Vikan


Vikan - 03.11.1966, Side 13

Vikan - 03.11.1966, Side 13
Bara nafnið: atkvæðalaust, drungalegt, ón hljóms — Tove. Stúlkan — slétthærð, unglings- lega klædd, smóeyg, getur aldrei verið kyrr. Eins og það sé kvikasilfur f henni allri. Við hana ótti ég að berjast. Ef það yrði þá urri nokkuð að berjast. Eg fékk að vita það í gærkvöldi. Skilnaður. I morgun fór ég með börnin til Agnesar, þóttist þurfa að fara til tannlæknis, tók síðan lestina til borgarinnar og ók heim til stúlkunnar. I lest- arrúðunni var ég grá skuggamynd, manneskja án persónuleika, án skýrra útlína. Eins og hún fyrir mér — þá. Fór úr við T-stöðina, fór úr grænum lestarvagni í grænan lestarvagn, ákvörð- unarstaður: Austurmalmstorg. Gekk upp Stór- götu, framhjá Hedvig Leonoru kirkju með snævi þöktum, sviplausum kirkjugarði, framhjá skraut- legum auglýsingaskiltum Broddmans, framhjá grillmatstaðnum, tók vel eftir öllu, eins og ferða- maður. í lyftunni leit ég í spegilinn, eins og gefur að skilja. Athugaði þrjátíu og fimm ára andlit mitt með gaumgæfni og reyndi að bera það saman við hennar andlit, fyrirfram. Hún: tuttugu og þriggja. Staðreyndirnar, sem mér voru kunnar — vann á auglýsingaskrifstofu, dökkhærð („Drottinn minn dýri, hvaða máli skiptir þaS nú?“), maðurinn minn elskar hana. Kjánalegt — tveggja barna faðir. Kjánalegt, hann er rétt að verða fertugur. í september — þann tuttugasta og sjöunda. Ég verð að fá hann til að beita skynseminni. Annars? Hvað skyldi Agnes segja? Og Anita og Rolf? Forsmáð . . . NEI . Hringi dyrabjöllunni. Hringi fast og ákveðið. Finnst ég þrýsta hluta af hugrekki mínu í bjöllu- hnappinn, er ég styð á hann, verð að endur- heimta það, áður en hún opnar, laga á mér slæðuna, haga ég mér kjánalega? verð að vera virðuleg í framkomu, hana má ekki renna grun í — hvað? Að ég sé hrædd? En því í ósköpun- um skyldi ég vera hrædd? Ég, sem fæ börnin, húsið, sumarbústaðinn, ef í það fer. Ef í það fer, já. En hvað skyldu þau segja? Síðasta miðdegisboðið, nei, ekki það síðasta. Síðasta miðdegisboðið hjá okkur. Þau komu Agnes og Gunnar, Anita og Ralf, börnin sváfu allan tímann. Damaskdúkurinn, hvíta postulínið með gylltu brúnunum, hafði rauðgul kerti í furustjökum á borðinu, rauðgular munnþurrkur, vönd af gulum og rauðgulum túlípönum — að dúka smekklega borð, mér lætur það vel, eng- inn getur borið á móti því. Þó að ég hafi aldr- ei lært það, ekki í húsmæðraskóla eða þess háttar. Steikin var meyr og vel heppnuð, salat- ið ferskt, nákvæmlega rétt hitastig á víninu — ALLIR sögðu, að þetta væri fullkomið, alveg ein- stakt. Hvað kann hún? Ógift stúlka, tuttugu og þriggja, auglýsingaskrifstofa. Var ekki við því búin, þegar hún opnaði. Skyndilega var hún bara þarna, í túrkislitum heimakjól, og það sást engin kúla enn, en ég vissi samt, að hún var þarna — og að við yrð- um að borga. En að vera að flækja sér inn ( svona lagað! En það er vlst ekki til sá eigin- maður, sem ekki á s(n víxlspor. Ef ég aðeins tek þessu skynsamlega. — Ég er frú (já frú, stúlka mín) Dahlberg. Eiginkona Tore Dahlberg. Eitt ruglingslegt andartak, síðan sé ég allt: Slétt hár, unglingslegan klæðaburð, músaraugu, aldrei kyrr. Með kvikasilfur í sér allri. Þetta er sem sagt Tove, sem á von á barni með mann- inum mínum. Skelfing lítilfjörlegt. Hún er grá, stúlkan. Grá. Og sú á eftir að verða grá, þegar hún er kom- in lengra á leið. Eins og grásteinn, þung og grá . . . Hvað hefur hann séð við hana? Hugsuninni slær leiftursnöggt niður í hug minn. — Ég má kannski koma inn smástund? Hefði gjarnan viljað tala við yður nokkur orð — og það er líklega ekki heppilegt að standa í for- stofunni. — Gjörið þér svo vel . Hún víkur til hliðar. Röddin er dimm og grá — en hreyfingarnar eru mjúkar. Það verður að viðurkennast, að hreyfingarnar eru mjúkar. Eins og hjá dýri. Það hlýtur að hafa verið það, sem