Vikan


Vikan - 03.11.1966, Qupperneq 21

Vikan - 03.11.1966, Qupperneq 21
stigið upp jarðveginn í gerðinu og blandað honum saman við eigin úrgang. Ein stúlkan klifraði í sam- kvæmiskjól og á háum hælum yfir gerðisvegginn og gaf sig á tal við féð: Aumingja rollan, greyið, svaka- lega ertu kjút. komdu og lofaðu mér að klappa þér, me me me. Svo stóð hún allt í einu á öðrum fæti um hríð og ávarpaði frelsara mannkynsins, hún hafði glatað skónum sinum. Svo kom hún á sokkaleistunum til baka, kjökrandi yfir skómissinum, en þrátt fyrir ýtarlega leit vökumannanna fannst hann aldrei í svaðinu; stúlkan settist upp i lúxusbílinn og hafði fengið nóg af rollustandi. Féð í gerðinu var lengi að ráast eftir heimsóknina. Nú er gerðið komið upp fyrir og þar sem það áður stóð eru aðeins nokkrar stíur eða dilkar. Þeir voru allir tómir núna nema einn, í honum var fót- brotið lamb og arinað því tii skemmtunar. Og það var þangað sem moskvits úr Reykjavík ók allgreitt, og úr honum hljóp stúlka og leit í hann i skininu frá bílljósunum. Svo snaraðist hún aftur inn í bíl og kallaði: Bara tvær ær. Ég gekk nær. Afturrúð- an skrúfaðist niður og út kom sköllóttur haus sem sagði rámur: Viltu brennivín? Nei takk, sagði ég, oa rúðan skrúfaðist í hasfi upp aftur. Er ekki búið að smala? spurði stúlkan. Jú, svaraði ég. Er þá réttin full? spurði hún. Nei, svaraði ég. Þá gaf hún í og sneri við til að fara í bæinn aftur. Mosk- vitsinn gekk ekki nema á þremur. Einu sinni kom hér jeppi um hánótt og ökumað- urinn var svo fullur að hann komst ekki út öðru- vísi en láta sig falla út með hendurnar á undan. Hann var góður við þann sem þá vakti með mér en uppsigað við mig. Hann leit út fyrir að langa til að berja mig. Mig langaði ekki til þess og held- ur ekki vökufélaga minn, og við reyndum að koma honum burt. En það gekk illa. Hann vildi fyrst skoða féð, síðan uppgötvaði hann að hann komst ekki aftur inn í jappann. Ég mátti ekki hjálpa honum, hann langaði ennþá að berja mig. Vökufélagi minn var bæði sterkur og laginn, og loks tókst honum að böggla þessum stóra manni aftur inn í jeppann. Hann stóð illa og það var þröngt að snúa við, en samt fór maðurinn létt með það þótt fullur væri og ók burtu eins og allsgáður. Þá var ég feginn. Ég vissi aldrei nema hann myndi gera alvöru úr að berja mig. Hann hefði getað sagt eins og þeir kváðu segia fyrir austan: Hvaða helvíti er ég orðinn fullur. Ég get bara ekki gengið! Ég neyðist til að keyra heim! — því fyrir austan kvað ríkja fullur skilningur á því, að menn sem eru of fullir til að geta gengið, verði að aka. Þess vegna var það, sem einn hrepp- stjórinn sagði, þegar hann fékk frá lækninum blóðprufu úr manni, sem grunaður var um ölvun •við akstur, og átti að senda hana suður til grein- ingar: — Ég læt þetta bara úlna svoltið fyrst, ven- ur! — Á morgun verður hér fullt af fólki. Líklega hátt í það jafn margt og féð. Reykvíkingar í meiri- hluta. Þeir eru áhugamenn; bændurnir hafa bara rollur fil að lifa af þeim. Samkvæmt skattskýrslum eru um 4000 fjár í Reykjavík, kunnugir telja það þriðjunginn af raunverulegri eign. Og víst er um það, að flestar af þessum frægu og áleitnu garða- rollum, sem til eru í ríkum mæli umhverfis höfuð- borgina, eru í eigu Reykvíkinga. Þær eru aldar upp á brauði og kexi og innámilli girðinga, svo þær læra frá blautu lambsbeini að bera enga virðingu fyrir girðingum og þaðan af síður að óttast menn, svo það er ekki einu sinni hægt að reka þær. Ég sá í sumar Reykjavíkur rollu sem stóð ásamt lambi sír.u á afturfótunum með framfæturna uppi á mekt- ar grindverki umhverfis hús utan við borgina, og þannig náðu þær mæðgur að hakka í sig laufið af trjánum, sem slútti út fyrir grindverkið. Og svo fá þær stundum hjálp til að komast inn fyrir girðingar, þessar lifandi leikfangakindur. Ég hef ofboðlítið haft með að gera sumarbústað, sem stendur í Lækjarbotnalandi, skammt frá réttinni, sem venjulega Frh. á bls. 29. Það var kalt á vökunóttína og blés ailsstaðar i gegnum bragg ann kabyssan ekki I betra lagi ers svo, liún sveið spýfur en vonlaust láta kol i bana Morgunninn var eins og hann getur fegurstur verið við Hafravatn. Það eitt er næg laun fyrir vöku- nótt. Lamb hafði fæðzt í gerðinu um nóttina, en það vissu hvorki við né þeir sem fyrstir komu til að reisa # pylsutjaldið framan við skálann. Á vökunóttinni hafast vörzlumennirnir við í eldbúsi braggans við gnótt kaffis og kræsinga frá kvenfélaginu — en kabyssan mætti vera betri. — Að neðan sér yfir gerðið, réttina og vatnið ofan úr Hafrahlíðinni, 44. tbi. VIKAN 21

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.