Vikan - 04.08.1966, Blaðsíða 20
Kcraiii'?©ur> ygir heinns-
velcai hófeðai
Hann er amerískur og á hið íburðarmikla Waldorf-Astoria hótel
í New York, en auk þess heilan hóp viðhafnargistihúsa víðs-
vegar um heim. I þessari grein er sagt frá hótelkóngnum og dýrð-
arríki hans.
Conrad Hilton. Hann cr nú kominn nokkuð á cfri
ár.
Ameríkumenn eru lélegir þjónar. Þeir hugsa
miklu meira út í það, hvernig þeir eigi að fara
að því að verða bankastjórar eða jórnbrauta-
eigendur, heldur en að hirða um hvort frú hitt
eða þetta hefir fengið hórrétta skeið til að borða
súpu sína með. Það er því ákaflega trúlegt að
ungi maðurinn í einkennisbúningnum, sem fylg-
ir yður til herbergis yðar á hótel Statler í Wash-
ington, með glæsilegri hneigingu, sé annaðhvort
svissneskur, þýzkur eða ítalskur að ætterni.
Hann leiðir athygli yðar hógværlega að mót-
tökusendingu gistihússins til yðar. En það er
kúffull karfa af appelsínum, perum, eplum, hnet-
um, banönum og ferskjum í sellófanpokum. Of-
an á því liggur lítið spjald, þar sem forstjóri
gistihússins óskar yður góðrar dvalar. . .
Síðan dregur þjónninn sig hlé og þér getið
komið yður fyrir og litazt um í herbergi yðar,
í ró og næði. Það er einna líkast stórri og rúm-
góðri dagstofu. A gólfinu er þykkt og mjúkt
teppi, alveg út að veggjum. Þar eru hægir og
þægilegir tekkviðarstólar, bólstraðir með matt-
gulu áklæði, stór og mikill setbekkur, sem hægt
er að breyta í unaðslega hvílu hvenær sem þér
óskið. Þar er skrifborð úr tekkviði, snyrtiborð,
— og svo vitanlega sjónvarpstæki. Er þvi þann-
ig fyrir komið. að þér getið sem allra bezt
fylgst með því úr rúminu, sem fram fer á sjón-
varpstjaldinu. Þér þurfið ekki einu sinni að fara
á fætur til þess að stilla tækið, því það getið
þér gert með nokkrum hnöppum á náttborðinu.
A því stendur og mjallhvítt símatól.
Ekki Þurfið þér heldur að hafa áhyggjur af
því að opna eða loka gluggum. Með því einu
að snúa loftstillinum, getið þér ráðið því hversu
sterkur hann skal vera, hinn mildi blær er leik-
ur gegnum stofuna, sem og hversu hlýr hann
skal vera.
Inni í baðherberginu, sem er grænt að lit,
bíða yður þrjú upphituð baðhandklæði þegar
þér stigið upp úr kerinu. En þar getið þér ann-
ars valið um kerlaug, steypibað eða löðurlaug.
ískælt vatn fáið þér þar úr sérlegum krana.
Hinsvegar þurfið þér ekki á þurrkunum að
halda, fremur en verkast vill, því uppi í loftinu
20 VIKAN