Vikan


Vikan - 04.08.1966, Blaðsíða 23

Vikan - 04.08.1966, Blaðsíða 23
mörkuð verður sú greinargerð, og ber margt til. í fyrsta lagi, miðlungi mikill sögumaður og aðal sögupersónan fædd fyrir tæpum 160 árum. Hér er fátt, sem vísar veg til við- burða hins daglega lífs, hins venjulega, en hljóðláta alþýðumanns á tímabili því, sem hér um ræðir. Kirkju- og húsvitjunarbækur, þær sem til eru, má segja að séu heldur fá- orðar um þá einstaklinga, sem þar er getið. Þó eru þær oftast höfuð heimildir, svo langt sem þær ná, um hinn óbrotna alþýðumann síðari alda, t.d. um aldur, heimilisföng og stöðu. Heimildir þær um Úlfhildi, sem er að finna í nefndum bókum, svo og nokkrum manntölum frá nítjándu öld, er það helzta, sem ég hefi að styðjast við um lífsstarf hennar fram um 1880. Eftir það, hefi ég orð foreldra minna, svo og nokkurra ann- arra, sem voru Úlfhildi þá nákunnastir. Nú er ekki lengur til þessa fólks að leita. Það var ekki fyrr en iöngu eftir daga alls þessa fólks, að ég fór að hugsa um að minn- ast að nokkru þessarar æskuvinkonu minn- ar, og að mestu þá um seinan. Það er ekki fyrr en langt er liðið á hinn níunda tug nítj- ándu aldar, að ég get farið af eigin reynzlu, að segja lítillega frá Úlfhildi. Þótt ég væri þá ungur að árum, leikur enn, eftir hálfan sjöunda áratug frá dauða hennar, svo skær birta og ljúfur ylur um nafn hennar, orð hennar og gerðir, frá þeim fáu árum sem leið okkar lá saman, að ekki fölnar, svo lengi sem ég minnist manns. Það eru því þessar minningar, sem hljóta að verða ívaf í þessum þætti mínum um Úlfhildi. Ölfhildur var fædd 1806 eða 7, að Suðurkoti í Grímsnesi. Foreldrar: hjónin Halldóra Erlendsdóttir og Andrés Bjarnason, bæði upprunnin í Grímsnesi. Ung hefur Úlfhildur far ið úr foreldrahúsum, því 1824 er hún orðin vinnukona í Skálholti, og þar virðist hún hafa verið í vinumennsku til ársins 1837. Hún kemur því í Skálholt 27 árum eftir fráfall Hannesar Finnssonar biskups, er síðastur biskupa sat Skálholtsstól. Eftir 1837, finnst hún skrifuð sem vinnukona á tveimur bæjum í Biskupstungum, Reykja- koti í Torfastaðasókn og Holtakotum í Út- hlíðarsókn. Á árunum milli 1850—55, flyzt Úlfhildur úr Árnessýslu, vestur yfir heiðar, þar eð 1856 er hún orðin bústýra að Klappar- holti í Mosfellssveit, hjá Vigfúsi Vigfús- syni úr Biskupstungum. Klapparholt mun hafa verið tómthúsbýli norðan Hólmsár, gegnt Rauðhólum. Býli þetta átti sér ekki langan aldur, þar eð nokkru fyrir aldamót voru þar tættur einar, og eru nú löngu horfnar. Árið 1855 eða 56, tók Vigfús þjóð- jörðina Ás í Bessastaðahreppi, (síðar í Garðahreppi), til ábúðar. Þar bjuggu þau Vigfús og Úlfhildur til ársins 1882, að Vig- fús lét af búskap, þar eð hann var þá að missa sjónina að fullu. Þar með lauk sam- vistum Úlfhildar og Vigfúsar, eftir um 30 ára búskap, ávallt við lítil efni. Aldrei gift- ust þau, og dóu bæði barnlaus. Ekki er ólíklegt, að svo hafi eigur þeirra, það litlar voru, verið af þeim gengnar á síðustu búnaðar