Vikan


Vikan - 04.08.1966, Blaðsíða 44

Vikan - 04.08.1966, Blaðsíða 44
— Er ekki meira en nóg að gera? Hefurðu marga kennara við skól- ann? — Við erum tvær eins og er, ég og enskur ballettkennari, Miss Lois Bennett. — Og hugsar þú þér að helga starfskrafta þína djassballettinum í framtíðinni? — Jó, ég er ókveðin í því. Eg vinn að því um þessar mundir að koma upp dansflokki, og ég vona að hann verði kominn ó laggirnar nú um næstu óramót. ,,Show-busi- nessinn" hjá okkur hefur til þessa verið átakanlega fábreyttur. Hann er nánast ekkert nema grínvísna- söngvarar. heir eru sumir mjög góð- ir í sinni grein, en auðvitað ekki einhlítir. Það er nauðsyn á miklu meiri fjölbreytni á sýningarsviðum samkomuhúsanna okkar. Og í því sambandi getur djassballettinn ó- tvírætt haft mjög þýðingarmiklu hlutverki að gegna. dþ. 200 bréf á viku Framhald af bls. 15. — Já, íslenzk lög eru yíirleitt mjög vinsæl og oftast tvö eða þrjú gang- andi í einu. Um þessar mundir eru vinsælustu íslenzku lögin ..Leyndar- mál“ og „Elskaðu mig“. — Og óskirnar berast hvaðanæva að? — Já — og ekki síður utan af lands- byggðinni. Einnig er mikið um kveðj- ur frá útlöndum, — einkum frá ungu fólki, sem er við nám erlendis. — Verða þeir, sem kveðjurnar senda, að láta fullt nafn og heimilisfang fylgja með? — Já, annað er helzt ekki hægt að taka til greina. í langflestum tilvik- um er nafn og heimilisfang látið fylgja með. Gerður sagði að lokum, að sér þætti reglulega skemmtilegt að annast þenn- an þátt og lét þess getið, að brá'in væru undantekningarlaust vinsamleg og kurteisleg. Gunnar oq Pétur Framhald af bls. 15. ar), Halldór Kristinsson (Tempó), Henry Erlendsson (l.ogar), Trausti Finnsson (Dúmbó), Hinrik Einarsson (Ernir), Friðrik í Rofum og Dúi í Straumum. Næstir Þorgeiri Ástvaldssyni (orgel) voru Grétar Skaptason (Log- ar), Karl Muller (Lúdó), Ásgeir Sig- urðsson (Dúmbó), Þórir Baldursson, Gunnar Kvaran (Ernir) og Jón E. Jónsson (Sóló). Okkur þótti harla merkilegt, að Þórir Balriursson skyldi hljóta svo mörg atkvæði sem raun ber vitni, þegar þess er gætt að hann hefur sórasjaldan leikið á rafmagnsorgel og aldrei verið í hljómsveit sem spilari á slíkt hljóðfæri. Ef til vill er skýringin fólgin í því sem stóð ó einum seðlinum: „Eg kýs Þóri Baldursson, sem lék með Dótum í laginu „Leyndarmól". En vissuð þið, að Þórir SONG líka með Dótum á þessari plötu? Næstir þeim Jóni Trausta Her- varðssyni og Reyni Gunnarssyni (saxófónar) komu þeir Hans Jens- son (Lúdó), Halldór Pálsson (Lúdó), Rúnar Georgsson (Hljómsv. Hauks Morthens) og Guðni Pálsson. Næstir Pétri Östlund (trommur) voru Stefán Jóhannsson (Dátar), OSafur Backmann (Mánar), Einar Hólm Ólafsson (Ernir), Sigurður Stefánsson (Logar) og trommari Þairra frá Akureyri. Næstur Rúnari Gunnarssyni, sem kjörinn var vinsælasti söngvarinn, var Helgi Hermannsson (Logar). Þeir fsngu ta'svert fleiri atkvæði en aðrir, sem nefndir voru til sög- unnar í þessu sambandi. Þeir, sem skiptu á milli sín öðrum atkvæðum, voru Sigursteinn Hákonarson (Dúm- bó), Rúnar Júlíusson (Hljómar), Jón- as Jónasson (5 Pens), Einar Júlíus- son (Pónik), Arnþór Þórhallsson og Ole Gjöferá (Fónum, Neskaups- stað). ★ B upptökusal Framhald af bls. 15. laginu Water Melon Man, sem er gamalt og gott blues lag. Þótti