Vikan


Vikan - 04.08.1966, Blaðsíða 43

Vikan - 04.08.1966, Blaðsíða 43
STALHUSG'O'GN W Sterk og vöndud Verd vid allra hæfi Gócfir greidsluskilmáiar Lifaval á plastáklædi og bordplasti Velfitappar á stólfótum án aukakostnada r ALLT i ELDHUSIÐ Á SAMA STAÐ vid Ódinstorg sími 10322 enn mciri lúxus. Menn munu halda áfram að sigla yfir At- lantshafið eða kringum hnöttinn á skipum eins og „Leonardo da Vinci“ eða „France“ og munur- inn verður raunar einkum sá, að lúxusskip framtíðarinnar verða atómknúin. Sú tækni er enn á frumstigi; aðeins er það banda- ríska skipið Savannah og rússn- eski Lsbrjóturinn Lenin, sem um þessar mundir er búin þesskon- ar véltækni. Það hefur verið sagt, að lúxussnekkjur milljónamær- inga eins og Onassis, séu að mál- verkasöfnum þeirra frátöldum, sá einasti lúxus sem þeir geta veitt sér umfram flesta sæmi- lega efnaða menn. Lúxussnekkj- an mun halda sessi sínum, ekki sem samgöngutæki, þó þeir dóli á þeim milli hafna, heldur sem skemmtitæki og þess vegna kem- ur það í rauninni ekki þessari grein við. Þótt öðru væri spáð fyrr á öld- inni, heldur bíllinn sessi sínu sem einstaklingsfarartæki og virðist ekki í neinni hættu. Ekk- ert ógnar vinsældum bílsins, kannski hafa þær aldrei verið meiri en nú, að minnsta kosti hafa bílar aldrei selzt neitt við- líka. Menn eru líka hættir að spá því, að bíllinn verði lagður niður sem s?<mgöngutæki einn góðan veðurdag, eða eitthvað betra komi í hans stað. Aöeins munu bílar taka verulegum breytingum til batnaðar. Með til- liti til hárrar tölu dauðsfalla af völdum bifreiðaslysa, mun meg- ináherzlan lögð á öryggshliðina. Þar fyrir utan munu bílar gerð- ir bæði þægilegri og ódýrari en þeir eru nú. Því er almennt spáð, að rafsegulbrautir verði lagðar í alla meiriháttar þjóðvegi og bíl- ar verði þannig útbúnir, að þeim verði einfaldlega stýrt inn á raf- segulbrautina og þar stillt á sjálfstýringu. Bílstjórinn snýr sætinu sínu aftur ef verkast vill, tekur sér bók í hönd, spilar við farþegana, eða þeir kveikja á litsjónvarpinu, sem vitaskuld verður í hverjum bíl. Allt verður gert til þess að minnka óþæg- indin, minnka áreynsluna, tauga- spcnnuna, sem alla er að drepa í borgum nútímans, og er eins- konar barnasjúkdómur menning- arinnar. Bæði er það, að taugar afkomcnda okkar verða betur til þess fallnar að þola hraða og spennu og svo hitt, að spennan í daglegu lífi verður í sjálfu sér minni, samgöngutækin eiga ekki sízt þátt í því; í lofti á láði og Iegi munu þau svífa eða renna áfram, án titrings, án hávaða og ýmissa þeirra óþæginda, sem all- ir þekkja núna. Sumir telja að eftir þessu sé ekki svo ýkja langt að bíða, að minnsta kosti ekki hjá hinum auðugri þjóðum, og þá verður bæði auðvelt og skemmtilegt að lifa. G.S. Fegurðardrottning . . . Framhald af bls. 27. — Þetta er viðurkennt snilldarverk, en þó svo einfalt að allir geta not- ið þess, beint úr daglega lífinu. Martha Graham er ó dólítið ann- arri l(nu, klassískari og torskildari, finnst sumum. Hún sýslar mikið með Ijós og skugga og dularfullar verur eins og engla og afturgöngur. Það er sagt að hún hafi mikil dóleiðandi óhrif á áhorfendur sína. — Hvaða munur viltu segja að sé á klassískum ballett og diass- ballett? — Nú á tímum virðist mér sá síðarnefndi hafa meiri möguleika. I klassískum ballett er tæknin aðal- atriðið. Til þess að hún sé nægilega mikil þarf gífurlega þiálfun; það þarf beinlínis að skipta um líkama. En innlifun í hlutverkið er auka- atriði. Hún er hinsvegar aðalatrið- ið í diassballett. Hann er ekki ein- ungis dans, heldur einnig leikur. Hann virðist líka ná betur til fólks- ins, kemst nær því að gefa öllum eitthvað. West Side Story er gott dæmi um það. Við spurðum Báru nú um djass- ballettskólann hennar. Aðsóknin að honum hefur verið mikil, og bendir það ótvírætt til þess, að Bára hafi á réttu að standa, þegar hún segir að þessi listgrein henti tímanum, sem við lifum á. — Við byrjuðum með sextíu nem- endur, en siðasta mánuðinn, sem við kenndum í vor, voru þeir orðn- ir þrjú hundruð. Nú erum við að byrja aftur, höfum fengið húsnæði fyrir æfingasal í Júpiter & Marz- húsinu inni á Kirkjusandi, og höf- um undanfarið verið önnum kafin við að innrétta það. — Nemendurnir eru að sjálf- sögðu flestir á ungum aldri? — Ekki yngri en 11 ára í djass- ballett. En ég tek nemendur niður í 7 ára aldur ( klassískum balletf. Klassiskur ballett er mjög góð und- irstaða og nauðsynlegt að hafa hann með. — Nemendurnir eru að sjálf- sögðu bæði piltar og stúlkur? — Stúlkurnar hafa til þessa verið í miklum meirihluta. Það er miklu erfiðara að fá piltana til að dansa með, en við vonum að það lag- ist. VIKAN 43

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.