Vikan


Vikan - 03.11.1966, Page 27

Vikan - 03.11.1966, Page 27
> Svelnn fylgist með æf- ingu framan úr sal. >> Leikendur í Fjalla-Ey- vindi staddir á Hvera- völlum, ásamt varð- manni við sauðfjár- veikivarnargirðingu, sem þau hittu þar. Tal- ið frá vinstri: Gísli Halldórsson, Helgi Skúlason (leikur Fjalla- Eyvind), Theódóra Thoroddsen, kona Gísla. Sveinn Einarsson, leik- hússtjóri, Pétur Einars- son, girðingarvörður, Guðný Halldórsdóttir, Helga Kristín Hjörvar, Þóra Kristinsdóttir, kona Sveins Einarssonar og Inga Þórðardóttir. >>> Helgi Skúlason, sá sem Ieika skal Fjalla-Eyvind. Rætt við Svein Einarsson, leikhússtjóra hjá Leikfélagi Reykjavíkur, um Fjalla-Eyvind, Jóhann Sigurjónsson og starfsemi Leik- félagsins á komandi vetri. Texti Dagur Þorleifsson — Hvað er um hann að segja? — Jú, hann er á þá leið, að á elleftu stundu rekst á fund útlaganna hestur, sem þau slátra og éta og bjarga þannig lífi sínu. Sumir segja að Jóhanna Dybwad hafi pantað þenn- an endi, en yfirleitt hefur hinn endirinn, sem er tragiskari, þótt betri, og leikritið verið sýnt með honum. Þó sagði Sigurður Nordal mér einu sinni, að honum hefði þótt Dybwad túlka það með afbrigðum vel, hvernig ástin hjá Höllu vaknaði til lífsins að nýju, þegar hún fór að finna ilminn af soðningunni Það er ekki vafi á því, að Jóhann hefur haft í huga sitt eigið líf sem lista- manns í Höfn við samn- ingu leikritsins, en þar bjó hann stundum við bág kjör. Þetta tvennt, ástin og hungrið, virðist honum mjög hugstætt, og því tefl- drap á áðan, kynntist hann bæði ást og hungri í Kaup- mannahöfn, og þar var hann líka útlendingur, og hefur sjálfsagt fundizt hann vera einskonar út- lagi. — Hvað viltu segja okk- ur um önnur leikrit Jó- hanns Sigurjónssonar? — Af þeim var Bóndinn á Hrauni fyrst færður upp á svið, 1907. Áður hafði hann samið tvö, Dr. Rung og Skuggann, sem bæði gerast erlendis. í þeim eru áhrif frá Ibsen og fleiri tilraunir, til dæmis til real- isma, en einnig einkenn- ast þau af hinu lýriska tungutaki Jóhanns og þeim skáldlegu orðmyndum, sem honum voru eiginlegar. Næsta leikrit frá hendi Jóhanns var Fjalla-Ey- vindur, og þar næst Galdra-Loftur. Síðasta leikritið, sem kom frá honum var Lyga-Mörður, eða Lögneren, sem var árin hafði hann heilmikil fjáraflaplön á prjónunum, var t.d. að hugsa um hafn- argerð á Norðurlandi. — Skáld þess tíma virð- ast mörg hafa verið tölu- vert veraldlega sinnuð, samanber Einar Benedikts- son. — Já, það voru í þeim svo mikil umbrot, að þau vildu líka yrkja í fram- kvæmdum. — Hvernig vann Jó- hann? — Það er sagt að hann hafi ekki lesið mjög mik- ið af verkum annarra skálda, en fengið hug- myndir sínar með því að tala við fólk og sjá hlut- ina sjálfur. Meginupp- spretta hans var íslenzkar sagnir og sögur, en vita- skuld var hann líka barn síns tíma, nýrómantískt skáld og varð fyrir áhrif- um frá heimspekihug- myndum ýmsum, til dæm- is Nietzsche. Þetta kemur Úr Dúfnaveislunni. Þor- steinn Ö. Stephensen í hlutverki pressarans og Anna Guðmundsdóttir sem kona hans. << Úr Þjófum likum og föl- um konum, eftir Dario Fo. Talið frá vinstri: Götusópari (Gísli Hall- dórsson), Kjólfatamað- urinn (Haraldur Björns- son) og Nakti maðurinn (Guðmundur Pálsson). ÁSTIN OG