Vikan


Vikan - 03.11.1966, Síða 23

Vikan - 03.11.1966, Síða 23
Að segja einhverjum manni, að hann sé bæði ómerkilegur og latur - það er allt í lagi. Maður- inn snýr því upp í grín. En segðu honum að bílíinn hans sé lélegur - það fyrirgefur hann aldrei. sem er Porche sportbíll, til verksmiðjunnar einu sinni á ári til þess að láta yfirfara hann. Þessi maður, sem er svo auðugur, að hann gæti hæglega keypt sér 100 Porche bíla og hent þeim öllum saman án þess að nokkursstaðar sæist á auðæf- um hans, fer sjálfur í samfesting og fylgist með bifvélavirkjunum á meðan þeir framkvæma verk sitt og hann er áhyggjufullur á svipinn rétt eins og þeir væru að framkvæma uppskurð á konunni hans. Svo þetta er ekki allt af því, að menn hafi skyndiiega komizt í efni og geta keypt sér Mer- cedes Bens, sem þá hafði ef til vill dreymt um árum saman. Sumir segja að meðal Þjóðverja gegni bíllinn sama hlutverki og viðhaldið hjá Fransmönnum; Þeir færa honum gjafir: tígris- dýr í afturgluggann og hund dinglandi niður úr baksýnisspeglinum og vinsælast af öllu er postu- línsvasi á mælaborðið fyrir ferska rós, sem skipt er um einu sinni á degi. Ást sína og umhyggju sína til bílsins sýna Þjóðverjar að minnsta kosti einu sinni í viku hverri með því að gefa ástinni sinni freyðibað enda þó hvergi sjáist á rykkorn, að minnsta kosti ekki eftir íslenzkum mælikvarða. Enda þótt íslendingar komist ekki í hálfkvisti við Þjóðverja hvað þetta snertir, þá eru menn afar viðkvæmir fyrir bílnum sínum og því sem um hann er sagt. Það er allt í lagi að segja manni, að hann sé bæði hjólbeinóttur og rangeygður; að hann sé bæði ómerkilegur og lýginn og þar að auki letingi. Þessu taka menn að jafnaði vel og snúa því upp í grín. En segðu einhverjum manni, að hann hr.fi aldeilis tekið feil, þegar hann keypti sér bíl og þá áttu á hættu að hann fyrirgefi þér ekki fyrst um sinn. Samt elska íslendingar ekki bílana sína meir en svo, að þeim dettur ekki í hug að fara vel með þá; venjulega er meiriparturinn af þeim út- ataður í aur og skít, enda mundi það æra óstöðugan að halda þeim lrreinum á sama hátt og t. d. Þjóðverjar gera. Hér er annaðhv.ort ryk eða rign- ing og sjaldan nokkuð þar á milli.' Yfirleitt elska menn ekki bílana sína meira en svo, að þeim dettur ekki í hug að hlífa þeim á holóttum vegi og þeir bremsa svo hjólin dragast, án þess að fá stíng í hjartað. Ef bíll- inn er orðinn einhverskonar „erótískt“ fyrirbrigði fyrir Þjóð- verja, og kemur í staðinn fyrir hjákonu, þá er fullvíst að hann er eitthvað allt annað fyrir ís- lendinga. Enda eru íslendingar göslarar í eðli sínu og betur fyrir annað gefnir en að pússa hluti og snurfusa. Ekki þar fyrir að flestir eru sannfærðir um að þeir séu einmitt á þeim eina rétta bíl. Fanatískastir af öllum eru leigu- bílstjórar. Það er venjulega alveg þýðingarlaust að spyrja leigubíl- stjóra um álit hans á bíl þeim, er hann ekur. Það er venjulega nokkurnveginn gallalaust verk- færi og hafi einhverjir gallar komið fram, er þeim vandlega haldi leyndum. Sannfærðastir af öllum eru þeir, sem árum saman hafa hald- ið sig við sömu tegundina, ekki tekið í annan bíl og hafa þar af leiðandi engan samanburð. Sum- ir Volkswageneigendur eru með þeim fanatískari og standa æv- inlega upp til varnar Volks- wagen, hvenær sem tækifæri gefst. Margir jeppaeigendur eru ákaflega sannfærðir og heittrú- aðir, en skiptast 1 tvær fylking- ar: Bronkóeigendur og aðrir jeppaeigendur. „Bronkóæðið" svo kallaða var einskonar múgsefj- un sem greip um sig síðast lið- inn vetur og margir keyptu þennan bíl að sjálfsögðu að lítt athuguðu máli. Hafi þeir orðið fyrir vonbrigðum, mundu þeir sízt af öllu viðurkenna neitt i þá átt, en hugsa með sér að reyna að halda út í ár eða svo og selja bílinn síðan. Mercedes- Bens-eigendur eru söfnuður út af fyrir sig. Flestir þeirra eru svo trúir og tryggir þríhyrndu stjörnunni, að þeir fá sér aftur Mercedes, þegar þeir skipta um; annað kemur ekki til greina. Þeir trúa því af heilum hug, að þeir séu bezt akandi menn á landinu og kannski eru þeir það. Aðdáun manna á bíl, sem er í senn vandaður og virðulegur er hægt að skilja, en þeir menn eru líka til, sem halda að hin- ar ódýrustu gerðir af bílum standist á flestan hátt saman- burð við þá sem kosta hálfa Framhald á bls. 34. 44. tw. VIKAN 23

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.