Vikan - 04.08.1966, Blaðsíða 9
Bílapróffun
ViBciunna^
PISNUth
Valiant
Staða petala er einstaklega þægi-
leg og vélin svo snörp og kvik
til andsvara, að það er freistandi
að gefa henni gas þegar hægt
er og finna hvernig maður kless-
ist aftur í sætið. Stýrið er kann-
ski ekki alveg eins gott og í
sumum Evrópubílum en engu að
síður er ekkert upp á það að
klaga og bremsurnar eru léttar
og vinna vel. Mér finnst þessi
bíll skemmtilegastur á hraðan-
um frá 40 og upp í 60, en ég er
undrandi á því hvað maður verð-
ur mikið var við hraðann þar
fyrir ofan. Á holóttum vegi
fannst mér hann full stinnur til
þess að vera þægilegur líkt
og of mikið væri í dekkjunum
og hættir dólítið til þess að hoppa
og skoppa í þvottabretti og hol-
um, ef slegið er í. f umferð-
inni er hann prýðilegur, auð-
velt og þægilegt að skjótast á
honum þar, af þetta stórum bíl
að vera og beygjur tekur hann
sæmilega án þess að vera nokk-
ur snillingur. Það er hægt að
halda 40 km hraða umhverfis
hringinn á Hagatorgi en þar fyr-
ir ofan virðist hann fara að verða
nokkuð laus. Ég hef það á til-
finningunni að þetta sé ekki bíll,
sem maður klappar á makkann
og þvær jafnvel oftar en nauð-
synlegt er, en ég hef það líka á
tilfinningunni að hann sé frá-
bær nytjahlutur og gæti með
sæmilegri meðferð orðið í góðu
ástandi eftir 10—15 ár.
GS.
Plymouth Valiant 200
Þyngd: 1.260 kg.
Lengd: 4.78
Breidd: 1.78
Hæð undir lægsta
punkt: 13,5 cm.
Hestaflatala vélar 147
ha.
hámarkshraði: 150 km.
Viðbragð: 0-100 km.
í n
Eyðsla' á 100 km.:
10-14 1.
FLOGIÐ STRAX
FARGJALD
GREITT SÍÐAR
26 daga ferð: 13.
ágúst — 7. sept-
ember. Verð kr.
16.500.00.
Fararstjóri: Gest-
ur Þorgrímsson
kennari.
Flogið verður til Osló og dvalist þar einn sólarhring en síðan
farið með Kong Olav til Kaupmannahafnar og dvalist þar 1*4
dag en flogið síðan til Sofia og dvalist þar í 2 sólarhringa og með-
al annars farið til Rilaklausturs. Þaðan verður flogið til Burgess
og ekið til Ncssebur og dvalist þar á „Sunny Beach“ sólströnd-
inni þar til 5. september á nýjum og góðum hótelum. Meðan þar
er dvalist gefst þátttakendum tækifæri til þess að fara í smærri
og stærri skoðunarferðir m.a. til Istanbul, Odessa, Aþenu svo
nokkuð sé nefnt gegn aukagreiðslu. Þann 5. september verður
flogið aftur til Kaupmannahafnar frá Burgess og farið daginn
eí'tir kl. 4 með Kong Olav til Osló og komið þangað 7. scptember
og flogið til Keflavíkur um kvöldið.
Innifalið er allt fæði í ferðalaginu nema aðeins morgunmatur þá
daga sem dvalist er í Osló og Kaupmannahöfn. Ferðir allar, far-
arstjórn og tvær skoðunarferðir í Sofia, auk fararstjórnar og
leiðsagnar. Feröagjaldeyri er með 70% álagi í Búlgaríu og vega-
bréfsáritun önnumst við og er innifalin í verðinu.
Þátttaka tilkynnist fyrir 31. júlí. Þetta er ein ódýrasta ferð sum-
arsins eða um kr. 630.00 á dag og dvalist verður á einni beztu
baðströnd Evrópu í mildu og þægilegu loftslagi. Dragið ekki að
panta í tima.
LANDS9N t
FERÐASKRIFSTOFA
LAUGAVEG 54 - SlMAR 22890 & 22875 -BOX 465
VIKAN 9