HUNGRIÐ — Við byrjum með tvö verk, sem við sviðsettum á síðastliðnum leikárum, sagði Sveinn. — Annað er Þjófar lík og falar konur, eftir Dario Fo. Við fórum upp með það seint á leikárinu 1964—65, lékum það það leikár til enda og tókum svo til við það aftur síðari hluta árs í fyrra, komumst ekki af stað með það fyrr vegna fjar- veru Gísla Halldórssonar, sem fer þar með eitt aðalhlutverkið við mikinn orð- stír. Þetta leikrit hefur verið sýnt tæp- lega sextíu sinnum og ævinlega fjo-ir fullu húsi. — Hverjar eru að þínum dómi ástæð- urnar fyrir vinsældum leikritsins? Það er að mörgu leyti ólíkt því, sem ís- lenzkir leikhúsgestir hafa mest átt að venjast. — Formið er nýtt já, leikritið fullt af ferskleika, höfundurinn fullur af gázka, en þó langt frá því að vera meinleysingi. Það er eftirtektarvert, hve margir koma oftar en einu sinni á Þjófana. Það er líka athyglisvert, að mörgum þykir síð- asti þáttur beztur, þegar þeir sjá leikritið í fyrsta sinni, en þegar þeir koma í annað sinn, finnst þeim mest í miðþáttinn varið. Hitt leikritið frá því áð- ur er Dúfnaveizlan. Það var sýnt tuttugu og tvisvar í fyrravor og var uppselt fyrirfram á allar sýning- arnar. Það er einkennilegt og gagnstætt því sem er með þjófana, því á þá er aðalsalan á sjálfan sýning- ardaginn. — Og nýju verkefnin þá? - Af þeim verður fyrst sígildur gleðileikur frá át- jándu öld, eftir Carlo Col- doni, ítala. Christian Lund setur það upp. Við svið- setninguna verður það tíma- fært, í stil við nútímann og hans op og pop. Þetta er í samræmi við uppruna leikritsins, því Goldoni tók mikið mark á því sem var í kringum hann; þá var commedia del 1* arte enn við lýði á Ítalíu. Þarna renna því saman ýmsar hefðir. Þetta leikrit hefur verið sýnt hér á landi áður, í Menntaskólanum í Reykjavík. Bjarni Guð- mundsson þýddi það upp- haflega, en síðan hefur þýðingunni verið breytt talsvert; það. hefur verið töluvert um workshop- vinnu í sambandi við upp- setninguna. — Mér hefur skilizt að það væri von á Fjalla-Ey- vindi hjá ykkur í vetur. Já, það var upphaf- lega áætlað að frumsýna hann í haust og þá höfð í huga væntanleg Ameríku- för, en þetta hefur nú breytzt og leikurinn verður frumsýndur á 70 ára af- mæli félagsins um áramót- in. Leikstjóri Fjalla-Eyvind- ar verður Gísli Halldórs- son, Höllu leikur Helga Bachmann og Kára leik- ur Helgi Skúlason. Leik- mynd gerir Steinþór Sig- urðsson. Að sjálfsögðu verður vandað mjög til þessarar sýningar. Meðal annars fórum við nýlega í ferðalag upp á Hveravelli, flestallt það fólk, sem vinnur við leikritið, til að verða fyrir ferskum áhrif- um frá útilegumannaslóð- um Eyvindar. Um Fjalla-Eyvind er það annars að segja, að hann er líklega þekktastur ís- lenzkra leikrita, sígilt verk. Það eru nú sextán ár síðan hann kom síðast hér á svið. Það er gaman að minnast þess, að hann var einmitt fruinsýndur hér í Iðnó, um jolin 1911. Guð- rún Indrfeadóttir var fyrsta Hall'an. Hann var sýndur á Alþingishátíðinni 1930, og lék þá Anna Borg Höllu. 