Vikan - 03.11.1966, Qupperneq 19
réði kennara til að kenna mér að
tala svona.
— Erkibiskupinn af Kantaraborg?
— Hér um bil, sagði Philippa. —
Fullkomna brezka hefðarfrú. Hún
var greifafrú eða eitthvað þess-
hóttar og ótti ekki baun.
Annað par kom ískyggilega
nærri þeim og Craig sveiflaði henni
í hring, lyfti henni.
— Þú ert m|ög sterkur, sagði
Philippa.
— Eg hef unnið, sagði Craig og
hún hló aftur. Það var afar gaman
að koma af stað þessum lága, ríka
hlátri, sem enn bar nokkurn al-
múgakeim, þrátt fyrir allt það sem
greifafrúin hafði gert.
— Þegar dansnum lauk, tók Phil-
ippa í hönd Craigs og leiddi hann
til Piu.
— Vertu nú góður við hana, hvísl-
aði hún. — Það er komið mál til
að einhver sé það. Síðan: — Elskan,
sagði hún. — Þú verður að dansa
við John. Hann dansar svo vel.
— Mín er ánægan, sagði Pía og
þegar hljómsvejtin byrjaði aftur
lyfti hún örmunum blíðlega, auð-
mjúk, og fylgdi eftirlát snertingum
hans.
— Þegar dansinum lauk, sagði
Pia, — þú dansar vel. Ég hlakka til
Feneyja.
— Það ætti að geta orðið
skemmtilegt.
■ ítalska stúlkan hló tærum, syngj-
andi hlátri, sem var andstæða við
lágan hlátur Philippu. í horninu
hinum megin voru Swyven og Tavel
að tala saman. Frakkinn heyrði
hláturinn og ygldi sig.
— Ég get aldrei skilið þessa Eng-
lendinga, sagði hún. — Komdu, mig
langar að sýna þér svolítið.
Hún gekk á undan í áttina fram
í stafn, niður stiga þangað sem
einu sinni höfðu staðið fallbyssur.
Þyrla var þar.
Þetta er þyrla, sagði Craig.
— Auðvitað. En komdu hingað,
sagði Pia. Hún dró hann með sér
inn í skuggann hinum megin við
þyrluna.
— Nú getur enginn séð okkur,
sagði hún. — Eigum við að dansa
hér í staðinn? Handleggir hennar
vöfðust um hann á ný og munnur
hennar fann hans. Hún kyssti hann
með krefjandi leikni, sem kveikti í
líkama hans. Hún losaði um skyrtu-
hnappana og renndi hendinni inn-
fyrir, strauk mjúklega yfir rifbein-
in og aftur á bakið. Craig flaug (
hug, hvort hún væri að leita á hon-
um, eins Ijúflega og hægt væri, til
að ganga úr skugga um, hvort hann
væri með byssu. Að lokum sagði
hann: — Þú dansar Ijómandi vel
sjálf. Mér þykir gaman að dansa,
sagði hún.
Hún rétti handleggina upp til
hans aftur, en hann tók um úlnliði
hennar, hélt henni varlega, en samt
gat hún ekki hreyft þá.
— Ekki hér, sagði hann.
— En ég vil gera það hér.
Hún reyndi að losa handlegg-
ina, en gat það ekki.
— Ég þarf að tala við Harry aft-
ur, sagði Craig. — Bísniss.
— Vinur, vertu kyrr, sagði hún.
— Nei, sagði Craig.
— Ef þú verður ekki kyrr, æpi ég,
sagði hún og iðaði aftur til að losa
hendurnar.
•— Þessi fénaður er kominn yfir
það að vera uppnæmur út af óp-
um, sagði Craig. Hún opnaði munn-
inn þá og hann bætti við. — Æptu,
og ég skal hýða þig. Hún lokaði
munninum og hann yfirgaf hana.
Þegar hann flýtti sér burt, heyrði
hann eitthvert hljóð, grát eða hlát-
ur? Það var ógerlegt að segja.
Hann þaut í áttina að klefa sín-
um. Það var enginn á ganginum.
Hann nam staðar við klefadyrnar,
hárið yfir læsinguna var farið.