árum, að lítill eða enginn varasjóður hafi þar verið til að grípa, þegar elli og líkamlegur heilsubrestur höfðu undir- tökin í lífi þessarra öldnu einstæðinga. Fyrir þeim Vigfúsi og bústýru hans, Úlfhildi, var því aðeins „í eitt hús að venda“, og það var þeirra framfærslusveit, sem þá var, Garða og Bessastaðahreppur. Úlfhildur óskaði eftir, að fá að vera kyrr á jörðinni hjá foreldrum mínum, og varð það svo, en Vigfús fór eitt- hvað í næsta nágrenni. Þrátt fyrir þau sjötíu og sex ár, sem Úlf- hildur hafði að baki, var hún vel ern og heilbrigð á sál og líkama. Heyrn og sjón lítt skert, svo að án gleraugna las hún til síðustu stundar. Minni hennar og frásagnar- list í bezta lagi. Aldrei sá ég Úlfhildi skipta skapi, svo jafnlynd var hún og dagfarsprúð. Þrifin var hún og gekk þokkalega til fara, þótt föt hennar væru stundum snjáð eða bætt. Úlfhildur var gott og skemmtilegt gamalmenni. Aidrei féll Úlfhildi verk úr hendi á rúm- helgum dögum. Almenna hvíldar og helgi- daga las hún í bókum sínum, einkum hús- lestrarbókum, sem hún átti frá búskapar- árum þeirra Vigfúsar, en hann hafði ekki lengur þeirra not, sökum blindu, sem áður er á minnst. f húsvitjunarbók sóknarprests þeirra, þeg- ar þau voru í Klapparkoti, er þessi athuga- semd: „Bæði vel lesandi, og nægur kostur guðsorðabóka." Fram eftir árum Úlfhildar hjá foreldrum mínum, fór hún, vor og sumar, nokkuð til útivinnu, svo sem við túnvinnslu, og við þurrhey á túni, o. fl. léttari útistörf. Illa undi Úlfhildur iðjuleysi, hafði aldrei á það vanizt. Móðir mín varð því alltaf að hafa eitthvað á reiðum höndum handa henni til að hafa á millum handa, og varð það aðallega tóskapur alls konar, annað þó held- ur en prjón. Til þess að fara með prjóna taldi hún sig of dauffingraða. Eftir að ég fór að muna Úlfhildi, minnist ég hennar lang oftast við kamba og rokk. Þegar faðir minn og vinnumaður voru farnir til róðra á vetrarvertíð, frá febrúar- lokum til 11. mai, tók Úlfhildur að sér að „ taka í handa fjósinu“, þ.e. að leysa og láta í launa þá sem ætlaðir voru þeim gripum sem í fjósi voru. Þetta var venjulega átta fiórðungslaupar utan smærri kugga, á dag. Oft hafði hún lokið þessu áður en morgun- kaffið var drukkið, og þurfti ekkert að leggja ofan á verk þetta. Heimakær var Úlfhildur, og fór sialdan út af bænum, eða svo var það þau ár sem ég man hana. Þó fór hún á seinustu árum einu sinni á sumri í heimsókn til fornrar vinkonu sinnar. Kona þessi var hin þekkta merkiskona Guðlaug Gisladóttir að Óseyri við Hafnarfjörð. Þegar hér er komið sögu, var Guðlaug orðin al blind, en dvaldi hjá einkadóttur sinni Guðnýju og Haraldi Möller trésmíðameistara. Hjá Guðlaugu dvaldi Úlf- hildur góða stund úr deginum, og hafa þessar fornu vin- og grannkonur, haft margs að minnast frá þeim árum þegar báðar höfðu búsforráð en fundir nú svo strjálir. ,.Guð- laug í Óseyri", en svo var hún venjulega nefnd, var öll sín búskaparár, það vel efn- um búin, að hún mun tvímælalaust hafa (í þeim