1941 kom Fjalla- Eyvindur aftur á fjalirnar í Iðnó og var Soffía Guð- laugsdóttir þá Halla, 1950, þegar Þjóðleikhúsið setti það upp, fór Inga Þórðar- dóttir með aðal kvenhlut- verkið. Jens Waage stjórn- aði fyrstu sýningunni, en hinum þremur Haraldur Björnsson. Og það er sér- staklega gaman að bæði Haraldur og Inga skuli nú vera með í uppfærslunni í vetur. Að þessu sinni leikur Harald- ur Jón bónda, en Inga Guðfinnu. Og Gestur Pálsson, hann lék Kára á móti Soffíu Guðlaugsdóttur og Önnu Borg er líka með í sýningunni, leikur Arn- grím holdsveika. — Hver eru aðalatriðin í sögu Fjalla-Eyvindar erlendis? — Hann var settur upp í Dagmar- leikhúsinu í Kaupmannahöfn, aðeins fáeinum mánuðum eftir frumsýning- una í Iðnó, það var 1912. Þá lék Jó- hanna Dybwad Höllu. Þá var leikinn svokallaður hrossakjötsendir, sem annars hefur yfirleitt ekki verið hafð- ur með. ir hann einmitt hvoru á móti öðru í Fjalla-Ey- vindi. — Það hefur verið gerð kvikmynd eftir Fjalla-Ey- vindi? — Já, það gerði Svíinn inn Viktor Sjöström 1918. Þetta er ein af þessum gömlu klassísku kvik- myndum, og er mikið afrek í sögu þeirrar listgreinar. — Geturðu sagt okkur eitthvað um aðdragandann að samningu Fjalla Ey- vindar? — Það eru ýmsar kenn- ingar til um tilurð leik- ritsins. Það eru til af því nokkur uppköst, sem hafa inni að halda mörg afvik frá því eins og það er nú. í einu þeirra heita til dæm- is aðalpersónurnnar Grím- ur og Dísa. Aðalefniviður- inn er sóttur í íslenzkar þjóðsögur, sem Jóhanni voru mjög hugleiknar, en þó virðist svo sem fyrr- nefndar andstæður, ást og hungur, hafi verið honum mjög ofarlega í huga áð- ur en hann ákvað að nota þjóðsagnaefnið. Eins og ég byggt á efniviði úr Njálu, greinilega skrifað fyrir er- lendan markað. Það var skrifað á dönsku, en annars samdi Jóhann leikrit sín yfirleitt jöfnum höndum á dönsku og íslenzku. — Er það ekki heldur slæmt verk? — Mér finnst „intrígan" heldur góð, en það er eins og Árni Pálsson sagði: En Njála er til. íslending- ar hafa þá tilfinningu að búið sé að gera efninu þau skil að ekki verði betur gert. Þegar Jóhann dó, hafði hann svo ein tvö leik- rit í smíðum, sem ekkja hans sagði síðar að hann hefði ætlað að sjóða saman í eitt. Það átti að gerast í Kaupmannahöfn og lýsa lífi listamanna þar. — Jóhann varð ekki gamall. — Nei, hann dó 1919, að- eins þrjátíu og níu ára að aldri. Hann var slitinn fyr- ir aldur fram, hafði sjálf- sagt stundum unnið eins og hamhleypa. Svo lifði hann töluvert hátt á köfl- um skilst manni. síðustu líka fram í Ijóðum hans, ég man í því sambandi ekki hvað sízt eftir Sorg, það mun vera fyrsta órímaða ljóðið, sem ort er á ís- lenzku; Jóhann er þannig okkar fyrsta atómskáld. Þetta ljóð mun ort um 1908. Þar koma fyrir bibl- íulegar orðmyndir, og kannski hefur hann auk þess orðið fyrir áhrifum frá Baudelaire og fleirum, kannski líka Obstfelder, sem orti einmitt þannig um svipað leyti, en Jóhann hefur þekkt vel til hans. Hinsvegar get ég ekki séð nein merki til þess, að hann hafi orðið fyrir áhrifum frá samtíma ljóðskáldum dönskum, þótt mörg þeirra væru vinir hans. En því meir sem maður kynnist Jóhanni, því betur gerir maður sér ljóst ,hve ís- lenzkur hann var í hugsun. Hann var líka mjög stór- huga og eitt tókst honum að minnsta kosti með verk- um sínum: að gera íslenzku þjóðina að veitanda á sviði leiklistarinnar, fram Framhald á bls. 31. 26 VIKAN 44 tbl «' tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.