Tore hreifst af. Tore og Tove. Skrítið, að mér skuli ekki hafa dottið það í hug. Þau hafa sjálfsagt hlegið að því og leikið sér að nöfnunum. Ein stafbreyting og Tore verður Tove, gengur upp í Tove .... Hugsanir sem villa um fyrir mér. Nei, fágun og virðuleiki. Ég hef allt, hún ekkert. Bara kúl- una, sem ekki er orðin nein kúla ennþá. Og jafnvel þótt þú fáir hann, stúlka mín, þá færðu bara HANN. Ég mun gera kröfur, góða. Sumarbústaðurinn, húsið, börnin. Ég mun meina honum að hitta börnin. Ef hann ætlar að halda þessu til streitu, skal hann svo sann- arlega fá að súpa seyðið af því, sem hann hef- ur lagt í sálfur. — Þér vilduð tala við mig, frú Dahlberg. Ósmekkleg íbúð. Tekk, þessi væmna trjáteg- und. Tekkbókahilla, tekkborð, tekkstólar með gráum setum, blá gólfábreiða, stór gluggi, dökkgræn gluggatjöld úr thaisilki (jæja, þó það), hvít úr teryleni, pottablóm — reyndar bara Sankti Pálína — rósrauður hægindastóll (smekk- laust), stórt rúm með tekkgöflum, grá ábreiða á því (þar — sjálfsagt. En að hann skuli . . ), teikningar á borðinu, í bókahillunni aðallega fagbækur og Ijóðabækur (engar venjulegar bækur, fljótt á litið). Eldunarkrókur og hurð á honum. Er þetta allt og sumt? Drottitnn minn, heldur Tore, að hann geti líka búið í þessum brúðuskáp? Tore, sem alltaf hefur lagt svo mikið upp úr fágun og virðuleika. Tore, sem alltaf hefur við- urkennt smekkvísi mína og sem var svo hrif- inn af gömlu mununum, sem ég fékk úr dánar- búi föður míns. — Já, Tore hefur sagt mér alla . . alla sög- una. Hann hefur talað um, að hann óski eftir að fá skilnað, og ef hann heldur fast við þá ákvörð- un, mun ég auðvitað — þó að þér gerið yður vonandi grein fyrir, að það muni verða honum alldýrt. Hún lætur sig síga niður í hægindastólinn, stendur upp aftur og býður mér sæti í honum. Hún hreyfir sig sannarlega með yndisþokka, eins og ungt dýr. Dýrið er alláberandi í fari hennar. Getur aldrei sómt sér vel sem húsmóðir og gestgafi, getur aldrei lært að koma fram. Hún hefur þannig persónuleika, að það liggur í augum uppi. Hún brosir. Það er innhverft bros. Hún er örugg með sig, það vantar ekki. En það er ýmislegt, sem hún ekki veit. Hún veit ekki, að það er ég, sem er með öll trompin á hendinni. — Hversu dýrt verður það honum? En sá raddblær. En sá móðgandi .... Eins og hún væri að gefa í skyn, að það væri ég, sem væri að ágirnast, en ekki hún. Nei, stúlka mín, þú leikur þér ekki að því að hafa mig að fífli. — Ja, þér skiljið vonandi, að eftir slíkt sem þetta, get ég ekki leyft börnunum .... — Er það ekki lögfræðilegt atriði? Faðir hef- ur líklega alltaf rétt til að hitta börn sfn, er ekki svo? Hann hefur svo sem uppfrætt hana. Fa8ir hefur liklega alltaf rétt til að hitta börn sín . . . Hún er'göfuglynd núna, það held ég nú. Lætur sem hún vilji, að hann fái að hitta börnin min eftir sínum geðþótta. Skilur hún ekki, að með því gefur hún sjálfri sér stóran mínus? — Má e.t.v. bjóða yður kaffisopa? Eða sherry- glas? Þú heldur, að þú afvopnir mig, já! Að ég láti mig svona auðveldlega — ónei! Faðir hefur liklega alltaf rétt til að hitta börn . . LögfræSilegt atriSi . . . Þakka yður fyrir, en ég er rétt að fara. Músaraugu, Tindrandi — en Ktil. Svört strik, eins og á táningi. Hún er þó alltént tuttugu og þriggja, og heldur við . . Nei. Fágun og virðuleiki. Ef Tore ætlar að fá mig til að taka hann aftur í sátt .... Og á mið- vikudaginn fáum við einmitt foreldra hans til miðdegisverðar. Þau eru búin að hlakka svo mikið til að fá að sjá börnin. Og hvað skyldu þau segja? Tore og múseygð Tove .... Eins og þau voru glöð og ánægð við brúðkaupið. Framhald á bls. 34. 44. tbi. VIKAN 13 Eitt ruglingslegt andartak... þá átta ég mig á, að það er hún, sem stendur fyrir framan mig, — stúlkan, sem á von á barni með manninum mínum.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.