Vikan - 04.08.1966, Blaðsíða 29
FerOatækin trá
siá i ðnnur nt
Gasið er í dósum, sem auðvelt er að skipta um
á mínútu. Dósirnar fást um land allt hjá um-
boðsmönnum CAMPINGGAZ. Sjá bls. 200 í
Ferðahandbókinni.
ÓDÝRUSTU TÆKIN — BEZTU TÆKIN.
Athugið, þegar þér kaupið ferðagastæki,
að CAMPINGGAZ merkið sé á þeim.
SUPER BLEUET
Gas primus
f Reykjavík fást tækin á eftirtöldum stöðum:
Geysir — Kosangassalan Liverpool — Skáta-
búðin — Sport — Sportvöruverzlun Búa Peter-
sen — Tómstundabúðin — Vesturröst.
OPTIMA
LAUGAVEGI 116
LUMOGAZ
Gasljós
(HUS EGILS VILHJALMSSONAR, 2. hæS)
Sími 16788
með sama nafni og þar, — en
að mig minnir spilað á færri
spil, en man þó ekki glöggt, þar
eð aldrei hefi ég spilað tveggja
manna alkort, síðan á dögum
Úlfhildar.
Eitthvað lærði ég fleira af
Úlfhildi, bæði í bundnu máli og
mæltu, þótt mörgu af því hafi
ég nú týnt.
Á vetrum, þegar Úlfhildur fór
ekkert út, sagði ég henni það
helzta sem gerðist í heimi okkar
systkyna utan dyra, og virtist
hún hlusta eftir því, svo sem
væri hún eitt af okkur.
Allt vildum við systkin gera
Úlfhildi til þægðar, sem og allt
heimafólkið.
í upphafi þessa þáttar var þess
getið, að Vigfús sá, sem Úlf-
hildur hafði verið bústýra hjá
í fleiri áratugi, var að verða,
eða orðinn alblindur, þegar þau
brugðu búi að Ási 1882.
Ár þau, sem ég man veru Úlf-
hildar á heimili foreldra minna,
kom Vigfús í heimsókn til Úlf-
hildar tvisvar eða þrisvar á ári,
og oftast að hausti og vetri.
Ekki setti Vigfús fyrir sig þótt
nokkuð væri að gangfæri, þar
eð hann var allhraustur til gangs,
aðeins blindan, sem háði hon-
um, og varð því að fá einhvern
með sér, sem leiddi hann og bar
mest að föggum hans, í þessum
ferðum, þar eð, að aldrei kom
hann tómhentur til kellu sinn-
ar. Það helzta sem hann færði
henni, var ýmislegt góðfiski,
svo sem stæk skata, höfuðkinn-
ar af stórlúðu og rafabelti. Þetta
mun hann ýmist hafa fengið híá
gömlum kunningjum, eða fyrir
vinnu, þar eð hann hafði ávalt
eitthvað milli handa, t.d. elta
skinn, þæfa o. fl. Nokkuð af
þessu verkefni flutti hann með
sér á ferðum þessum, að ó-
gleymdum lúðumaga (oddild) er
í var hrálýsi, er han saup með
mat sínum. Sjaldan gerði Vig-
fús boð á undan sér, en oftast
sást til ferða hans nokkru áður
en að bænum kom, og sást þá
strax hver þar fór.
Vigfús gekk ávallt við þriggja
álna broddstaf, hvort heldur var
sumar eða vetur. Ekki var nauð-
synlegt, að fylgdarmaður hans
væri kunnur leiðinni. Minni Vig-
fúsar var svo öruggt, að hann
sagði til um kennileiti, og mátti
segja að hann gæti sagt hverju
sinni hvar hann var staddur,
það fann hann undir fótum sér.
Ávallt dvaldi Vigfús nokkra
daga í einu, eða allt að viku.
Hann var aufúsu gestur hvar sem
hann kom. Hann var ræðinn og
fróður, barngóður svo af bar, og
höfðu þau Úlfhildur alið upp,
að nokkru eða öllu tvær stúlkur,
á sinni búnaðartíð, en, sjálf
voru þau barnlaus. — Þótt allir
gleddust, þegar sást til ferða
Fúsa blinda, mun gleði okkar
svstkina þó hafa verið mest.
