. En þrátt fyrir sífelit vaxanditóm- stundir alls almennings er lítið hugsað fyrir því af opinberri hálfu, að fólk geti notið sumar- leyfi sín og tómstundir á skemmtilegan og nytsamlegan hátt. Undantekning frá þessu alls- herjar aðgerðarleysi er Skíða- skólinn í Kerlingarfjölium, sem raunar hefur ekki risið fyrir at- beina hins opinbera, heldur fyr- ir dugnað og framtak nokkurra áhugamanna. Undanfarin sumur hafa þeir varið hverri stund til að byggja upp þessa stofnun og átt þar við mikla örðugleika að etja. f fyrstu fengu þeir afnot af sæluhúsi Ferðafélagsins í Ár- skarði, en nú hafa þeir sjálfir byggt myndarlegan skíðaskála, sem ennþá er ekki fullgerður. Kerlingarfjöllin eru paradís fyrir alla þá sem yndi hafa af fjallaferðum og dvöl í óbyggð- um. Þangað er raunar full ástæða til að fara, enda þótt maður hafi aldrei á skíði stigið og jafnvel þó þau séu ekki einu sinni með í ferðinni. Þarna er óendanleg tilbreyting fyrir gönguferðir, en skemmtilegast er vitaskuld að nota snjóinn og skíðin og not- færa sér tilsögn þeirra félaga, ef með þarf. Á kvöldin halda þeir uppi fjöri og félagslífi í skálan- um. Margir telja þig fá þama þá afslöppun og hvíld frá erli borgarlífsins, sem flestir þrá en fáir ná. Þarna hefur mikið og merki- legt brautryðjendastarf verið unnið með litlum ágóða og ættu opinberir aðilar að sjá sóma sinn í því að styðja við bakið á starf- seminni. Eins og sakir standa yrði það bezt gert með því að lagfæra til muna veginn frá Gull- fossi til Kerlingarfjalla, en hann má á köflum teljast ófær fyrir allar venjulegar gerðir smærri bifreiða. Þá yrði skíðaskáli þeirra félaga sennilega að skíðahóteli með tímanum og snjórinn í Kerl- ingarfjöllum kærkominn fyrir alla þá unnendur skíðaíþróttar- innar, sem stundum gengur erf- iðlega að komast á skíði yfir vet- urinn vegna snjóleysis. G.S. VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.