Craig þrýsti sér upp að veggnum
við hliðina á dyrunum og hlustaði
með öllum líkamanum. Hann heyrði
dauf hljóð innan úr klefanum. Hann
beið spenntur og reiðubúinn, síðan
heyrði hann fótatak nálgast. Pia
hafði komizt yfir hláturinn eða tár-
in. Rétt ! svip datt honum ! huq að
fara inn, standa andspænis mann-
inum fyrir innan, en síðan ákvað
hann að gera það ekki. Skjól hans
var gott og möguleikarnir til að
nokkur fyndi byssuna ! töskunni
voru litlir. Hann flýtti sér inn í sal-
in.n. Philippa var þar ein og horfði
í gegnum gluggann á Ijósin í höfn-
ir.ni. Hún sneri sér þegar við og
leit á Craig.
— Ó, sagði hún og snéri sér við.
— Það ert þú. Ég hélt þú værir að
gefa Piu tilsögn ( dansi.
— Það reyndist vera hún, sem
kenndi mér, sagði Craig. Hann
hlustaði, reyndi að greina hljóð að
utan. Philippa kom til hans, teygði
fram handlegginn og lokaði dyr-
unum fyrir aftan hann.
— Ég þoli ekki opnar dyr, sagði
hún. — Ég hef of mörg leyndarmál.
Svo snéri hún sér við og horfði
fast á Craig.
— Pia gæti ekkert kennt þér,
sagði hún. — Fáðu þér að drekka.
— Nei, takk, sagði Craig.
— Gefðu mér í glas þá. Skota.
Mikið af skota. Mikið af ís.
Craig hellti í glas handa henni
og hún gleypti úr því, næstum ofsa-
fengin, hellti þv! í sig eins og hún
gæti ekki annað.
— Ég geri þetta ekki oft, sagði
hún.
— Ég sé það, sagði Craig.
— Og Harry veit það ekki.
— En ég veit það?
— Hversvegna ekki? spurði hún.
— Þú átt að passa mig, er það ekki?
— Ég hellti ! glas fyrir þig, sagði
Craig. — Hversvegna langar þig að
rífast við mig?
Hún leit snöggt á hann og tæmdi
síðan glasið.
— Aftur, sagði hún.
Craig hellti aftur ! glasið.
— í hverju varstu? spurði hann.
— Heróini?
Hún skellti glasinu frá sér á borð-
ið svo skotinn skvettist út yfir allt.
Blá augun voru dökk af hatri. Craig
horfði á hana á móti, augnaráðið
stöðugt. Hún tók að skjálfa.
— Ég varð að komast að því,
sagði hann. — Ég varð að vita hvar
þú ert veikust fyrir.
— Og hittir á það, sagði Philippa.
— Ég sakna þess enn. Skotinn er
gagnslaus. Ég sakna þess.
— Hve lengi hefurðu verið án
þéss?
— Ár, sagði hún. — Heila ævi.
Ég vildi næstum óska, að þú þyrft-
irl ekki að halda mér lifandi, John.
Dyrnar opnuðust þá og Naxos
kom inn .Hann var gamall, þreytt-
ur.
Hann lét fallast þunglamalega (
stól.
— Gef mér ! glas, elskan, sagði
hann.
— Éq skal ná i það, sggði Craig.
En Philippa var þegar komin að
borðinu og hellti raki í glas.
— Gefðu John líka, sagði Naxos.
— Ég er með glas, sagði Craig
on tók upp glas Philippu. Naxos
tók við glasinu, sem konan rétti
ho'um, tæmdi það í tveimur sop-
um og rétti það síðan út eftir meiru.
— Ég er búinn að segja honum
að við séum að fara til Feneyja,
sagði hann.
Philippa yppti öxlum.
— Ég get ekki hindrað ykkur,
sagði Craig. — En ég held, að þið
gerið ykkur ekki Ijóst, hvað þessir
menn geta átt til.
Meðan hann sagði þetta, opnuð-
ust dyrnar aftur, og Pia kom inn
með greifanum, sem virtist drukk-
inn, og Swyven, sem virtist áhyggju-
fullur.
— Þeir hafa verið ! bransanum
lengi, hélt Craig áfram. — Venju-
lega heppnast þeim að fá það sem
þeir vilja — á sínu eigin verði.
— Það verður ekki að þessu
sinni, sagði Naxos.
Greifinn lét fallast í stólinn, sem
Naxos hafði notað. Craig fann
ólýsanlega reiði myndast hið innra
með sér, eins og eldhúsdrengurinn
hefði vogað sér að setjast ! hásæt-
ið.