öll- um gáfulegt að útiloka öll svoköll- uð „topplög", þar eð upptakan mundi heyrast í útvarpinu að all- löngum tíma liðnum og þá hætt við cið tekið yrði að slá í slíkt lag. Lagið Water Melon Man er liflegt b'ues lag og hentar vel hljóðfæra- skipan Óskahljómsveitarinnar. Rún- ar Gunnarsson, söngvari, þekkti íagið, en hafði aldrei sungið það rg kunni því ekki textann. Pétur Öst'und var f'jótur til og skrifaði textann á blað á svipstundu. Pétur sagði okkur um þetta lag, að þcð væri eftir Herbie Hancock, nsanir.ta hjá Miles Davies, þeim þekkta jazzfrömuði. Lagið söng fyrst náungi að nafni Mongo Santa Maria, en nýlega kom það út á niöiu með hljómsveit Manfred Mann, sungið af Paul Jones. Gunnar Þórðarson var byrjaður að æfa sig á laginu strax og Pétur minntist á það — á munnhörpu. Hann gangur ölíum stundum með n'ru'itla munnhörpu í vasanum og b!æs i hana sjálfum sér til mikillar ánæg'u en hinum Hljómunum til hrellingar! Um 10 leytið birtist Þorgeir í dyr- unum og sagði sínar farir ekki slétt- ar. Hann hafði lent í vandræðum með að ná í orgelið sitt, sem var læst inni í einu samkomuhúsinu. Þegar hann var að byrja að koma hljóðfærinu sinu fyrir, kom Jón Trausti móður og másandi, en hann hafði hlaupið i loftköstum niður á höfn til þess að sækja saxófóninn sinn. Og meðan blásið var í saxó- fóna og kroppað i gítarstrengi sat Pétur Öst’und úti í horni og lamdi í einhvern furðulegan púða af mikl- um móð. Það er „upphitun" hjá Pétri, sögðu strákarnir okkur, og það var auðséð á Hljómum, að þeir prisuðu sig sæla að hann skyldi láta sér nægja að banka í svona púða! Rúnar Gunnarsson hafði greini- lega tekið ástfóstri við hinn nýja gítar Gunnars Þórðarsonar. Hann sat með gripinn í fanginu og sló í strengina. Gunnar sat við hlið hans og raulaði „Það er draumur að vera með Dáta"! . Um kl. hálf ellefu kom Knútur Skeggjason, dagskrártæknimaður, á stúfana, en hann sá um hljóðritun- ina. „Ja, nú lízt mér ekki á blikuna", sagði hann, þegar hann sá, hve margir voru í hljómsveitinni. Og svo fór hann að koma fyrir hljóðnem- um á víð og dreif um salinn en vandinn er sá, að koma þeim þann- ig fyrir, að góður samhljómur ná- ist. Pétur hafði lagt teppi undir trommusettið og yfir bassatromm- una hafði hann sett frakkann sinn. Það var ákveðið að taka lagið upp í tvennu lagi — undirleikinn fyrst en siðan söng og gítarsóló. Um það leyti sem upptaka á und- irspilinu var að hefjast, leit Gerð- ur Guðmundsdóttir inn til okkar, hún starfar á auglýsingastofunni á næstu hæð fyrir neðan. Það tók nokkurn tíma að fá jafn- vægi í undirspiiið — fyrst í stað heyrðist ekkert í orgelinu, þá var rhythmagítarinn orðinn einum of hávaðasamur og saxófónarnir þóttu líka yfirgnæfandi. Eftir að lagið hafði verið leikið ti! enda tvisvar sinr.um, var hægt að hefja upp- tökuna. Þá var orðið a!l fjölmennt h'á upptökustjóranum, starfsstúlkur hjá Utvarpinu höfðu runnið á hljóð- ið — og svo var Kristján Magnússon mættur til þess að taka myndirnar fyrir okkur. Áður en hann fór inn í upptökusalinn, leitaði hann vel og lengi að einhverju til þess að stinga í eyrun! Eins og allir vita er Kristján í hópi okkar ágætustu jazzpíanista, en hefur aldrei leikið tón'ist skylda þeirri, sem þarna var f’.utt. Að lokinni fyrstu upptöku fengu allir að hlusta