Vikan


Vikan - 03.11.1966, Qupperneq 14

Vikan - 03.11.1966, Qupperneq 14
Sinatra með fýlusvip. Hann hót- aði biaðamönnunum ýmist að „snúa þá úr hálsliðunum“ eða „búa til úr þeim mauk.“ Slnatra I Mafflustuðí Því hefur verið fleygt að Frank Sinatra væri meðlimurí Mafíunni eða hinu vesturheimska afbrigði hennar, sem kallast Costa Nostra, enda er hann af ítölskum ættum. Og þegar hann kom til Kaup- mannahafnar nýlega í sambandi við töku á nýrri kvikmynd, sem á að heita „The Naked Runner" (nakti hlauparinn) hegðaði hann sér eins og réttur og sléttur ítalskur Chigago-bófi. Þetta stendur að því er virð- ist í einhverju sambandi við það, að Sinatra, sem sjálfur er nú kominn töluvert til ára sinna, hafði með sér konu sína barn- unga, er Mia Farrow heitir og Brad Dexter, sem bæði reyndi að eyðileggja myndavélar ljósmynd- aranna og sýndi áhuga á að drepa þá sjálfa. kvað vera dáfalleg. Jafnskjótt og þau hjónin stigu út úr þotunni, sem flutti þau til Kastrup, dreif Frank frúna inn í bíl og ók henni rakleitt til lúxusíbúðar þeirrar, er hann hafði tekið á leigu í borg- inni, og út úr henni fékk aum- ingja Mia ekki að koma þessa fjóra — fimm daga, sem þau dvöldu í Höfn. Að sjálfsögðu voru blaðamenn og Ijósmyndarar stöðugt á höttunum á eftir þeim hjónunum, en komust stund- um í hann krappann, því bæði Sinatra og lífvörður hans og sendisveinn, Brad Dexter, dæmigerð vesturheimsk bófa- týpa með tarfssvíra, kunnu þeim enga þökk fyrir forvitnina. Dexter gerði einu sinni að minnsta kosti einlæga tilraun til að eyðileggja myndavél eins dansks Ijósmyndara. Sinatra sjálfur hafðist ekki að við það tækifæri, en öskraði eins og naut: „Ef þú tekur mynd, gef ég þér á kjaftinn!" Eitt sinn meðan hann var ekki heima, barði danskur blaðamað- ur að dyrum lúxusíbúðarinnar. Mia Farrow kom til dyra og blaðamaðurinn bað um viðtal. Áður en hún gæti nokkru svarað, kom einn af lífvörðum eigin- manns hennar æðandi og henti blaðamanninum út. Þegar Sin- atra frétti þetta. froðufelldi hann af illsku. Hann hringdi í blaða- manninn og sagði: „Sjái ég þig oftar hér á hótelinu, sný ég þig úr hálsliðunum!“ Daginn eftir tókst nokkrum Sænsku blaðamennirnir með bílinn, sem Sinatra klessti. Hermenn Nú er „járnkallinn“ aS verða að veruleika. Amerískir her- gagnafræðingar leita nú í ákafa að því að efla orku mannsins með hjálpartækjum á borð við gervi- manninn; ríkið borgar, því járn- kallinn á að ganga í þjónustu landhers og flota. Járnkallinn er þriggja metra hár og 1,25 á breidd, er ætlað að ganga á fjórum fótum og lyfta 250 kílóum léttilega. Innan í honum verður vanalega maður af holdi og blóði, sem bregzt við hverju einu eins og hann myndi gera þótt hann hefði ekkert utan um sig, en útbúnaður jámkalls- blaðamönnum að sleppa inn á Grand Hotel, þar sem mynda- takan fór þá fram. En áður en þeir fengju ráðrúm til nokkurs, var Dexter kominn yfir þá. Sem þeir yfirgáfu staðinn, gargaði dægurlagagoðið og kvikmynda- hetjan: „Flýtið þið ykkur út, áð- ur en ég bý til mauk úr ykkur!“ Þegar Sinatra og hans fólk yf- irgaf borgina, óku tveir sænsk- ir blaðamenn í humátt á eftir þeim áleiðis út á Kastrup. Þeir tóku myndir. Sinatra hótaði þeim öllu illu að vanda, og Dexter hótaði að drepa þá og gerði sig líklegan til að láta ekki sitja við orðin tóm, en danskur lögreglu- foringi kom í veg fyrir það. Dexter henti þá logandi vindli yfir í bíl Svíanna, sjálfsagt í von um að kveikja í þeim, og síðan lét Sinatra bílstjóra sinn snar- hemla. Svíarnir voru rétt á eftir og gátu ekki hemlað í tíma, svo þeir óku aftan á bíl Sinatra og klesstu hjá sér grillið. Þá hló Sinatra. 14 VIKAN 441151

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.