— Mig langar ! drykk, ef það er
leyfilegt, sagði greifinn.
— Gerðu svo vel, sagði Naxos. —
Við erum hættir að tala um bísniss.
Swyven tók að blanda í þrjú
glös en var svo skjálfhentur að
stútarnir glömruðu við glösin.
— Bisniss, sagði greifinn. — Það
er allt sem þessir Englendingar
hafa áhuga fyrir. Er það ekki rétt
Pia?
— Ó, þegiðu, sagði Pia. — Skiptu
þér ekki af þvi, sem þér kemur ekki
við.
— Þeir líta út eins og karlmenn,
reyna jafnvel að haga sér eins og
karlmenn, en það er engin karl-
mennska ( peningakassa, sagði
greifinn.
— Tavel, í guðs bænum, sagði
Pia.
— Kæri Mark, ég átti ekki við
þig, sagði greifinn. — Þú ert sjentil-
maður.
Craig dreypti aftur á skotanum
sínum, síðan snéri hann sér við til
að leggja frá sér glasið og var þá
andspænis bæði Swyven og greif-
anum.
— Craig er ekki sjentilmaður,
sagði Tarven.
— Það er rétt, sagði Craig. — Ég
er bísnissmaður. Þú sagðir það sjálf-
ur.
— Þú reyndir að fleka Piu .
sagði greifinn .
— I guðanna bænum, sagði Pia.
— .... og svo í miðjum klíðum
varðstu leiður á þv! og fórst burt
til að tala um bísniss.
— Sagði hún þér þetta? spurði
Naxos.
— Ég fylgdist með. Ég sá það
allt, sagði greifinn.
Philippa reyndi að taka til máls,
en Naxos hristi höfuðið og það
vottaði fyrir brosi á andliti hans.
— Sástu það? spurði Craig.
— Já, sagði de Tavel greifi.
— Mér þætti gaman að vita hvað
hefur komið þér til þess, sagði
Craig. — Er ekki til orð yfir það
á frönsku?
Tavel rauk upp úr stólnum, mið-
aði á hálsinn á Craig með útglennt-
ar hendur. Craig greip um úlnliði
hans, kippti upp og síðan fast nið-
ur og hendurnar misstu marks.
Tavel hélt áfram, og hendur hans
voru frjálsar. Hann keyrði upp ann-
að hnéð, hitti ekki milli fóta Craigs,
en magann í staðinn. Craig greip
andann á lofti, riðaði og Tavel kom
með reiddan hnefa. Craig fékk eitt
högg á öxlina, annað á kinnbein-
ið og riðaði upp að veggnum. Ta-
vel stökk nær til að slá hann nið-
ur, miðaði á kjálkann, en Craig
var þegar tekinn að síga f hnjálið-
unum, höfuðið féll fram á bring-
una. Hnefi Tavels straukst við hár
hans og skall á veggnum, greifinn
æpti og ópið snöggþagnaði, þegar
hnefi Craigs skall eins og kylfa ut-
an á háls greifans. Hann féll einr
og hann hefði verið skotinn, bylt-
ist einu sinni og varð kyrr.
— Hver fjandinn gengur á?
spurði Craig.
Þetta var illa gert af honum,
sagði Swyven og fálmaði eftir
glasi.
— Ég held þú ættir að b!ða, þar
til þú hættir að skjálfa, sagði Craig,
— og þetta er mitt glas.
— Ég bið innilega fyrirgefning-
ar, sagði Swyven.
— Allt ! lagi, sagði Craig. Hann
snéri sér að Naxos, sem másaði
hræðilega, svo varð másið að belj-
andi hlátri.
— Hver fjandinn ........... sagði
Craig aftur.
— Þú slærð fast, sagði Swyven.
— Æðislega fast, sagði Pia. Bimm,
bamm, bang.
— Hann sló mig, sagði Craig.
— Hann gerir það oft. Slær menn,
á ég við, sagði Swyven. — Hann
var í franska hernum. Alsír, Víet-
nam — allt það. Nú til dags stofn-
ar hann til slagsmála við fólk og
slær það. Það er einhverskonar til-
finningaleg útrás.
— Svarar það ekki í sömu mynt?
spurði Craig. Framhald á bls. 36.
44. tbi. VIKAN 19