á árangurinn. Hljóm- sveitarlimirnir sátu hjá hátalaran- um og bentu öðru hverju á hinar og þessar nótur, sem hefðu nú kannski mátt fara betur. Þrjú sóló eru leikin í laginu — á orgel, saxó- fóna og gítar. Þótt ekki hafi ver- ið um stórvægileg mistök að ræða í þessari fyrstu upptöku, var samt ákveðið að taka undirspilið upp aftur. Það gekk eins og í sögu og nú var röðin komin að þeim Rún- ari Gunnarssyni og Gunnari Þórð- arsyni. Þeir fengu nú heyrnartól á kollana og heyrðu þannig undir- spilið. Þessi upptaka gekk mjög vel, þótt Rúnar hefði aldrei sungið lagið áður — og Gunnar hafði sett eitthvert apparat í samband við gítarinn sinn, og fékk þannig hin furðulegustu hljóð úr hljóðfærinu. Og þannig lauk þessari upptöku með því að allir þökkuðu Knúti Skeggjasyni fyrir vel unnið starf og auðsýnda þolinmæði — og auðvif- að sögðust allir hlakka til að heyra þetta aftur í útvarpinu miðvikudag- inn ??. ????, kl. 21 í þættinum Lög unga fólksins. ★ Modesty Blaise Framhald af bls. 5. — Hann væri ekki svo vitlaus að sleppa mér og sjá fyrir þér, Willie. Eg gæti talað. — Það væri nú kannske mögu- legt fyrir hann. — Ekki meðan við völdum eng- um vandræðum. Minnstu þess. En við verðum bara að sjá til. — Rétt. Willie teygði aftur úr sér og siappaði af. Eftir svo sem hálfa mínútu spurði hann: — Hvernig fór með fylfullu merina þína í Ben- ildon? 17. Klukkan var ellefu, þegar Mc- Whirter kom inn í klefa Gabríels. Gabríel sat með gaffal í hendinni og var að éta af hrokuðum diski með salati, ávöxtum og hnetum. Mjólkurglas stóð á borðinu hjá hon- um. Frú Fothergill lét fara vel um sig í bólstruðu sæti meðfram öðr- um veggnum og rýndi í krossgátu í tímariti. Aðeins þrjú orð höfðu verið skrifuð inn með klunnalegri, barnalegri rithönd. — Þau hafa verið að tala, sagði McWhirter. — Það er allt á segul- bandinu, svo mikils virði sem það nú er. Gabríel lyfti augabrúnunum og McWhirter yppti öxlum. — Oh, samhengslaus þvæja! — Eins og? McWhirter lokaði augunum. — Hestar; Stúlka í Santiago; Ijóð C.S. Lewis; að setja quartz-iodine öku- Ijós á bílinn hennar; Bourbon Street, New Orleans og Al Hirts jass combo; de Lamerie silfrið, sem hún keypti hjá Christie,- Harold Pinter — Blaise finnst hann stór- kostlegur, Garvin hefur ekkert álit á honum; eifthvert elektróniskt kjaftæði um stuttbylgju generator, sem hann var að reyna að útskýra fyrir henni; Otto Klemperer sem stjórnanda níundu simfóníu Beth- hovens; stúlku í Santiago — — Nóg. Gabríel lagði frá sér gaffalinn. — Attu við að þau hafi ekki talað um, hvað yrði um þau? — Aðeins fáeinar mínútur. Þau eru níutíu prósent viss um, að þau fá að halda hausunum, svo lengi sem þau dansa eftir okkar pípu. — Gott. Gabríel fékk sér mjólk að drekka. Frú Fothergill klóraði sér á bringunni og horfði á hann með nokkrum kvíðasvip. — Það væri skrýtið að sleppa þeim, sagði hún. — Það hentar mér, ef þau.halda það — þangað til að Blaise hefur séð um söluna I Istanbul. Frú Fothergill hugsaSi sig um stundarkorn: — Attu við, að þú ætlir ekki að sleppa þeim? spurði hún. — Ég á við það, frú Fothergill. Það stríkkaði ofurlítið á vörum Gabríels. — Hafðu ekki áhyggjur. Þau verða hressing handa þér. Hann drakk út úr glasinu og 44 VIKAN

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.