Vikan


Vikan - 03.11.1966, Qupperneq 7

Vikan - 03.11.1966, Qupperneq 7
■ lengdar. Mér finnst aS Reykvík- ingar þeir, sem mest skamma veitingahúsin úti á landi, ættu að líta sér nær og draga fyrst bjálkann úr auga kokkanna á sínum eigin matsölustöðum. Dreifbýlingur. Það er satt að oft hafa veitinga- liús og hótel úti á landi verið gagnrýnd fyrir hitt og þetta, og því miður víst ekki alltaf af á- stæðulausu. En eins og þú segir, þá er kannski hæpið að fullyrða að Reykvíkingar standi dreifbýl- ingum mikið framar á þessu sviði. Hótela- og veitingahúsa- memiing okkar þarf að taka miklum framförum, svo ekki sé meira sagt, og væri gaman að fleiri vildu kveðja sér hljóðs í Póstinum um það mál. DREYMIR UM MIKILMENNIÐ Kæri Póstur. Ég, sem alltaf les vikuna og þá sérstaklega Póstinn, hef séð að þú hefur hjálpað mörgum úr vandamálum sínum og langar mig mjög mikið til að biðja þig um að hjálpa mér. Ég er 15 ára og er í gagnfræða- skóla verknáms og þegar ég læri heima þá fer mjög mikið af deg- inum í hugsanir, aðallega um að ég sé beztur í skólanum og þyk- ist vita allt og ég sé voðamikill skemmtikraftur og sé að skemmta og um margt, margt fleira. Þótt ég viti að þetta sé kjánaleg spurning, veit ég og vona að þú hafir gott svar. Hvernig er skriftin? Með kærum fyrirframþökkum Helgi. Það er einn megingalli á þess- ari „kjánalegu spumingu“ sem þú ræðir um og hann er sá, að þú gleymir að bera hana upp. Sjálfsagt hefur þú haft í huga einhverja spurningu um þessa undarlegu dagdrauma þína, sem snúast eftir því sem þú segir um það, að þér finnst þú vera skarp- astur og beztur í skólanum, mikill skemmtikraftur, o.s.frv. Svona dagdraumarugl mun alls ekki óalgengt meðal unglinga og gæti verið tvennt til: Annað er, að hugklofningur sé að byrja að þróast og þú flýir meir og meir á náðir tilbúinnar veraldar, þar sem allt gengur þér í haginn, gagnstætt því sem gerist í raun- veruleikanum. En einnig gæti hugsazt, að bak við þessa dag- drauma blundaði þrá eftir því að láta til sín taka, þrá eftir því að verða efstur í skólanum, manna skemmtilegastur og því um líkt. Þetta er sem sagt hugs- anlegt svar við spurningu, sem gleymdist að bera upp. SVAR TIL K.A. Það getur tekið sinn tíma að fá foreldrana til að viðurkenna að maður sé orðinn fullorðinn; stundum tekst það meira að segja aldrei. Þar sem foreldrar þínir eru fremur ungir að árum, hefði það átt að greiða fyrir skilningi milli þín og þeirra, en því miður hefur ekki farið svo. Viðhorf foreldra þinna hefðu verið skiljanlegri, ef þau hefðu verið eldri og þar með fjarlægari nútímanum og hans siðum og háttum. Það geta legið margar ástæður því til grundvallar, að ein móðir vill takmarka frelsi dóttur sinnar varðandi þátttöku í skemmtana- lífinu og samskipti við hitt kyn- ið. Hún (móðirin) vill kannski forða dótturinni frá einhverri sársaukafullri reynslu, sem hún hefur sjálf orðið fyrir þegar hún var ung, og hún getur líka verið afbrýðissöm við dóttur sína, af því að nú hefur hún tækifæri til að njóta þess, sem móðirin sjálf hefur ef til vili farið á mis við. Ef marka má bréf þitt, virð- ist þú ekki vera svo mikið á ferð- inni, að ástæða sé til að hafa á þér slíkan aga sem foreldrar þínir virðast hafa. En stundum vilja foreldrar hafa börn sin hjá sér sem lengst, af ótta við að þeim finnist þau einmana og gömul þegar þau eru farin. Það er ekkert undarlegt, þótt þig langi til að „skera þig úr“ og vera „öð'ruvíjsi" e!n aðrir; það má teljast eðlileg afleiðing af þeirri þvingun, sem þú átt við að búa af hálfu foreldranna. Hinsvegar er liæpið að það verði til að bæta nokkuð úr skák fyr- ir þér. Sennilega væri betra fyrir þig að tala hreinskilnislega við foreldra þína, segja þeim vafn- ingalaust hvað þér finnst athuga- vert við hátterni þeirra gagnvart þér. Þetta getur efalaust leitt til rifrildis og einhvers hamagangs, en þessháttar verður stundum til að hreinsa loftið og getur leitt til aukins skilnings og tillitsemi. Fyrsta flokks frá FÖNIX: ATLÁS KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR - FRYSTIKISTUR KÆLING er aðferðin, þegar gcyma á matvæli atuttan tíma. Þctta vita allir og enginn vill vera án kælisk&ps. FRYSTING, þ. e. djúpfrysting við a. m. k. 18 stiga frost, cr auðveldasta og liczta aðferðin, þegar geyma á mat- væli langan tíma. Æ flciri gcra sér ljós þægindin við að eiga frysti: fjölbreyttari, ódýrari og betrl mat, mögu- leikana á því að búa \ haginn með matargerð og bakstri fram í tímann, færri spor og skemmri tíma til lnnkaupa — því að „ég á það í frysíinum“. Við bjóöum yður 5 stærðir ATLAS kæliskápa, 80— 180 cm háa. Allir, nema sá minnsti, liafa djúpfrysti- hólf, þrír með hinnl snjöllu „3ja þrepa froststillingu", sem gerir það mögulcgt að halda miklu frosti í frystihólfinu, án þess að frjósi neðantil i skápnum; en einuin er skipt'í tvo hluta, sem hvor hefur sjálf- stæða ytri hurð, kæli að ofan mcð sér kuldastillingu og alsjálfvirka þíðingu, en frysti að neðan með eigin froststillingu. Ennfremur gctið þér valið um 3 stærðir ATLAS frystlkista og 2 stærðir ATLAS frystiskápa Loks má nefna liina glæsilegn ATLAS viðar-kæliskápa i hcrhergi og stofur. Þér getið valið um viðartcgundir og 2 stærðir, með eða án vínskáps. . Munið ATLAS einkennin: ☆ Glaesilegt og stílhreint, nýtízku útlit. ú Fullkomin nýting geymslurýmisins með vand- aðri markvissri innréttingu. ☆ Innbyggingarmöguleikar með sérstökum Atl- asbúnaði. ☆ Sambyggingarmöguieikar (kæliskópur ofan á frystiskáp), þegar gólfrými er litið. ■ú Færanleg hurð fyrir hægri eða vinstri opnun. ☆ Hljóð, létt og þétt segullæsing og möguleikar á fótopnun. ☆ 5 ára ábyrgð á kerfi og traust þjónusta. • a Um allt þetta fáið þér frekari upplýs- ingar, með þvt að koma og skoða, skrifa eða útfylla úrklippuna, og mun- um við leggja okkur fram um góða af- greiðslu. — Sendum um allt land. SÍMI 24420. SUÐURGATA 10. RVlK. Sendið undirrit. ATLAS myndalista og nákvæmar upptýsingar. m.a. um verð og greiðsluskilmála. Nafn:........... .............................................................. \ Heimilisfang: ................................................................. 44. tbi. VIKAN 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.