Vikan - 04.08.1966, Blaðsíða 28
Úlfhildarþáttur
Framhald af bls. 23.
engin hurð, var því oftast nægur
hiti þaðan til baðstofu. í þessari
baðstofu hélt Úlfhildur sig með
sín tóvinnuáhöld, rokk, kamba
og kembulár, frá vordögum, að
hlýna tók í veðri, fram til haust-
nátta, þá fluttist hún með vinnu
sína til aðal baðstofu, inn í hlýj -
una. Þar inni sat allt heimilis-
fólkið, við vinnu sína á kvöldin,
eftir að útiverkum var lokið.
Ég var víst ungur, þegpr ég
fór fyrst að venja komur mínar
að hnjám Úlfhildar, og komst
fljótt að því, að ég var þangað
ekki óvelkominn. Snemma ævi
minnar mun Úlfhildur hafa tekið
við mig nokkru ástfóstri, þótt
lítt sýndi hún það í fleðulátum,
en kom fram af heilbrigði, sem
huggari og hluttakandi ef eitt-
hvað amaði að mér, og amma var
ekki við höndina.
Þegar hér er komið, vorum
við fjögur systkin á lífi. Það
elzta stúlka, sem aldrei steig í
fætur, lömuð af hinni illræmdu
enskusýki, frá því á öðru ári,
en náði þó átján ára aldri. Hin
þrjú, sem á fótum vorum, var
stúlka fimm árum eldri en ég,
og önnur tæpum fimm árum
yngri. Fjögur systkin okkar voru
áður dáin. Öllum okkur var Úlf-
hildur mjög góð. Þó finnst mér
enn, að mest ítök ætti ég í eða
hjá henni, og held ég að þetta
sé ekki óeðlilegt, þar eð ég mun,
eftir að ég komst vel á legg,
hafa verið bezt við hennar hæfi,
þar sem önnur systir mín var
fimm árum yngri en ég, sem
fyrr er sagt. Þess utan var ég
einn drengja á bænum.
í þá tíð, voru aðal leikföng
sveitabarna heimanfengin, þ. e.
horn, leggir og kjálkar, á sumrin
úti, á vetrum inni, að einhverju.
Mest dálæti hafði ég á horn-
unum, og þegar mér bættust á
haustin og fram eftir vetrinum
ný horn, sem flestir nema ég
munu hafa talið að helzt til oft
bæri við, þar eð bráðapestin
hranndrap úr unga fénu þá, á
flestum jörðum, þá lagði ég strax
leið mína til Úlfhildar, til þess
að fá hennar álit á þessum nýju
sauðum, ám eða lömbum, sem
mér höfðu bæzt í hjörðina, sem
þó var talin all stór fyrir. Að
sjálfsögðu gerði Úlfhildur mér
það til geðs, og skoðaði þetta
rækilega, og lét álit sitt í Ijós,
og var það álit hennar oftast á
einn veg.
Úr því að ég minntist á leik-
föng okkar systkina, þá bætt-
ust okkur á hverjum vetri, með-
an faðir okkar lifði, margskonar
munir, sem hann tálgaði út úr
ýsuklumbum á meðan hann var
í verinu. Þetta voru einkum
margskonar fuglar, kindur,
hundar, tófur, — og menn. Gripi
þessa bar hann í vettlingum sín-
um, þegar hann kom heim um
helgar eða á frátökudögum. Oft-
ast sá ég þetta á vettlingunum
þegar hann hengdi þá af sér, en
aldrei dirfðist ég að forvitnast
frekar um það, fyrr en han tók
til vettlinganna, þá fór ég að
færa mig nær. Þegar búið var
að skoða þetta, þá lagði ég leið
mína til Úlfhildar, og sýndi
henni hvern grip fyrir sig. Þetta
var allt fagurlega smíðað, en
einna minnst var henni um tóf-
una, en sagði þó: Það á við að
tófan fylgi fénu, því á meðan
tófa fylgir fénu, þá verður ekki
bitið úr þeirri hjörð á meðan.
Þetta var trú gamla fólksins, og
ef til vill reynsla.
Þannig var það einnig, þegar
ég fékk eitthvað nýtt að klæðast
í, þó ekki væri nema skó á fæt-
urna. Þá var sjálfsagt að arka
til Úlfhildar, til að sýna henni.
— Fyrir löngu veit ég, að hún
hafði ánægju af þessari hugul-
semi minni, þótt hún léti lítið
á því bera hverju sinni.
Þegar ég komst að því, að
spil voru ekki einasta handa
börnum til þess að byggja úr
bæi og borgir, sem hrundu, ef
gengið var harkalega um, það
mátti einnig nota þau til leiks
þess, sem fullorðna fólkið nefndi
að „spila á spil“, þá fékk ég
strax löngun til að læra þá list,
og ég arkaði til Úlfhildar. Að
deginum, höfðu flestir annað að
gera en að kenna krakka að
spila, þótt ég hefði hinsvegar
nægan tíma. Og þegar til Úlf-
hildar kom, þá hafði hún ávallt
einhverja stund fyrir mig. Ég
kom að hnjám Úlfhildar, með
spil í höndunum, þar sem hún
sat í sínu venjulega sæti, við
fótagafl rúms foreldra minna,
með barnaspil, sem lítið voru
stærri en venjulegur eldspýtna-
stokkur, (eldspýtur voru þá oft-
ast nefndar fírspýtur eða fí-
spýtur).
Úlfhildur sléttaði úr svuntu
sinni yfir hné sín og sagði, að
þetta yrði að vera spilaborðið.
Ég settist á fótaskör móður
minnar, og Úlfhildur tók til að
gefa spilin. Þá kom svolítið
vandamál, viðvíkjandi smæð
spilannna, og Úlfhildur sagði:
Eg er orðin svo dauffingruð að
ég góma þau ekki, og varð ég
þá að gefa, eftir hennar fyrir-
sögn. Nú skulum við spila hund,
sagði Úlfhildur, og var ég hinn
ánægðasti. Þegar hún ætlaði að
fara að fletta spilunum, þá kom
í ljós, að þessi smáu spil, voru
hinum daufu fingrum Úlfhildar
óviðráðanleg. Hún varð því að
breiða úr þeim á keltu sína, og
spila þannig úr þeim. Þannig
lærði ég að spila hund. Ekki
spiluðum við á hverjum degi,
og aldrei lengi í einu. Það tók
því drjúgan tíma að læra að
spila hund. Þegar ég taldi mig
fullnuma í þeirri grein, þá spurði
ég Úlfhildi, hvort hún gæti ekki
kennt mér annað en hund? „Jú,
ég skal kenna þér tveggja manna
alkort," svaraði hún. Næst þeg-
ar ég kom til Úlfhildar með spil,
byrjaði kennsla í fyrrnefndu
spili. Það er spilað eins og fjög-
urra manna alkort, og öll spil
28 VIKAN