Vikan - 03.11.1966, Qupperneq 18
Eftir James Munro
9. hluti
— Það er auðvelt að hreinsa,
en að trufla — ég verð að setja
eitthvað í segulbandið — bréfsnep-
il eða eitthvað, til að skýra hvernig
það gerðist. Annars yrði só, sem
setti þetta upp, tortrygginn.
— Ekki bréfmiða, sagði Craig.
Hann horfði ó stóra mölflugu sem
hnitaði hringa um borðlampa And-
rews, svo slengdi hann hendinni og
leifar mölflugunnar voru [ lófan-
um.
— Hvað um þetta? spurði hann.
— Skordýr komast allsstaðar.
— Þetta er fínt, sagði Andrews.
Craig lét leifarnar af mölflug-
unni detta ó pappírsblað.
— Geturðu komið henni fyrir aft-
ur? spurði Craig.
— Það held ég, sagði Andrews.
— Ég gerði mér lykil.
— Það er gott, sagði Craig. —
Það er mjög gott. Okkur ó eftir
að koma mjög vel saman.
— Hann er góður, hugsaði nann.
— Af nýliða að vera er hann and-
skoti góður. Hann yfirgaf Andrews
og fór til klefa síns. Hórið, sem
hann hafði lótið yfir læsinguna, var
heilt, herbergið ósnert Craig tók
fram koníaksflösku, hellti slatta úr
henní í glas og skolaði því niður í
18 YIKAN **• m-
klósettinu. Hann drap í sígarettunni
í öskubakkanum og hripaði tölur ó
minnisblokkina og skrifaði svo
Magna Electrics, og undirstrikaði
það. Ut úr skópnum tók hann tösku,
glæsilega tösku úr svínsleðri, sem
hafði verið gerð af sama snillingi
og bjó til ræfilslega tösku Andrews,
hann tók úr henni falska botninn
og leit ó Smith og Wesson .38,
skammbyssuna með tveggja þuml-
unga hlaupinu, skotfærabirgðirnar
og mjúkt leðurhulstrið. Vandlega og
hljóðlaust hreinsaði hann og yfir-
fór byssuna og setti hana aftur á
sinn stað. Hnífur Bauers var þarna
líka í leðurskeiðunum, sem Loom-
is hafði látið gera á þremur
klukkustundum. Hann lokaði tösk-
unni og leitaði að hljóðnema í sínu
eigin herbergi. Hann fann engan,
dreypti á ofurlítilli koníakslögg í
verðlaunaskyni fyrir vel unnið verk
og fór aftur til hinna.
Attundi kafli.
Þau voru enn á þilfarinu, drekk-
andi, dansandi, og Naxos kom und-
ir eins til Craigs og dró Philippu'
með sér.
Það tók þig langan tíma að senda
skeytið, sagði hann.
— Ég varð að reikna út hve miklu
ég ætti að hætta, sagði Craig —
Ég er ekki fyrir að tefla á tvær
hættur.
— Þú átt ekki skilið að eiga pen-
inga, þrumaði Naxos. — Farðu og
dansaðu við Philippu. Þú átt það
heldur ekki skilið.
Hann ýtti þeim saman öðru sinni
og rak síðan tóma höndina út í
loftið. Þjónn kom þjótandi og stakk
í hana glasi af rakí.
Hún var sterk og lipur í örmum
hans, snerti hann rétt mátulega
mikið. Höndin þrýsti á öxl hans,
hún hélt höfðinu upp og stór, blá
augun rannsökuðu andlitið með
ákefð, sem var í engu samræmi við
innantóm orðin:
— Ég vona það fari vel um þig,
John, sagði hún.
— Ójá, sagði Craig. — Ljómandi.
— Ef þig vantar eitthvað — biddu
þá um það. Harry vill að þér líði
vel.
— Það er ekkert, sagði Craig.
Þau fóru framhjá Swyven sem
var að dansa við Piu og segja henni
frá rústum Mitylene.
— Þetta er allt of göfgandi, sagði
Craig .
Philippa hló lágt: — Er hann ekki
hræðilegur?
— Voðalegur. Hvað í ósköpunum
gerir hann annað en að segja mér
allt um Carpaccio?
— Hann er tízkuteiknari. Meira
að segja góður.
— París?
— Ekki svo góður, sagði Philippa.
— Hann vinnur hjá manni í Fen-
eyjum, sem heitir Pucci.
— Kaupirðu frá honum?
— Drottinn minn, sagði Philippa,
— nei. Ég fer alltaf til Parísar. Ég
elska að kaupa föt. Pia notar hann.
Hann gerði þetta sem hún er í, og
það er ekki svo slæmt, hvað finnst
þér?
— Prýðilegt, sagði Craig.
— Mikið er ég fegin að þér finnst
það, sagði Philippa. — Ég held að
Pia sé orðin skotin í þér. Þætti þér
það miklu verra?
— Engin ósköp. Nei, sagði Craig.
— Þú mátt ekki hlæja að mér,
sagði Philippa.
— Þú ættir ekki að tala svona.
— Ég get ekki talað öðruvísi,
nema eins og Hollywoodskækja.
Það var það sem ég var. Þegar ég
giftist Harry, vildi ég byrja upp á
nýtt. Alveg frá upphafi. Svo hann