Vikan - 03.11.1966, Side 22
Það var í Þýzkalandi einhvern-
tíma á síðasta sumri. Paul Vac-
ker, rúmlega fertugur verkstæð-
isformaður á bílaverkstæði ók
nýja Bensinum sínum upp að
söluskála við þjóðveginn og
horfði á hann aðdáunaraugum
meðan hann fékk sér svaladrykk.
Það vildi svo til að rétt hjá hon-
um stóð Jósef nokkur Beinert,
afgreiðslumaður á bensínstöð og
einnig hann horfði aðdáunar-
augum á sinn bíl, forkunnar-
fagran Ópel Kapitan. Þeir tóku
tal saman og höfðu ekki lengi
talað, þegar Beinert gerði hin-
um það ljóst, að Mercedes Bens
væri nú ekki ýkja merkilegur
bíll. Bens-eigandinn var vitan-
lega ákaflega særður og fór
niðrandi orðum um Ópelinn, sem
hann kvað í engu standast hinn
goðumlíka Mercedes. Þetta jókst
orð af orði, varð að handalögmáli
og endaði með því að Bens-
eigandinn dró pístólu upp úr
pússi sínu og skaut Ópelmann-
inn í magann til þess að veita
honum þá ráðningu, sem hann
myndi eftir.
í Þýzkalandi þótti þetta ekki
alvarlegt afbrot; hvað annað gat
maðurinn gert. Að vísu var
Beinert dæmdur í rúmlega
tveggja ára fangelsi fyrir mann-
dráp en ugglaust verður hann
látinn laus eftir árið fyrir góða
hegðun. Sumum þótti dómurinn
heldur harður. Ef einhversstað-
ar ríkir fanatík í áliti manna á
bílum og bílmerkjum, þá er það
í Þýzkalandi. Þjóðverjar elska
bílana sína, sumir segja jafn-
vel miklu meira en eiginkon-
urnar, enda er dekur manna við
bílinn allt að því hlægilegt. Bíl-
eigandi nokkur í Þýzkalandi
sagði í viðtali við blað: „Bíllinn
minn er alveg sérstakur vinur
minn. Ég umgengst hann eins
og mennska veru, ég tala við
hann, ég heilsa honum á morgn-
ana og spyr hann hvernig hann
hafi það, eða ég segi: Gaman að
sjá þig aftur. Já, ég klappa hon-
um líka og ég hef unun af því
að láta fingurgómana strjúkast
yfir mælaborðið.“ Annar sagði:
„Þegar ég bremsa, þá geri ég
það mjög varlega til þess að
meiða ekki bílinn. Bílinn verður
maður að bera á höndum sér,
rétt eins og konu.“
Sumir sjá í þessu einhvers-
konar ónáttúru; kannski er þetta
tilkomið fyrir skyndilegt ríki-
dæmi. Margt bendir þó til þess
að svo sé ekki. Stóriðjuhöldur-
inn Alfried Krupp er einn af
auðugustu mönnum heimsins, en
hann fer sjálfur með bílinn sinn,
22 VIKAN ö>l