Vikan - 04.08.1966, Blaðsíða 6
P. S. Parket og Jaspelin
gólfdúkur - nýir litir.
Einnig linoleum parket-gólfflísar
í viSarlíkingu.
HVERFISGÖTU 50. - SÍMI 18830.
Tveggja manna svefnsóíi
og samstæðir stólar
„MÁ BJÓÐA YKKUR SMÁRIT"?
Vikan, Reykjavík!
Hvað segir maður við fólk, sem
bankar uppá og býður smárit frá
einhverjum sértrúarsöfnuðum og
er svo uppáþrengjandi, að það er
plága að losná við það. Þó er það
alls ekki ókurteist, heldur aðeins
svo ísmeygilega ýtið og maður
á eitthvað svo bágt með að æsa
sig upp. — Með beztu þökkum
fyrir einhver góð ráð.
Vegmey.
Engin þörf er að æsa sig upp og
ekki heldur nein þörf að hlusta
á málalengingar þessa fólks. Að-
eins skaltu gera eins og biskup-
inn ráðlagði mönnum gagnvart
ákveðnum sértrúarsöfnuði: „vísa
þeim á dyr kurteislega en einarð-
lega“.
BÍTLAR OG FEGURÐARDROTTN-
INGAR.
Kæri Póstur!
Ég ætla að skrifa þér nokkrar
línur, bæði til að þakka það góða
í blaðinu og rífast yfir því, sem
mér finnst miður fara. Ég vona
að þú takir það ekki illa upp.
Ég er hvað óánægðastur yfir
því. að mér i'innst ekki nógu vel
vandað til valsins á fegurðardís-
unum ykkar nú orðið. Getur ver-
ið að íslenzkri kvenfegurð sé að
fara aftur, eða er kannski erfitt
að fá stúlkur í þessa keppni?
Nóg um það. Ég vona að þú tak-
ir þetta ekki svo, að ég sé að
skamma þig fyrir þetta, því ég
veit að þetta er ekki þér að
kenna. Leitt þótti mér að lesa
ummælin um hljómleika The
Hollies í 22. tbl. Þar slettir höf-
undur saur og fullyrðir ýmislegt
um fatnað og söngrödd o.fl. o.fl.,
eins og það væri fimmtíu til sjö-
tíu ára gömul kerling, sem skrif-
aði ummælin. Auðsjáanlega hafði
höfundur ekki hundsvit á því
sem hann var að skrifa um, né
nokkurn áhuga á þessu áhuga-
máli okkar unga fóksins. Ég
varð öskureiður af að lesa þessa
endaleysu. Jæja, þá er þessu
rifrildi í mér lokið. Ég bið þig,
Póstur minn, að skila því til Vik-
unnar, að ég þakka af alhug allt
gott sem í blaðinu hefur birzt.
Það er svo margt, að það er ó-
mögulegt að fara að telja það
upp. Sem sagt. þakka fyrir allt.
Að mínu áliti er Vikan bezta
vikublaðið. Svo er það gamla
spurningin: Hvernig er skriftin?
Með fyrirfram þökk fyrir birt-
inguna.
17 ára Vikuvinur.
„Englnn gerir svo öllum líki, og
ekki Guð í Himnaríki", hefur ein-
hver spakur maður sagt, og
sannast það víst á kvenfólkinu,
því enn mun Guði ekki hafa
lukkast að skapa svo fallega
konu, að allir hafi verið á einu
máli um að róma fegurð hennar.
Þetta á að sjálfsögðu við um feg-
urðardrottningarnar okkar eins
og aðrar, og er álit þitt á yndis-
leika þeirra eitt dæmið um það.
Bítlamúsíkin er víst ekki heldur
alveg óumdeild. Skriftin er góð.
„TÍMINN LÆKNAR SÉRHVERT
SÁR . . ."
Kæri Póstur!
Ég sé að þú svarar stundum
bréfum um persónuleg vandamál,
svo að ég ætla að leyfa mér áð
leggja eitt slíkt fyrr þig.
Ég er tuttugu og þriggja ára
og hef í næstum fjögur ár verið
með sama manninum og raunar
næstum búið hjá honum upp á
síðkastið, þótt við séum hvorki
gift eða hringtrúlofuð. En nú
fyrir skömmu hitti ég annan
mann, sem ég er orðin ofsalega
ástfangin í. Hann er líka hrifinn
af mér og vill giftast mér. Ég
vil ekkert frekar en játa honum,
en hinn vinur minn tekur sér
þetta óskaplega nærri og segist
aldrei framar muni líta glaðan
dag, ef ég yfirgefi hann. Mér er
mjög hlýtt til hans og á erfitt
með að gera honum á móti, þótt
ég elski hann ekki. Hvað finnst
þér að ég eigi að gera?
Ein með samviskubit.
Sértu sannfærð um að þú elskir
síðari vin þinn, sé ég ekki fram
á áð þú getir gert annað skyn-
samlegra en að játast honum. Ef
þú segðir nei við hann og héldir
áfram að vera með hinum, mynd-
urðu áreiðanlega naga þig í
liandarbökin út af því og það
kæmi til með að hafa þau áhrif
á sambúðina, að hvorugt ykkar
hefði neina lukku út úr því. Og
cf vinur þinn, sem þú vilt nú
yfirgefa, er mjög svartsýnn á til-
veruna í bráðina, þá sakar ekki
6 VIKAN