Vikan


Vikan - 04.08.1966, Blaðsíða 37

Vikan - 04.08.1966, Blaðsíða 37
upp. En hefndarinnar naut ekki lengi við, þv( forstöðumaður hins nýja Hótel Waldorfs hafði aðrar óætlanir á prjónunum. Hann var danskur að ætt, hét Georg Boldt. Og hann kenndi hinum tortryggnu New York búum þann lærdóm á fáum árum, að það gæti verið að minnsta kosti ejns fínt að borða utan heimilis sem heima, — jafn- vel að halda veizlur. Eftir nokkur ár var „Boldts brjál- æðingahúsið" eins og það var nefnt til að byrja með, fullsetið af virðulegasta fyrirfólki borgarinnar, og rekstur þess gekk með ágæt- um. Sem sagt, Conrad Hiton hélt á- fram að græða og það gekk fyrir honum líkt og pressaranum í Dúfnaveizlu Halldórs Laxness, að sífellt komu inn meiri peningar fyr- ir húsin og meiri hús fyrir pen- ingana. Hilton safnaði hótelum eins og sumir safna frímerkjum en hann gætti þess vel að halda svip íburðar á öllu sem hann lét byggja og það má segja, að öll glæsi- leg lúxushótel séu nú sniðin eftir fyrirmyndum Hiltons. A jarðhæð í hótelum Hiltons eru venjulega ó- hemjulega viðáttumikil anddyri, sem sýnast enn víðáttumeiri fyrir það, að lágt er til lofts. Allt er teppalagt og búið góðum hægind- um. Nýjustu landvinningar Hiltons eru í þeim borgum gamla heimsins, sem hótelmenning hefur lengst af ver- ið traustust, það er London og Par- ís. í London stendur Hilton-skýja- kljúfurinn við Hyde Park og gnæf- ir yfir flestar aðrar byggingar. Hiltonhótelið í París stendur á hægri bakkanum, skammt frá Eiffelturn- inum, glæsileg bygging eins og við er að búast, en áður hafði Hilt- on raunar byggt hótel við Orly- flugvöll, utan við Paris. Það hefur vakið athygli í þessari miklu ferða- mannaborg París, að þegar Hilton opnaði sitt hótel á dögunum, voru liðin rúmlega 30 ár frá því nýtt hótel hafði verið vigt. Annars er orðið hérumbil sama hvert farið er; í öllum stórum og frægum borgum er Hilton búinn að koma sér fyrir, nema austan við járntjaldið. Þar á hann eftir að nema land. Og landnámi hans er allsstaðar fagnað þar sem menn vita, að hann býður aðeins það bezta. Ekki er vitað til þess að hann hafi falazt eftir skika undir hótel á Islandi, enda yrði það vafa- laust eina landið í hinum vest- ræna heimi þar sem honum yrði meinað að byggja. Það kemur eins og kunnugt er til af þeirri stað- reynd, að íslenzk menning og þjóð- erni þolir ekki útlent fjármagn. Hilton er nú kominn á efri ár og það hefur verði umsvifasamt í persónulegu lífi hans ekki síður en á athafnasviðinu. M.a. gekk hann að eiga kvikmyndaleikkonuna Zsa Zsa Gabor árið 1942 og þegar slitnaði uppúr því fjórum árum síð- ar, varð hann að inna af hendi til hennar gífurlegar fúlgur. Með henni eignaðist hann dóttur, sem hefur verið hjá móður sinni síðan. Hilton hefur eins og að líkum læt- ur haft öðrum hnöppum að hneppa en að stunda friðsælt heimilislíf og það hefur gengið út yfir farsæld hans í hjúskaparmálum. Hann er á sífelldum þeytingi milli staða, lítur eftir heimsveldi sínu með ó- þreytandi árvekni og unir ekki glað- ur við sitt nema hann geti stanz- laust fært út kvíarnar. A fjármála- sviðinu er hann séní, eitt af mestu stórmennum allra tíma á vettvangi athafnalifsins. ☆ f blóð borið Framhald af bls. 17. — Yður finnst gott að vera hér? spurði ég. — Auðvitað, sagði hún snöggt. — Hvernig ætti mér að finnast ann- að? Svo bætti hún við, rétt eins og hún væri að ögra mér: — Finnst yður það ekki Iíka? Eg gat ekki svo vel skýrt það fyrir henni að ég hafði neyðzt til þess gegn eigin vilja. Að það sem mig í raun og veru langaði til var að vera Ijóshærður Engil-saxi, klæddur gömlum Harris-tweed jakka, með skinnbótum á olnbog- unum, drekka bjór og bitter og skjóta með pílum í mark, á þorps- knæpunni og reykja pípuna mína í rólegheitum. En vegna útlits míns, sem varð austurlenzkara með ár- unum, var mér hentugast að vera hérna kyrr. Eg sagði því: — Jú, mér finnst ágætt að vera hérna, það er töluverð tilbreyting frá því sem heima er. Rétt í því stóð Art- hur Baines á fætur, ekki sem stöð- ugastur og kynnti okkur fyrir Lee Wang. Burtséð frá því að hann var á- kaflega snyrtilega og vel klæddur, var ekkert í fasi Lee Wang sem bennti til þess að hann væri auð- ugur maður. Eins og mjög tákn- rænt er með Austurlandabúa var ekki svo gott að gizka á aldur hans. Hann gat verið allstaðar á milli 25 og 55 ára. Það sem mér fannst athyglisverðast við hann voru hendur hans, þær voru smá- ar og fíngerðar, eins og konuhend- ur. Enska hans var óaðfinnanleg og hann talaði með Oxford-hreim. Hann tók í hendina á Arthur Bain- es og mér, en hneigði sig fyrir Betty. Arthur Baines hafði orðið að mestu leyti. Lee Wang lagði orð Hinar undursamlegu snyrtivörur frá: PIERRE ROBERT Institutdc Bcautó I’icnc Rohcrt;36.Kucdii Kauhourg'S^int I loiiorc.Paris. VerSa brátt nr. 1 listanum eins og á hinum NorSurlöndunum. Hin þekktu L. D. B. krem við öll tækifæri: New Deep hreinsunar- krem, Cardinal Skin Tonic, Calme Lotion, varalitir, t.d. Pearl, (sanseraðir). P.S. Fyrir ungu stúlkurnar hefir þetta fyrirtæki snyrtivörur undir nafninu JANE HELLEN t.d. varaliti sem kosta aðeins 59,50 kr. í smásölu. UMBOÐS- & HEILDSALA: ISLENZK-AMERISKA Verzlunarfélagið H/F • Aðalstræti 9, Simi-17011 ÚTSÖLUSTAÐIR í REYKJAVÍK: OCULUS, Austllrstræti, MIRRA, Silla OB Valdp.-húsinu, GJAFA- OG SNYRTIVÖRUBÚÐIN, Banka- stræti, SNYRTIVÖRUBÚÐIN, Laugavegi 76, AKRANES: SNYRTI- VÖRUVERZLUNIN DRANGEY, KEFLAVÍK: VERZLUNIN ÁSA, ÍSAFJÖRDUR: VERZLUNIN ÍSÓL. VIKAN 37

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.