efnum), gengið næst Þórunni á Hval- eyri, sem efnuðust var talin kvenna í Gull- bringusýslu á þeim tíma. En Úlfhidur í Ási snauð af veraldar auði. Ábýlisjarðir þess- arra þriggja merkiskvenna, mynduðu lítinn þríhyrning, og því skammt þeirra á millum. Það hefur því verið eitthvað annað en lend- ur og lausir aurar, sem dró þessar konur hverja að annarri. Sennilegt er, að þar hafi manngildið ráðið, og hafa eflaust allar þess- ar konur vitað, að „maðurinn er gullið, þrátt fyrir allt“. Eitt sinn er ég kom að Óseyri, þá tíu ára gamall, og kvaddi Guðlaugu, sem þá var orðin aldin, fékk hún mér göngustaf sinn, sem hún hafði notað á meðan hún var að verða blind, en kvaðst nú ekki lengur þurfa á að halda, þar eð nú færi hún ekki út fyrir dyr nema einhver leiddi sig. Hún bað mig fá Úlfhildi stafinn, og bað að hún notaði hann næst þegar hún heimsækti sig. Þetta var léttur en traustur forn krókstafur, hóf- lega langur fyrir hvora sem var, en báðar voru konur þessar fremur lágvaxnar, en þéttar á velli. Þegar ég afhenti Úlfhildi þessa vinargjöf, sem í augum fjöldans myndi hafa verið talin vægast sagt, lítils virði, en hin blinda vin- kona var búin að handleika svo oft, þá brá fyrir hryggðarsvip í augum Úlfhildar, sem enn sáu það sem þær báðar sáu fyrir svo stuttu .Þegar hún hafði farið mjúklega höndum um stafinn, varð svipur hennar aftur biartur. Þá var, sem hún hefði alla tryggð hinnar blindu vinkonu milli handa. Og nú var að finna þessu sýni- og áþreif- anlega tákni þessa dýrmæta eiginleika — tryggðarinnar — sem öruggastan og viðeig- andi stað, og það var í horni við höfðalag hennar. Seinna vissi ég, þótt ég skildi það ekki þá, að Úlfhildi fannst, að ekki hefði Guð- laug getað valið heppilegri milligöngumann með giöf hennar, heldur en hún gerði er hún fól mér að færa Úlfhildi stafinn, frem- ur heldur en fullorðnum manni er ég var í fylgd með sem Guðlaug þekkti meira en mig. Verður ef til vill komið nánar að þessu síðar. Á ábýlisjörð foreldra minna voru tvær baðstofur, utan annarra bæjar- og útihúsa. Önnur stór og háreist, með breiðum og þykk- um skarsúðarborðum. Allt þurfti að vera vel viðað, sökum þunga hins þykka torf- þaks. í þessari baðstofu var stór ofn, einn hinna svo nefndu vindofna, og voru þá al- mennt nefndir ónar, sbr. þessar fornu vísu- hendingar: „Þú færð hið bezta brennivín baðhitað hér við óninn“, o.s.frv. Ofnar voru þá næsta fágætir í sveitabæjum, einnig í kaupstöðum, nema þá hjá embættismönn- um og kaupmönnum. Vindofnar brenndu öllu, sem brunnið gat. Baðstofu þessa byggði faðir minn, fyrsta ár sitt á jörðinni, og var hún svefn- og aðal íveruhús fjölskyldunnar. Hin baðstofan, sem var jarðhús, var að öllu minni, og timburgólf aðeins á milli tveggja innstu rúmanna. Baðstofa þessi var stæðileg og vel við haldið. Hún var svefnhús vinnu- fólksins, svo og Úlfhildar. Austur af henni var stórt hlóðaeldhús, timburþil á milli, en Framhald ó bls. 28. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.