Vikan - 03.11.1966, Page 20
Það var dimmt í lofti og vatnsgjóla. Vatnið var grótt og úfið og reykur-
inn upp úr braggastrompinum varla greinandi. Norðan við réttina var
vörubíll úr Reykjavík að taka ofan fé, nokkrir smærri bílar á'stangli.
Hvar var nú lífið og þysinn, sem einkenndi Hafravatnsrétt að loknum
gangnadegi, þegar ég vakti þar síðast yfir safni fyrir níu árum?
Þá var nokkuð öðruvísi umhorfs um þetta leyti dags. Þá var krökkt af
bílum og hestum í grenndinni, menn í hópum og menn á kreiki, glaðir
hlæjandi, takandi hvern annan tali, mænandi á féð. Og gestakoman hélt
áfram, þegar þessir fóru, komu aðrir, stöldruðu við og skvöldruðu, ræddu
við vaktmennina og hver við annan. Svo undir miðnætti kom stór rekst-
ur úr Húsmúlanum, með honum fleiri menn, meira rabb, meira hjal um
fé og daginn og veginn. Þegar þeir voru farnir slæddust ef til vill enn
fleiri gestir, kannski við skál sumir og í sparifötunum, og loks undir morg-
uninn komst kyrrðin á.
En nú var kyrrð, meira að segja féð í gerðinu var rólegt og ekki nema
jarmur á stangli. Það fréttist á skotspónum að það kæmi enginn rekstur
úr Húsmúlanum, Reykvíkingar voru þar og hirtu allt sitt fé, afgangurinn
varð 18 kindur og það var komið með þær á bíl. Enginn myndi koma úr
Nesjavallarétt um nóttina. En það var einmitt Nesjavallarétt, sem gerði
vökunóttina fyrir níu árum viðburðaríkasta. Það var vani að leggja af
stað úr Nesjavallarétt undir kvöldið og reka suður heiði til Hafravatns
yfir nóttina. En að þessu sinni gekk úrskeiðis með reksturinn. Rekstrar-
mennirnir misstu féð í ógöngur og fór sumt fyrir björg en annað rataði í
sjálfheldur í klettum. Að lokum dreifðist reksturinn og týndist sumt. Við
vökumennirnir fengum stöðugt fréttir af hrakföllunum alla nóttina. Einn
rekstrarmannanna ætlaði að leggja sig meðan dimmast var; hann batt
hestinn við svipuskaftið sem stóð upp úr reiðstígvélinu. Þegar hann vakn-
aði aftur, var hrossið horfið og svipan líka.
Árið þar á undan gekk vel með Nesjavallareksturinn og þessi sami mað-
ur gisti hjá okkur í réttarbragganum það sem eftir var nætur. Hann var
í fínum reiðfötum og leðurstígvélum; honum varð tíðrætt um reiðfötin.
Þau voru skreðarasaumuð, sagði hann, úr skozku sifjóti. Ógurlega fín.
Hann lét okkur þreifa á efninu hér og þar til að finna ágæti þess. Svo
gerðist hann þreyttur og lagðist fyrir framan kabyssuna og sofnaði. Ég
skal ekki fortaka, að þar hafi verið ofurlítið af kolamylsnu, sóti og ösku.
En fín sifjótföt skreðarasaumuð munar víst ekki um það. Árið þar áður
hafði kviknað í réttarbragganum en þessi maður átti hvað drýgstan þátt
í að slökkva eldinn, með því að rífa húddið af bílnum sínum og sækja
í það vatn við annan mann. Þetta var sérkennilegur bíll með sérkennilegt
húdd; þegar búið var að hvolfa því var það fyrirmyndar vatnsílát, og
annað var ekki fyrir hendi, nema kamarsfatan.
Ekkert fé úr Nesjavallarétt í nótt, og enginn maður ,í fínum sifjótfötum
að krydda vökuna.
Ein kvenfélagskonan beið eftir að vökumennirnir kæmu að vernda
braggann með öllum viðbúnaðinum undir kaffi — brauð — og pylsusöl-
una á réttardaginn, og halda logandi í kabyssunni. Hún fór, þegar ég
kom, og rétt í sama bili kom vökufélagi minn, Kristján bóndi á Selvangi,
ættaður úr Skagafirði, víðförull þúsundþjalasmiður. Með honum komu
gestir, bróðir hans við annan mann, og þeir settust að í bragganum.
Eg gekk utan um gerðið, gimburlamb hafði sloppið út og ég króaði það
af og snaraði því innfyrir. Annars var allt kyrrt, og þegar niður eftir
kom aftur voru allir farnir nema bróðir Kristjáns og hinn maðurinn. Svo
fóru þeir, og við vökumennirnir vorum einir eftir.
Það var komið myrkur. Einn og einn bíll var að slæðast heim að rétt-
inni, aka út á melinn við lækinn, lýsa á féð. Skyldi hún Kolla mín vera
þarna? Eða Kápa? Gestir í myrkri eru viðsjálir. Þar geta alltaf verið vara-
samir menn innan um, sem fara að rótast í fénu. Einu sinni kom hópur
fólks í samkvæmisfötum við skál upp eftir. Það var meðan gerðið var
fyrir neðan réttina, hinurn megir við /eginn; það var rigning og féð hafði
Meira aö segja féð f gerðinu var rðlegt og ekki
nema jarmur á stangli. Ekkert fé kæmi úr Nesja-
vallarétt f nðtt, og enginn maður f sifjótfötum að
krydda vökuna. - Texti Slgurður Hreiðar
20 VIKAN 44- tbl-