Það var kapphlaup í huga og
reynd, milli okkar eldri systkin-
anna, hvort okkar yrði fyrra til
að færa Úlfhildi frétt um, að
nú væri Vigfús að koma á leit-
inu. Þá lagði hún frá sér verk
sitt, stóð upp með virðuleik, fór
á fund móður okkar, væri hún
ekki við höndina, og segir: „Ég
verð víst, Anna mín, að biðja
þig að ljá mér aðrar hlóðirnar,
karlinn minn ku vera að koma.“
Og Úlfhildur fékk full umráð
yfir hlóðunum, og eldivið í þær,
eldur eða glóð fært á milli hlóða,
og fór brátt að rjúka hressilega
úr báðum eldhússtrompnuum.
Löng og all viðburðarík ævi
hefir fyrir löngu frætt mig um
það, af hverju helzt Vigfús kom
með matföng þau, sem hann
oftast gerði. Það var ekki af
því. að hann óttaðist að eftir
yrði talinn matur sá er hann
neytti, á meðan hann dvaldi.
Nei, það var ekki þetta, og það
vissi Vigfús. Hér lá annað til,
sem átti sér eldri og dýpri ræt-
ur. Þessar góðu og tryggu mann-
eskjur, sem verið höfðu sam-
vistum í áratugi, og látið eitt
yfir bæði ganga, hvort stormur
lífsins blés með eða móti, voru
í þessum heimsóknum Vigfúsar
að lifa upp, jafnvel björtustu
stundir liðinna samvistar ára, og
einmitt á þeim stað, sem líklega
hefur verið þeim eftirlátastur á
öllum þeirra samvistarárum. Úlf-
hildur fékk þarna umráð yfir eldi
hússins til jafns við húsfreyj-
una. Við þann arineld eldaði hún
fyrir þau tvö, matföng sem bóndi
hennar dró að sem áður, og
þjónaði karli sínum til borðs og
sængur sem fyrrum. Þess utan
spiölluðu þau um liðna ævi og
líðandi stund, sem báðum fannst
góð, úr því sem komið var. Og
alls þessa nutu þau í baðstofu
þeirri, sem áður höfðu byggt og
búið í, á jörð sem báðum var
kær. Þarna sátu nú þessar öldnu
manneskjur og ornuðu sér við
glóð minninganna, og vissu sig
nú velkomin, bæði sem gest og
heimamann.
Vigfús mun ekki koma meir
við þessa sögu. Þegar ég enn í
dag, minnist hans, er sú minn-
ing blandin hlýju og þökk, fyrir
marga ánægjustund. sem hann
veitti mér ungum. Hann dó 15.
jan. 1896. rösku ári fyrr en Úlf-
hildur, 65 ára gamall. Hverfur
svo frásögnin aftur til Úlfhildar,
þar eð henni á að mestu þáttur
þessi að vera helgaður.
Aldrei virtist annríki Úlfhild-
ar svo mikið, að ekki gæfi hún
sér tóm til að sinna rellu minni
og kvabbi. Ég mun snemma hafa
fengið það inn í mína ungu vit-
und að til hennar mætti ég ávallt
koma, og sveik mig aldrei sú vit-
und.
Snauð var Úlfhildur af hinum
veraldlegu gæðum, utan nauð-
synlegasta fatnað. Þó átti hún
kistu eina mikla, þ.e. heilkistu
í stærra lagi. Kista þessi var með
kúptu loki, og handraða undir
loki, í öðrum gafli, og lok yfir
á blindlási. í kistu þessari geymdi
Úlfhildur aðallega fatnað þann,
sem hún notaði ekki daglega.
Kistu þessari fylgdi stór pípu-
lykill, koparsoðinn um hand-
fang og skegg. Sjaldan var ég
við, þegar Úlfhildur opnaði kistu
sína, og vissi því ekki hvernig
hverju einu var þar fyrir kom-
ið. Það var þó einn hlutur
geymdur, sem ég fékk að hand-
leika flestum oftar. Að morgni
allra stórhátíða svo og á afmælis-
degi mínum, fór Úlfhildur í
kistu sína, kom þaðan með lítið,
en mjög fallegt bollapar, með
breiðri, blárri rönd, færði móð-
ur minni það og sagði: Hann Óli
á að drekka úr þessu í dag, og
hún bætti við: „Hátíð er til heilla
bezt“. Enginn veit, hve lengi
Úlfhildur hafði átt þetta bolla-
par, áður en hún kom til for-
eldra minna, en víst er það, að
enginn drakk úr því á þeim ár-
um er ég man nema ég — og
það aðeins þá mest skyldi við
hafa, sem fyrr er sagt. Bollapar
þetta átti ég að eignast að Úlf-
hildi látinni, og gerði það, en
því miður hefi ég ekki gætt þess
svo vel sem hún, því að fyrir
VIKAN 29